Ástarbrautin - Átaksverkefni

Ástarbrautina ganga íbúar og gestir á Klaustri. Það er skemmtilegt að fylgjast með framgangi gróðurs…
Ástarbrautina ganga íbúar og gestir á Klaustri. Það er skemmtilegt að fylgjast með framgangi gróðurs og byggingaframkvæmdum ofan af Klausturfjallinu. (Ljósm. LM)

Við hjá Skaftárhreppi leitum að bændum/einstaklingum/verktökum sem eru klárir í að aðstoða okkur við að fullgera "ÁSTARBRAUTINA", eða þann hluta stígsins sem er uppi á fjallsbrúninni.

Verktaki og þá helst tveir þurfa að hafa yfir að ráða 6 hjóli með aftanívagni til efnisflutninga neðan úr þorpinu og upp á brún. Jafnframt er um að ræða efnisflutninga fram og til baka með og við stíginn sem og aðstoð við stígagerðina sjálfa. Hafi verktaki yfir að ráða mini-gröfu væri það kostur.

Verkið vinnst á tímabilinu ágúst-október 2021, ekkert endilega upp á dag hvern, fer allt eftir framgangi verks. Skaftárhreppur leggur til mann sem stýrir verkinu.

Verkefnið "ÁSTARBRAUTIN" er styrkt af framkvæmdasjóði ferðamannastaða.

Hvet alla sem hafa yfir að ráða 6 hjóli og hafa áhuga á aukaverkefni að hafa samband hið fyrsta. Getur verið fín viðbót við önnur störf hjá bændum, einstaklingum, verktökum..

Frekari upplýsingar veitir skipulags- og byggingarfulltrúi í síma 897-4837 eða um netfangið bygg@klaustur.is