Breyting á deiliskipulagi í Tungu í Landbroti

Auglýsing um Skipulagsmál í Skaftárhreppi

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst breytingartillaga að eftirfarandi deiliskipulagsáætlun:

Breyting á deiliskipulagi í Tungu.

Breytingin felur í sér tilfærslu á byggingarreit (H), aðeins breytta skilmála fyrir byggingarreit (G2) og færsla á byggingarreit (I) fyrir starfsmannahús ásamt breyttum skilmálum.

Byggingarreitur H

Byggingarreit H sem er fyrir hótel er breytt og hann færður lítillega til, þannig að byggingar falli betur að landi. Í stað 75 herbergja hotels er gert ráð fyrir 50 herbergjum ásamt móttökuhúsi og aðstöðu fyrir aðra þjónustu svo sem veitingasali, morgunverðarsal, eldhús, tæknirými, starfsmannaaðstöðu o.fl.

Byggingarreitur G2

Skilmálum er breytt fyrir byggingarreit G2 og hann stækkaður lítillega þar sem leyfilegt verður að byggja allt að 23 gistihús innan reitsins og því verður samtals gert ráð fyrir 35 gistihúsum á reit G1 og G2 í stað 25 húsa. Heildarbyggingarmagn innan G2 verður því 700 m2 og samtals á reit G1 og G2, 1065 m2, óbyggt af því eru 308 m2.

Byggingarreitur I

Byggingarreitur I er breytt og er hann færður til, innan reitsins er gert ráð fyrir allt að 14 starfsmannahúsum þar af einu þjónustuhúsi sem er sameiginlegt. Heildarbyggingarmagn innan reitsins er 550 m2. Starfsmannahúsin eiga að vera í samræmi við önnur hús.

 

Tillagan liggur frammi á skrifstofu Skaftárhrepps, frá og með fimmtudeginum 5.janúar til og með fimmtudeginum 16.febrúar 2023. Kort sem sýnir tillöguna má finna hér

 

Skila skal athugasemdum á skrifstofu Skaftárhrepps, Klausturvegi 4, 880 Kirkjubæjarklaustri eða á netfangið bygg@klaustur.is

 

Skipulagsfulltrúi Skaftárhrepps