Visitklaustur

Friður og Frumkraftur 

   

Visitklaustur er í vinnslu og verður efni bætt inn smátt og smátt.

 

Hér er bent á  nokkrar upplýsingar fyrir ferðamenn og gesti í Skaftárhreppi.

Jötuninn í Lómagnúpi hefur horft  yfir sveitina öldum saman og fylgst með því sem þar hefur gerst. Hér eru nokkrar sögur. Ef smellt er á hverja sögu má fá hana lesna upp.

Sögur úr sveitinni

Skaftárstofa er gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs á Kirkjubæjarklaustri. Þangað eru allir velkomnir að skoða mosasýningu, fá upplýsingar um veður og færð, spjall og skemmtilegheit. Athygli er vakin á því að aðstæður kunna að leiða til frekari breytinga á afgreiðslutíma.

 

Ýmis þjónusta er í boði í sveitarfélaginu sem hentar ferðamönnum s.s. sundlaugin, verslanir, bensínstöðin, bílaþjónusta og fleira.

 

South.is Upplýsingar um gistingu, veitingastaði og afþreyingu í Skaftárhreppi má finna undir leitarorðinu Kirkjubæjarklaustur á South.is

 

Ferdalag.is Ferðamálastofa hefur safnað saman upplýsingum um þjónustu við ferðamenn um allt land og birt á vefnum ferdalag.is Leitarorðið er Kirkjubæjarklaustur

                   

 

Margar náttúruperlur eru í Skaftárhreppi.

 

Þar má nefna Dverghamra sem eru hér til hægri á myndinni. Þar hefur skógurinn vaxið og er staðurinn nánast óþekkjanlegur frá því sem áður var. 

Laufskálavarða er góður áningarstaður þegar komið er austur yfir Mýrdalssand. 

Góður áningarstaður er í Eldhrauninu og þar er útsýnispallur til að skoða hraunbreiðuna. 

Fjaðrárgljúfur er stutt frá þjóðveginum og ástæða til að skoða það, sumar sem vetur. 

Á Kirkjubæjarklaustri er Systrafoss, skógurinn, gönguleið upp á brúnina, Kirkjugólfið og Stjórnarfoss. Mjög skemmtileg tveggja tíma skoðunarferð. 

Í Landbrotinu eru gervigígarnir, Landbrotshólarnir. Það er skemmtileg gönguleið sem er kölluð Hæðargarðsleið og liggur um hólana. Upphaf göngunnar er við Skaftárbrúna og er þetta alls 9 km, létt ganga.