Bilun í hitakerfi Sundlaugarinnar á Kirkjubæjarklaustri

Kirkjubæjarskóli, íþróttamiðstöðin, héraðsbóksafnið og Skaftá í klakaböndum. (Ljósm. LM)
Kirkjubæjarskóli, íþróttamiðstöðin, héraðsbóksafnið og Skaftá í klakaböndum. (Ljósm. LM)

Viðvarandi ástand hefur ríkt síðan á haustdögun að hitakerfi fyrir skóla, íþróttahús, brennslu, sundlaug og aðstöðu hefur ekki verið í lagi. Olíuketill sem gegnt hefur lykilhlutverki, í að fæða sundlaug og aðstöðu nægu heitu vatni, gaf sig endanlega eftir brokkgeng síðustu ár. Ekki hefur verið hægt að halda uppi nægjanlegum hita fyrir allt húsnæðiðið þannig að það hefur komið niður á hitun sundlaugarinnar. 

Á fjárhagsáætlun árins 2021 er gert ráð fyrir fjármagni í endurbætur á hitakerfinu, koma varmadælunni af stað aftur og nýta þau tæki og tól sem við höfum auk þeirra viðbóta sem nauðsynlegar eru til að kerfið geti unnið fyrir allt húsnæðið á eðlilegum afköstum og við fullnægjandi hitastig.

Útfærslan verður klár á næstu dögum og getum við þá hafist handa við endurbæturnar í framhaldi af því. Hvenær endurbótum verður lokið er ekki hægt að segja til um nákvæmlega á þessari stundu en reikna má með að sundlaugin fari ekki aftur af stað fyrir um miðjan mars í fyrsta lagi. 

Verður lagst á eitt með að flýta endurbótaframkvæmd sem mögulegt er. 

Skipulags og byggingarfulltrúi