Íbúafundur í streymi 1. desember nk. kl. 20:00

Sveitarstjórn Skaftárhrepps býður íbúum til fundar í gegnum streymi þann 1. desember nk. kl. 20:00. Til umfjöllunar verður fjárhagsáætlun 2022-2025 ásamt kynningu á fyrirkomulagi sorpmála og gjaldskrá þar að lútandi sem samþykkt var fyrr á þessu ári.

Slóð á streymi birtist rétt fyrir fundinn. Endilega takið tímann frá til að kynna ykkur málin.

F.h. sveitarstjórnar

Sandra Brá Jóhannsdóttir, sveitarstjóri