Endurskoðun aðalskipulags Skaftárhrepps

Fagrifoss prýðir forsíðu glærusafnsins.
Fagrifoss prýðir forsíðu glærusafnsins.

Á íbúafundi sem haldinn var í Kirkjuhvoli 22.02. 2022 kynnti Margrét Ólafsdóttir nýtt aðalskipulag fyrir Skaftárhrepp. Hér eru glærur sem Margrét sýndi á fundinum. Hér er upptaka af fundinum, kynning Margrétar byrjar á 26. mínútu.

Á glærunum má sjá þróun mannfjölda og aldursdreifingu í Skaftárhreppi, breytingar á gildandi aðalskipulagi, ný svæði undir íbúðarbyggð, frístundabyggðir, upplýsingar um landbúnað og svæði sem henta best til ræktunar fyrir landbúnað, landgræðslu, skógrækt og fleira. 

Íbúar Skaftárhrepps eru hvattir til að kynna sér aðalskipulagið og senda inn athugasemdir þegar aðalskipulagið verður auglýst. 

Glærusafnið frá Margréti Ólafsdóttur