Klausturhˇlar hj˙krunar- og dvalarheimili

Klausturhólar

Klausturhólar  hjúkrunar- og dvalarheimili
Klausturhólum 3
880 Krkjubæjarklaustri
sími  487 4870

 
klausturholar@klaustur.is

Hjúkrunarforstjóri er Matthildur Pálsdóttir.

Klausturhólar er hjúkrunar og dvalarheimili á Kirkjubæjarklaustri. Heimilið er með 16 hjúkrunarrými, 2 dvalarrými og 1 dagvistarrými. Öll herbergin eru einbýli með snyrtingu og sturtu, stór og rúmgóð. Þar sem heimilið er allt á einni hæð eru góðir gangar þar sem hægt er að liðka sig og æfa. Ekki spillir útsýnið fyrir,  Vatnajökull í allri sinni dýrð er eins og málverk fyrir utan gluggann. Séu laus hjúkrunarrými eru þau nýtt til hvíldarinnlagna. Heilbrigðisstofnun Suðurlands og útskriftarteymi Landspítalans ganga þar fyrir að öllu jöfnu. Fallegur garður er við heimilið og aðstaða til útiveru góð.