Skipulags- og byggingafulltr˙i

Klausturvegi 10
880 KIRKJUBÆJARKLAUSTUR

Skipulags- og byggingarfulltrúi er Ólafur E. Júlíusson

Netfang: bygg@klaustur.is

Skrifstofan er opin mánudaga til fimmtudaga frá 10 - 14 og föstudaga frá 10 - 13.

Þegar sótt er um byggingarleyfi þurfa eftirtalin gögn að fylgja:
1. Skrifleg byggingarleyfisumsókn, á þar til gerðu eyðublaði.
2. Aðaluppdrættir, byggingarnefndarteikning, í þríriti, sbr. 18. gr. byggingarreglugerðar nr. 441/1998, árituð af aðalhönnuði sem einnig er samræmingarhönnuður (sérteikningar mega berast síðar).
3. Skráningartafla fyrir húsið.
4. Staðfesting á því að hönnuður sé með löggildingu og gilda ábyrgðartryggingu, sbr. 47. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Það sama á við um alla hönnuði sem að verkinu koma.
5. Vottun frá Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins (Rb), Brunamálastofnun ríkisins eða öðrum viðurkenndum aðilum, sbr. 120 gr. byggingarreglugerðar nr. 441/1998, sé t.d. um að ræða verksmiðjuframleidd einingahús, innlend eða innflutt.
6. Byggingareining (húseining, húshluti, byggingarhluti) sem framleidd er í verksmiðju eða á verkstæði og ætlað er ákveðið sérhæft hlutverk í byggingu skal ávallt bera vottun samkvæmt ákvæðum í gr. 120.
7. Frístundahúsi eða sambærilegu húsi sem byggt er utan lóðar skal fylgja vottorð frá byggingarfulltrúa þess svæðis sem það er byggt á.

Fundir Skipulags og byggingarnefndar eru að jafnaði fyrsta mánudag í hverjum mánuði. Gögn sem taka á fyrir á fundi þurfa að berast í síðasta lagi á föstudegi fyrir fund. Eftir að uppdrættir hafa verið samþykktir í Skipulags og byggingarnefnd þarf m.a. eftirfarandi að liggja fyrir áður en byggingarleyfi er gefið út og framkvæmdir geta hafist:


1. Sveitarstjórn hefur staðfest samþykkt Skipulags- og byggingarnefndar um veitingu byggingarleyfis og byggingarfulltrúi hefur áritað aðaluppdrætti.
2. Staðfesting á greiðslu byggingarleyfisgjalda eða að samið hafi verið um greiðslu þeirra.
3. Áritun byggingarstjóra sem ber ábyrgð á að verkið sé unnið samkvæmt samþykktum uppdráttum á þar til gerðu eyðublaði, sbr. 51. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
4. Byggingarstjóri skal framvísa staðfestingu frá tryggingarfélagi á því að hann hafi í gildi ábyrgðartryggingu.
5. Byggingarstjóri skal í samráði við húsbyggjanda ráða iðnmeistara að verkinu, hvern á sínu sviði og senda inn ábyrgðaryfirlýsingu þeirra á þar til gerðu eyðublaði.
6. Séruppdrættir skulu berast eftir því sem við á hverju sinni.
7. Samþykki meðeigenda s.br. 43. gr. laga nr. 73/1997.

Ekki er hér um tæmandi upplýsingar að ræða heldur aðeins vakin athygli á því helsta sem væntanlegur húsbyggjandi þarf að vita.

Skylt er að úttektir fari fram nema um annað hafi verið samið og skal lokaúttekt alltaf fara fram í samræmi við 53. gr. byggingarreglugerðar nr. 441/1998. Viðstaddir lokaúttekt skulu vera byggingarfulltrúi slökkviliðsstjóri og byggingarstjóri og skal meisturum og hönnuðum tilkynnt um úttektina og geta þeir verið viðstaddir óski þeir þess.

Byggingarstjóri skal við lok framkvæmda staðfesta skriflega að byggt hafi verið í samræmi við samþykkta uppdrætti, lög og reglugerðir.Skipulags- og byggingarfulltrúi Skaftárhrepps