Íbúafundur, sameiningarmál 13. sept kl. 20:00

Í nýju sveitarfélagi er hugmyndin að starfsfólkið geti búið hvar sem er innan sveitarfélagsins. (Tei…
Í nýju sveitarfélagi er hugmyndin að starfsfólkið geti búið hvar sem er innan sveitarfélagsins. (Teikning Rán og Elín)

Íbúafundur í Skaftárhreppi vegna sameiningar sveitarfélaganna verður í félagsheimilinu Kirkjuhvoli mánudaginn 13. september, kl 20:00

Boðað er til íbúafunda til kynningar á tillögu samstarfsnefndar um sameiningu Ásahrepps, Mýrdalshrepps, Rangárþings eystra, Rangárþings ytra og Skaftárhrepps, sem kosið verður um þann 25. september næstkomandi. Fundunum verður einnig streymt og geta þátttakendur sent spurningar rafrænt til samstarfsnefndar. Athugið að fundirnir eru öllum opnir og íbúar sveitarfélaganna velkomnir á alla fundina.

Sjá nánar á www.svsudurland.is