Viltu vinna í móttökunni hjá Unicars?

Þessi bíll fékk aðstoð frá verkstæðinu eftir að hafa fokið út af vegi við Lómagnúp
Þessi bíll fékk aðstoð frá verkstæðinu eftir að hafa fokið út af vegi við Lómagnúp

UniCars slf á Kirkjubæjarklaustri leitar eftir starfsmanni í fullt starf til að annast móttöku viðskiptavina á þjónustuverkstæði og önnur tilfallandi störf

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Móttaka viðskiptavina
  • Innskráning bíla / tækja í viðgerð
  • Móttaka og afgreiðsla varahlutapantana
  • Símsvörun þjónustuverkstæðis
  • Önnur tilfallandi störf

 

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Góð tölvukunnátta og reynsla af þjónustustörfum æskileg
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðhorf
  • Frumkvæði, áreiðanleiki og sjálfstæði í starfi
  • Skipulögð og öguð vinnubrögð
  • Íslenskukunnátta skilyrði, enskukunnátta kostur

 

UniCars slf er bílaverkstæði staðsett á Kirkjubæjarklaustri. Helstu verkefni eru viðgerðir á bílum, tækjum og vélum ásamt dráttabíla þjónustu og dekkjaviðgerðum.

 

Upplýsingar um starfið veitir Karl í síma 858-7657. Umsókn skal senda á netfangið karl@eldhraun.is