Hlýjar kveðjur til íbúa Úkraínu

Myndi frá samstöðustund með íbúum Úkraínu í Minningarkapellunni á Kirkjubæjarklaustri. Ljósmyndirnar…
Myndi frá samstöðustund með íbúum Úkraínu í Minningarkapellunni á Kirkjubæjarklaustri. Ljósmyndirnar tók Lilja M.

Laugardaginn 26. mars 2002 var haldin samkoma í minningarkapellu Jóns Steingrímssonar, til stuðnings Úkraínskum almenningi, sem má nú þola andstyggð og ógnir stríðs í heimalandi sínu og á flótta fjarri heimkynnum sínum.

Það söfnuðust 239 695 krónur eða tæplega 240 þúsund krónur sem verða sendar til Rauða kross Íslands og nýttar í þágu Úkraínubúa.

Guðmundur Óli Sigurgeirsson og Sr. Ingimar Helgason sáu um undirbúning samkomunnar ásamt Rauðakrossdeildinni á Kirkjubæjarklaustri sem tók við fjárframlögum. 

Flutt var tónlist og ljóð og sagt frá starfi Rauða krossins sem hefur mjög mikilvægu hlutverki að gegna í Úkraínu. Hér á landi ber Rauði krossinn hitann og þungann af móttöku fólks sem hefur flúið Úkraínu. 

Þeir sem vilja styrkja starf Rauða kross Íslands í þágu Úkraínubúa geta lagt inn á reikning: 

Rauði krossinn tekur enn við fjárframlögum sem verður varið í neyðaraðstoð til Úkraínu.
Still possible to donate so Red cross can continue to respond to crisis in Ukraine
Nadal można przekazywać dotacje na Czerwony Krzyż by pomóc reagować na kryzys w Ukrainie
0317-13-300540    Kt. 440479-0309      Úkraine