Yfirlit frétta

Umsækjendur um starf sveitarstjóra Skaftárhrepps

Alls bárust 11 umsóknir um starf sveitarstjóra Skaftárhrepps

Opnun sýningar og hraðskákmót í Vík

Laugardaginn 9. júlí 2022 opnar sýning í tilefni af að 50 ár eru liðin frá skákeinvígi aldarinnar. Opnunarhátíðin hefst kl 14:00 í Kötlusetri. Hraðskákmót hefst klukkan 15:30

Nýr veitingastaður, Kjarr restaurant, á Klaustri

Veitingastaðurinn Kjarr restaurant opnaði á Kirkjubæjarklaustri 17. júní 2022. Kjarr restaurant er í húsnæðinu sem áður hýsti Kirkjubæjarstofu en var áður hótelið á Kirkjubæjarklaustri.

Hamrafoss café lokar tímabundið

Tækifæri til 5. júlí 2022 til að fá sér kaffi á þessu fallega kaffihúsi við þjóðveg 1

Laus störf stuðningsfulltrúa

Kirkjubæjarskóli á Síðu óskar eftir að ráða stuðningsfulltrúa. Um er að ræða tvær 50% stöður. Umsóknir skal senda á netfangið skolastjori@klaustur.is sem og fyrirspurnir um starfið. Með umsókn skal fylgja ferilskrá, meðmælendur og sakavottorð. Umsóknarfrestur er til 22.júlí 2022.

Gámavöllurinn opinn en ekki starfsmaður

Laugardaginn 2. júlí 2022 verður gámavöllurinn á Kirkjubæjarklaustri opinn 10 -14 en umsjónarmaður verður ekki á staðnum.