A­rar skipulag­ar g÷ngufer­ir um Skaftßrhrepp ßri­ 2011

     

Núpsstaðarskógar (helgarferð) – Ferðafélagið Útivist

Í skjóli Vatnajökuls eru margar perlur og er Núpsstaðarskógur ótvírætt í þeim hópi. Fagurt skóglendi og sérstæð vatnsföll, en ofar hálendislandslag með stórkostlegum gljúfrum. Dvalið um verslunarmannahelgina í þessari einstöku paradís og gengið um svæðið.  Sjá nánar hér.

Djúpárdalur – Núpsstaðarskógar (5 dagar) – Ferðafélagið Útivist
Gengið með allan viðlegubúnað um fagurt og algjörlega ósnortið landsvæði. Lagt af stað upp með Djúpá í Fljótshverfi og henni fylgt til upptaka. Þaðan verður haldið að Grænafjalli og m.a. skoðað hið litfagra Taumagil, ölkeldur o.fl. Gengið með Grænalóni og síðan niður með Núpsá með öllum sínum stórkostlegu gljúfrum, um Skessutorfur, niður Kálfsklif og endað í Núpsstaðarskógum.  Sjá nánar hér.


Ferðafélagið Útivist
Laugavegi 178
105 Reykjavík
sími 562-1000

netfang: utivist@utivist.is