Hˇlasport

Hólasport rekur fjórhjólaleigu við Efri-Vík, Hótel Laka í Landbroti, 4 km frá Kirkjubæjarklaustri. 

Umhverfið sem við ferðumst um er margbrotið; hraun, sandar, gervigígar, vatn ,fjara og hellar. Við okkur blasa Öræfajökull og Mýrdalsjökull, þar sem þeir teygja sig stoltir til himins og til suðurs hvílir augað í óendanleika himins og hafs.

Við munum gera ævintýraferðina ykkar að ógleymanlegri skemmtun. Í allar fjórhjólaferðir sem fjórhjólaleigan okkar hefur í boði fer leiðsögumaður með í ferðina, kennir ykkur á hjólin og fer yfir öryggisreglur. 

Hólasport fer einnig í skipulagðar dagsferðir á  jeppanum okkar, sem við köllum Skessuna.  Við bjóðum  upp á ferðir í Lakagíga, þaðan sem eitt stærsta hraun rann á sögulegum tíma.  Einnig förum við í frábærar útsýnisferðir á stórum jeppum í Núpsstaðaskóga eftir pöntunum. Þá tökum við að okkur sérferðir, hvort sem er á fjórhjólum eða jeppum, en þær þarf að panta sérstaklega. 

Leyfðu okkur að dekra við þig á alla lund og veittu þér og þínum ógleymanlega upplifun í faðmi sunnlenskra jökla.

Sjá nánar hér

Hólasport
Hótel Laka, Efri-Vík
880 Kirkjubæjarklaustur
Sími 660-1151

Netfang: holasport@holasport.is