Tvö tilboð bárust í byggingu gestastofunnar

Hálfnað er verk þá hafið er. Skóflustungan var tekin 7. júní 2020 í landi Hæðargarðs, Magnús Þorfinn…
Hálfnað er verk þá hafið er. Skóflustungan var tekin 7. júní 2020 í landi Hæðargarðs, Magnús Þorfinnsson gaf þjóðgarðinum land undir gestastofuna. (Ljósm. Hasse)

 

Gestastofan við Kirkjubæjarklaustur verður meginstarfsstöð Vatnajökulsþjóðgarðs á vestursvæði hans. Byggingin verður 620 m2 á einni hæð auk 145 m2 kjallara eða samtals 765 m2 að flatarmáli.

Húsheild ehf í Mývatnssveit átti lægra tilboðið í byggingu gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á Kirkjubæjarklaustri. Tilboð Húsheildar hljóðaði upp á 639,8 milljónir króna og var 13,6% yfir kostnaðaráætlun Framkvæmdasýslu ríkisins, sem hljóðar upp á 563,1 milljónir króna. Húsheild ehf. er núna að byggja gestastofuna fyrir Snæfellsþjóðgarð á Hellissandi.

Ístak hf bauð einnig í verkið og var tilboð félagsins upp á 793,2 milljónir króna.

grunnurinn er tilbúinn

Ekki er búið að ganga endanlega frá vali verktaka eftir að útboðin voru opnuð en það mun gerast á allra næstu vikum.

Gert er ráð fyrir að gestastofan verði tilbúin í lok árs 2022.

Jarðvinnan var boðin út og var það Digriklettur ehf sem sá um þá vinnu en Digriklettur er í eigu Harðar Davíðssonar og Böðvars Péturssonar sem báðir eru búsettir í Efri-Vík í Landbroti. Á myndinni sjáum við gamalt hraun sem kemur í ljós undir moldarlaginu. 

Fyrst var boðin út  aðkoman frá þjóðveginum og hreppti Framrás, verktakafyrirtæki frá Vík í Mýrdal það verk. Á myndinni blasir Öræfajökull við, síðan Lómagnúpur, Fossnúpur og bæirnir á Síðunni. 

(Ljósmyndir LM)

 

Gamalt hraun kom í ljós

Tenging við þjóðveginn