Heilsugæslan Kirkjubæjarklaustri – tilmæli vegna Covid 19

Sérstakar kringumstæður eru í samfélaginu vegna COVID-19 faraldursins. Ýmsum aðgerðum er beitt til draga úr hraða og fjölda smita og til að vernda áhættuhópa.

Þeim tilmælum er eindregið beint til skjólstæðinga heilsugæslunnar á Klaustri að;

  • Koma ekki með aðstandendur með sér á biðstofur og í bókaða tíma nema nauðsyn krefji.
  • Staldra sem styðst við á biðstofum, þ.e.a.s. að fara inn á stofnun og biðstofu einungis stuttu áður en tími á að hefjast og halda 2ja m bili.
  • Grímuskylda fyrir allir 6 ára og eldri skulu bera maska í viðtali, rannsóknum og öðrum erindagjörðum inni á heilsugæslunni.
  • Við bendum á heilsuveru.is til lyfjaendurnýjunar og beinum þeim tilmælum til fólks og hringja og panta lyf eða lausasöluvöru og koma svo að sækja þegar tilbúið. Þetta er gert til að stytta biðtíma á biðstofu heilsugæslunnar.

Vegna COVID-19:

Ef þú þarft ráðgjöf hjúkrunarfræðinga vegna COVID-19 þá eru nokkrar leiðir:
– Vaktsíminn 1700
– Símtal á þína heilsugæslu á dagvinnutíma
– Samskipti á „Mínum síðum“ á heilsuvera.is
– Netspjall á heilsuvera.is – 8:00-22:00

 

Ávallt er að finna nýjustu upplýsingar á covid.is

Hvetjum alla til að sinna einstaklingsbundnum sóttvörnum.

Með samstöðu og hjálpsemi komumst við saman yfir þetta verkefni.

 

Starfsfólk Heilsugst. Klaustri