Vantar fólk til að veita aðstoð við daglegt líf og félagslegan stuðning

Laust starf hjá Félagsþjónustunni
Laust starf hjá Félagsþjónustunni

Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu auglýsir eftir starfsmanni í tímavinnu til að sinna stoðþjónustu. Starfið felst í aðstoð við daglegt líf og félagslegan stuðning.

Hæfniskröfur: Leitað er að einstaklingum sem búa yfir hæfni í mannlegum samskiptum, eru ábyrgir og traustir, sýna frumkvæði í starfi og geta unnið sjálfstætt. Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri. Starfið hentar jafnt körlum sem konum.

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Petrína Fr. Sigurðardóttir, Ráðgjafi í MFF í síma 487-8125 eða á petrina@felagsmal.is.