Stuðningsfulltrúa og skólaliðar óskast í Kirkjubæjarskóla á síðu

Kirkjubæjarskóli er á Kirkjubæjarklaustri. Við skólann er sundlaug, gott íþróttahús og mjög gott bók…
Kirkjubæjarskóli er á Kirkjubæjarklaustri. Við skólann er sundlaug, gott íþróttahús og mjög gott bókasafn.

Kirkjubæjarskóli á Síðu óskar eftir að ráða stuðningsfulltrúa. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Um er að ræða tvær 50% stöður eða eina 100% stöðu.

Stuðningsfulltrúi er kennara til aðstoðar við að sinna einum og/eða fleiri nemendum sem þurfa sérstaka aðstoð. Starfið miðar fyrst og fremst að því að auka færni og sjálfstæði nemenda, félagslega, námslega -og í daglegum athöfnum.


Einnig eru lausar tvær stöður skólaliða, starfshlutfall 80-100% eða eftir samkomulagi
Skólaliði tekur þátt í uppeldisstarfi og öðrum störfum sem fram fara innan skólans. Megin áhersla er lögð á velferð og vellíðan nemenda. Hann sér um að halda húsnæði og skólalóð hreinni.


Menntun og hæfniskröfur

• Kostur að hafa lokið námi sem stuðningsfulltrúi/skólaliði
• Hafa reynslu af störfum með börnum
• Færni í samskiptum, lipurð, sveigjanleika og jákvæðni.
• Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.
• Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð og stundvísi.
• Geta tjáð sig lipurlega á íslensku
• Flekklaus starfsferill og hreint sakavottorð

Launkjör fara eftir samningum Sambands ísl. sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Umsóknir skal senda á netfangið skolastjori@klaustur.is sem og fyrirspurnir um starfið.
Með umsókn skal fylgja ferilskrá, meðmælendur og sakavottorð. Umsóknarfrestur er til 21.8.2022.

Skólastjóri Kirkjubæjarskóla á Síðu