Styrkúthlutun Uppbyggingarsjóðs Suðurlands - haust 2020

4 verkefnum hér í Skaftárhreppi hefur verið úthlutaður styrkur úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands - við seinni úthlutun hér haustið 2020:  3 verkefnanna eru unnin á Kirkjubæjarstofu - Þekkingarsetri og fjórða verkefnið vinna nýir eigendur Klausturvegar 2 - Burstasteinn ehf.

 • Þjóðsagnavefur Suðurland
  Markmið verkefnisins er að gera aðgengilegar, vekja til lífsins og forða frá glötun þjóðsögum á Suðurlandi. Til að ná þessu markmiði er verið að skrá þjóðsögurnar á vef. Þar verða sögurnar tengdar korti þannig að auðvelt sé að sjá tengsl þjóðsagna við ákveðna staði. 
 • Fornar Ferðaleiðir - ENDURHEIMT - HANDBÓK
  Vinna að ENDURHEIMT fornra ferðaleiða í Skaftárhreppi með ÚTGÁFU HANDBÓKAR um nýjar göngu-, reið- og hjólaleiðir sem allar byggjast á fornum ferðaleiðum í hreppum.
 • Grímsvatnagos í tónum og mynd
  Tónverk sem lýsir upplifun íbúa í Skaftárhreppi í Grímsvatnagosinu 2011. Tónverkið verður flutt á tónleikum í lok maí 2021 sem verða haldnir í Kirkjuhvoli á Kirkjubæjarklaustri. Um leið og tónverkið verður flutt verður sýnd stuttmynd sem er klippt saman úr ljósmyndum og myndskeiðum sem eru til frá þessum fjórum dögum í maí 2011. Tónverkið er bæði til að minnast þessa atburðar og ekki síður til að þakka að ekki fór verr.
 • Undir sama þaki
  Markmið verkefnisins er að til verði viðskipta- og rekstraráætlun fyrir starfsemi nýs fyrirtækis - Burstasteinn kt. 470520-1830 Fræðandi og Nærandi ferðaþjónusta. Burstasteinn verður staðsettur í gamla gistihúsinu á Klaustri. Á nýju ári mun þar opna Menningar- og Mathús, þar sem unnið er með afurðir og handverk úr héraði. Útivist og náttúruupplifun, námskeið um umhverfismál, mataræði og lífsstíl, fræðandi og nærandi ferðaþjónustu og samvera verður leiðarljós Burstasteins

 

Listi yfir öll stykt verkefni Uppbyggingarsjóðs Suðurlands í haustúthlutun 2020 má sjá frétt frá Uppbyggingarsjóði Suðurlands