Íþróttamiðstöð og sundlaug

Íþróttamiðstöðin Kirkjubæjarklaustri er við Kirkjubæjarskóla á Síðu. Í Íþróttamiðstöðinni er íþróttasalur og líkamsrækt. Þar er líka sundlaug, með tveimur heitum pottum.

Innangengt er úr Kirkjubæjarskóla í íþróttamiðstöðina og eru þar íþrótta- og sundtímar fyrir nemendur en jafnframt opið fyrir almenning. 

Íþróttahúsið var tekið í notkun 2004. Sundlaug hafði verið við Kirkjubæjarskóla frá árinu 1975 en byggð var ný sundlaug 2007.  

 

Íþróttamiðstöðin Kirkjubæjarklaustri

Opnunartími sundlaugar er eftirfarandi:

Mánudaga til laugardaga frá 11.00 til 19.00

Lokað á sunnudögum

 

Hægt er að leigja tíma í íþróttasal. It is possible to rent the Sports Hall for groubs  s. 487 4656

Hætt er að selja inn hálftíma fyrir lokun og ætlast til að gestir hafi yfirgefið húsið á lokunartíma.

Every guest has to leave the house at the time it is closed. 

 

Forstöðumaður: Sigmar Helgason

Netfang: itrottamidstod@klaustur.is

S. 487 4656

Heimilisfang: Klausturvegur 4, 880 Kirkjubæjarklaustur