Dagskrá Öskuminninga laugardaginn 5. júní

Allir velkomnir!
Allir velkomnir!

10:00 um morguninn: Gönguferð og fræðsla um ösku og öskulög í nágrenni Kirkjubæjarklausturs í fylgd Bergrúnar Örnu Óladóttur. Gangan hefst svið félagsheimilið Kirkjuhvol/Skaftárstofu. Sjáumst!

Hátíð í Kirkjuhvoli frá kl 15:00 - 18:00

15:00 Eva Björk Harðardóttir, oddviti Skaftárhrepps, setur hátíðina.

15:10 Leikið verður nýtt tónverk sem samið er sérstaklega fyrir þessa hátíð. Gos í tónum og mynd sem Zbigniew Zuchowicz hefur samið í tilefni dagsins, með tónskáldinu leika þau Teresa Zuchowicz og Brian Haroldsson. Á meðan verkið er leikið verða sýndar ljósmyndir frá íbúum Skaftárhrepps á stóru tjaldi.

15:30 Grímsvötn 2011 í baksýnisspeglinum. Bergrún Arna Óladóttir, jarðfræðingur.

15:50 Sálgæsla í hamförum. Sr. Ingólfur Hartvigsson.

16:10 Áhrif eldgosa á raforkukerfið. Halldór Halldórsson, öryggisstjóri hjá Landsneti og formaður NSR (Neyðarsamstarf raforkukerfisins) fjallar um þau áhrif sem eldgos geta haft ef þau verða í námunda við raforkuframleiðslu, flutning eða dreifingu rafmagns.

 

16:30 Hlé. Kvenfélag Kirkjubæjarhrepps stendur fyrir veitingasölu í kaffihléi. Ágóðinn rennur til slökkviliðs sveitarfélagsins. Kaffi og terta kostar 1000 kr. (enginn posi).

 

16:50 Hvernig líður þér í dag? Lilja Magnúsdóttir ræðir líðan fólks á gostímanum.

17:00 Grímsvötn og gossaga þeirra - tíðni og eðli gosa. Þorvaldur Þórðarson, jarðfræðingur, talar um eldgos í Grímsvötnum.

17:25 Öskubörn. Hafdís Gígja var barn á Kálfafelli í Fljótshverfi, hún segir frá eigin upplifun.

17:40 Hljómsveitin Öskukallarnir leika Öskulög og Öskublús. Hér gætu verið leynigestir!

 

Uppbyggingarsjóður SASS styrkti gerð tónverksins. 

Menningarmálanefnd Skaftárhrepps og Vatnajökulsþjóðgarður

 

Brian, Teresa, Zbigniew

Öskulög við læknisbústaðinn