Verktaki eða þjónustuaðilar óskast til að sækja gáma og þjónusta fyrirtæki

Skaftárhreppur tekur þátt í tilraunaverkefni þar sem allir eru beðnir að koma sínu sorpi á grenndars…
Skaftárhreppur tekur þátt í tilraunaverkefni þar sem allir eru beðnir að koma sínu sorpi á grenndarstöðvar. Óskað er eftir verktaka til að sækja þá gáma. Fyrirtæki geta óskað eftir að sorp verði sótt og er óskað eftir verktaka til að sækja til fyrirtækja.

GRENNDARSTÖÐVARNAR: Verktaki/þjónustuaðili

Skaftárhreppur auglýsir eftir verktaka/þjónustuaðila sem hefur tæki og tól til að þjónustu grenndarstöðvar sorps í Skaftárhreppi frá 1.júní – 31.ágúst 2022

Verktaki þarf að hafa yfir að ráða krókheysisbíl til að þjónusta grenndarstöðvarnar. Jafnframt þjónusta gámavöllinn bæði í flokkunarstöð og á urðunarstað á Stjórnarsandi. Jafnframt þarf verktaki að hafa yfir að ráða gröfu til að taka holu og urða yfir á urðunarsvæðinu.

Grenndarstöðvarnar eru 5, þ.e.a.s í Fljótshverfi, Síðu austan Hörgsár, Meðallandi, Skaftártungu og Álftaveri. Jafnframt er gámavöllurinn á Kirkjubæjarklaustri grenndarstöð fyrir Klaustur, Síðu vestan Hörgsár og Landbrot.

Grenndarstöðvarnar má sjá á meðfylgjandi korti.

 

SORPHIRÐUBÍLLINN (guli bíllinn): Verktaki/þjónustuaðili

Skaftárhreppur auglýsir eftir verktaka/þjónustuaðila til að þjónusta fyrirtækin í Skaftárhreppi á tímabilinu 1.júní – 31.ágúst 2022.

Skaftárhreppur leggur til “Gula bílinn”. Verktaki/þjónustuaðili tekur að sér aksturinn, losa ílát í flokkunarstöð og skila ílátum til fyrirtækjanna skv . samkomulag þar um.

Allar almennar upplýsingar mun undirritaður veita varðandi þjónustu við grenndarstöðvarnar sem og þjónustuna við fyrirtækin.

 fh. Skaftárhrepps

Ólafur E Júlíusson

Skipulags- og byggingafulltrúi. Umhverfismál

Grenndarstöðvar