Laki-Skaftafell

Alvöru níu daga bakpokaferð um upplönd Síðu og Hverfis með Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum

Alvöru bakpokaferð um eitt stórkostlegasta svæði landsins þar sem ferðalangur skynjar vel andstæður elds og ísa og hvernig þessi náttúrufyrirbæri hafa tekist á í mótun landsins frá örófi alda.

Stórbrotið og síbreytilegt landslag er rammi þessarar bakpokaferðar. Drjúgur spotti er gengin á jökli til þess að krækja fyrir tvö af stærri jökulfljótum landsins. Gengið er frá Laka um Eldborgirnar, yfir Hverfisfljót og Djúpá með og á jaðri Síðujökuls, um Beinadal og Núpsárhraun, og síðan niður með Núpsárgljúfrum. Haldið áfram yfir í tröllsleg fjöll í baklandi þjóðgarðsins í Skaftafelli. Gengið er upp með Núpsárgljúfrum upp að Grænalóni, aðþrengdu jökulstífluðu vatni milli Eggja og Grænafjalls. Ein mesta íselfur landsins, Skeiðarárjökull, er þveruð á einum degi og í dagslok er gist á einhverjum stórkostlegasta tjaldstað sem fyrir finnst. Þessi ferð býður upp á ólíka þætti íslensks náttúrufars og skilur eftir upplifanir sem endast.

Ein flottasta leið Íslenskra Fjallaleiðsögumanna frá upphafi. Ferð sem sameinar ólíka þætti íslenskrar náttúru og býður upp á fjölbreytt gönguland og ,agnaða upplifun.

Sjá nánar hér.

 

Íslenskir fjallaleiðsögumenn
Vagnhöfða 7b
110 Reykjavík
Sími 587 9999

Netfang: mountainguides@mountainguides.is