Sveinstindur-SkŠlingar me­ Fer­afÚlaginu ┌tivist (4 dagar)

Þessi leið, sem líka kölluð Strútsstígur,  er helsta skrautfjöður Útivistar. Ferðin hefst með göngu á Sveinstind. Útsýnið yfir hinn margrómaða Langasjó, sem kúrir upp við Vatnajökul, er hreint ólýsanlegt. Í góðu skyggni má líta yfir bróðurpart hálendis Íslands. Leiðin liggur svo um fáfarnar slóðir, söndugar og mosavaxnar; meðfram Skaftá og um leynistigu með Uxatindum og fram grösuga Skælinga, en ganga á Gjátind og um sjálfa Eldgjá er góður lokakafli á þessari margbreytilegu göngu sem lýkur í Hólaskjóli. Rétt er að vekja athygli ferðalanga á því að í upphafi ferðar er ekið framhjá Hólaskjóli og því geta þeir sem vilja gera sér dagamun í lok ferðar skilið þar eftir vistir.

Ferðirnar um Sveinstind - Skælinga eru trússferðir. Farangur er fluttur á milli náttstaða, svo að þátttakendur þurfa aðeins að bera bakpoka með nesti og hlífðarfötum.

Sjá nánar á vefsíðu Útivistar

 

Ferðafélagið Útivist
Laugavegi 178
105 Reykjavík
sími 562-1000

netfang: utivist@utivist.is