Gullmolinn - umhverfislistaverk

Gullmolinn (Ljósm. LM)
Gullmolinn (Ljósm. LM)

Þeir sem styrktu gerð þessa verks voru

Uppbyggingarsjóður SASS, Katla jarðvangur, Eignarhaldsfélag Brunabótafélags Íslands og Skaftárhreppur. Bestu þakkir!

 

Gullmolinn er umhverfislistaverk eftir listatvíeykið YottaZetta. Í verkinu breytir listatvíeykið inntakshúsi fyrir heimarafstöð í gullmola, vísun í mikilvægi heimarafstöðva þegar þær voru byggðar. Áður en rafmagnið nam land á Íslandi notaðist fólk við lýsislampa sem ljósgjafa og brenndi tað og hvern annan eldsmat sem það komst yfir til að hita húsin. Með því að gylla inntakshúsið vill YottaZetta minna á hversu mikill fengur var í einnni svona lítilli virkjun sem veitti birtu og hita án sóts og stybbu. 

Inntakshúsið er hluti af virkjun sem var ein þeirra fyrstu sem byggð var á Íslandi en Klausturvirkjun var fyrst byggð árið 1922 og er enn í gangi. Hún er ein af hundruðum virkjana sem bændur í Skaftafellssýslu byggðu víðsvegar um landið með tvö eintök af danskri handbók fyrir vélsmiði að vopni. Þegar erfitt vara að fá járn í túrbínurnar sóttu menn járn á fjörurnar og nýttu flök af strönduðum skipum sem efnivið í túrbínusmíðarnar. 

Það er þó ekki laust við að tenginging við gull minni á gullgrafaraæðið sem hefur einkennt virkjanavæðingu eftir að ríkisrafmagnið ruddi sér til rúms og tók yfir hlutverk smávirkjananna. 

Meiri upplýsingar um listamennina YottaZetta, og rafvæðingu í Skaftafellssýslu má finna á https://eldsveitir.is/2020/10/30/gullmolinn/

 

Skilti við Gullmolann

 

Skiltið sem myndin er af mun verða sett niður uppi á brún þegar frostlaust verður og sæmilega fært upp á brún.