Kammertˇnleikar

 

Kammertónleikar á Kirkjubæjarklaustri  

Sönghátíð og tónlistarsmiðja fyrir börn

Helgina 26.-28. júní 2015

Kammer

Sönghátíðin Kammertónleikar á Kirkjubæjarklaustri heldur upp á aldarfjórðungsafmæli sitt í ár með þrennum tónleikum og tónlistarsmiðju helgina 26.-28. júní. Innblásturinn að hátíðinni að þessu sinni er minningin um ensku söngkonuna og söngkennarann Rut Magnússon, sem fluttist til Íslands árið 1966 eftir glæstan söngferil í Bretlandi og auðgaði íslenskt menningarlíf svo um munaði, þar til hún lést árið 2010. Þrjár söngkonur sem nutu leiðsagnar Rutar munu koma fram, hver í sínum stíl, þær Ólöf Arnalds, Hallveig Rúnarsdóttir og Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, sem jafnframt er listrænn stjórnandi hátíðarinnar. Ólöf hefur undanfarið verið á tónleikaferðalögum um Evrópu og Bandaríkin, Hallveig hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin sem söngkona ársins 2013 en Guðrún hefur komið fram á tónleikum um alla Evrópu og í Suður-Ameríku. Með þeim leika Árni Heimir Ingólfsson á píanó, Skúli Sverrisson á bassa og Francisco Javier Jáuregui á gítar. Páll Ragnar Pálsson, sem nýverið lauk doktorsprófi í tónsmíðum í Eistlandi, hefur samið nýtt verk  „Úr Lilju", eftir pöntun hátíðarinnar og munu þau Guðrún og Javier frumflytja það laugardaginn 27. júní.  Elfa Lilja Gísladóttir, sem er nýkomin frá Kína þar sem hún leiðbeindi tvöhundruð tónlistarkennurum, mun leiða skapandi tónlistarsmiðju með 6-10 ára gömlum börnum og taka þau þátt með tónlistarmönnunum í lokatónleikum hátíðarinnar, sem eru fjölskyldutónleikar, sunnudaginn 28. júní kl 15:00. Skráning í tónlistarsmiðju og miðapantanir eru í netfanginu kammertonleikar@gmail.com.

Tónlistarsmiðja

Allar frekari upplýsingar má finna á heimasíðu hátíðarinnar www.kammertonleikar.is og á Facebook https://www.facebook.com/kammertonleikar

 

Tónleikar:

 

Föstudagur 26.6.2015 kl. 21:00     ENDURVARP

Ólöf Arnalds og Skúli Sverrisson flytja eigin tónlist.

 

Laugardagur 27.6.2015 kl. 17:00     IN MEMORIAM

Árni Heimir Ingólfsson, Francisco Javier Jáuregui, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir og Hallveig Rúnarsdóttir og flytja tónlist eftir Dowland, Rosseter, Pál Ragnar Pálsson, Mendelssohn, Sondheim og Poulenc.

 

Sunnudagur 28.6.2015 kl. 15:00     FJÖLSKYLDUTÓNLEIKAR

Árni Heimir Ingólfsson, Francisco Javier Jáuregui, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, Hallveig Rúnarsdóttir, Ólöf Arnalds og Skúli Sverrisson flytja íslenska tónlist. Börn í tónlistarsmiðju koma einnig fram.

www.kammertonleikar.is

Tónlistarsmiðja fyrir 6-10 ára börn:

Laugardagur 27.6.2015 kl. 10:00-12:00 og 14:00-16:00

Sunnudagur 28.6.2015 kl. 10:00-12:00 og mæting kl. 14:00 fyrir tónleika kl. 15:00