═slenskir fjallalei­s÷gumenn

Íslenskir fjallaleiðsögumenn fara ferðir um hálendi Skaftárhrepps

Sjá allt um ferðir og bókinar á www. fjallaleidsogumenn.is

Árið 1783 hófst í Lakagígum eitt stærsta gos Íslandssögunnar, Skaftáreldar. Skaftáreldar stóðu í hálft ár og gosmagnið sem úr iðrum jarðar kom er eitt hið mesta úr einu gosi, ekki aðeins á Íslandi heldur á heimsvísu. Hraunið sem rann í Skaftáreldum, Eldhraun, þekur 565 ferkílómetra og teygir sig niður af Síðuafréttinum austan og vestan við hina raunverulegu Síðu. Þó gosið og eftirstöðvar þess hafi á sínum tíma verið stórkostlegar náttúruhamfarir sem settu allt daglegt líf úr skorðum og ollu umtalsverðum hörmungum á landinu er fátt sem bendir til þeirrar staðreyndar þegar ferðalangur stendur á tindi Laka og horfir yfir gígaröðina og hraunbreiðuna. Þetta er trúlega einn af mögnuðustu útsýnisstöðum Íslands og upplifunin er margslungin þegar hrópandi andstæður landslagsins blasa við. Í þeim er bæði mýkt og harka, mosi og auðn.


Þó undarlegt megi virðast eru þetta ekki fjölfarnar slóðir og því umlykur öræfakyrrðin okkur á þessum magnþrungna stað. Hérna gefst kjörið tækifæri til þess að njóta öræfanna í öllu sínu veldi, opna sál sína fyrir orkunni og hverfa frá amstri daganna.


netfang:fyrirspurn@fjallaleiðsögumenn.is