Textaskrif og vinnsla inn á vefinn Visit Iceland

Myndin er tekin af vef Ferðamálastofu
Myndin er tekin af vef Ferðamálastofu

Ferðamálastofa leitar að einstaklingum til efnisvinnslu og textaskrifa fyrir vefinn visiticeland.com og miðla tengdum honum.

Ferðamálastofa, Íslandsstofa og atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytið hafa með samkomulagi sín á milli ákveðið að vefurinn VisitIceland.com verði helsta upplýsingaveita fyrir ferðamenn á leið til landsins, á meðan dvöl þeirra á landinu stendur og eftir að heim er komið. Er þá m.a. horft til upplýsinga um framboð þjónustu, menningu, sögu, náttúru, fjölbreytileika landsins, aðgengi ferðamannastaða, öryggi og umhverfisvernd, veður og færð á vegum.

Mikilvægt er að í slíkri miðlun upplýsinga sé ítarlegt og vel unnið efni, bæði texti og myndir. Uppfærsla og endurnýjun á efni þarf að vera stöðug til að miðillinn sé lifandi og áreiðanlegur.

Leitað er að einstaklingum með fasta búsetu utan höfuðborgarsvæðisins en að öðru leyti er um störf án staðsetningar að ræða. Æskilegt er að viðkomandi geti haft starfsaðstöðu utan heimilis. Miðað er við að starfshlutfall sé að lágmarki 50%.

Þetta starf mætti vinna á Kirkjubæjarstofu 

Nánari upplýsingar á vef Ferðamálastofu