Staða hjúkrunarforstjóra laus til umsóknar

Hjúkrunar- og dvalarheimiliið Klausturhólar er á Kirkjubæjarklaustri.
Hjúkrunar- og dvalarheimiliið Klausturhólar er á Kirkjubæjarklaustri.

Laus er staða hjúkrunarforstjóra við Hjúkrunar- og dvalarheimilið Klausturhóla á Kirkjubæjarklaustri. Um er að ræða 100 % starf. Umsóknarfrestur er til og með 14. janúar 2022.

Starfssvið hjúkrunarforstjóra:

  • Stjórnun og ábyrgð á daglegum rekstri, áætlanagerð og mannauðsmálum heimilisins
  • Fagleg forysta á sviði hjúkrunar og umönnunar á heimilinu
  • Ábyrgð á stefnumótun og framfylgd stefnu
  • Samskipti við hagsmunaaðila heimilisins

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Réttindi til að starfa sem hjúkrunarfræðingur
  • Þekking og reynsla af rekstri og stjórnun á sviði öldrunarmála er æskileg
  • Framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum og geta til að vinna sjálfstætt og skipulega
  • Framsýni, metnaður og drifkraftur
  • Hæfni til að skapa góða liðsheild ásamt jákvæðu og lausnarmiðuðu hugarfari
  • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti

 

Klausturhólar er glæsilegt hjúkrunar- og dvalarheimili með 17 hjúkrunarrými, tvö dvalarrými og eitt dagdvalarrými. Ný og vel búin hjúkrunarálma var tekin í notkun árið 2006. Samstarf er milli Klausturhóla og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands sem starfrækir heilsugæslustöð á Kirkjubæjarklaustri. Á Kirkjubæjarklaustri er grunnskóli, tónlistarskóli og leikskóli. Þar er góð aðstaða til íþróttaiðkunar í nýrri íþróttamiðstöð með sundlaug, íþróttasal og tækjasal. Náttúrufegurð í Skaftárhreppi er rómuð og mikil uppbygging á sér stað, einkum í ferðaþjónustu. Skaftárhreppur er hluti af Kötlu jarðvangi og Vatnajökulsþjóðgarði.