Félags- og skólaţjónusta Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu

www.felagsogskolamal.is 

Félags- og skólaþjónusa Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu er rekin í tveimur deildum.  Annarsvegar félagsmáladeild, á Suðurlandsvegi 1-3 á Hellu og skólaþjónustudeild, á Ormsvelli 1 á Hvolsvelli.

Byggðasamlag um félagsþjónustu í Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslum tók til starfa á árinu 2003. Að byggðasamlaginu standa Ásahreppur, Rangárþing ytra, Rangárþing eystra, Mýrdalshreppur og Skaftárhreppur en sá síðast nefndi gekk að fullu í samlagið um áramótin 2005-2006. Fyrsti félagsmálastjórinn tók til starfa í ágúst árið 2003 og árið 2005 var bætt við einu stöðugildi félagsráðgjafa. Árið 2009 var síðan ráðinn deildarstjóri heimaþjónustu, fyrir öll sveitarfélögin, í 90 % stöðu hjá Félagsþjónustunni. Seint á árinu 2011 var bætt við 40% staða félagsráðgjafa í málefnum fatlaðra, en málaflokkurinn var settur frá ríki til sveitafélaga áramótin 2010-2011.
Sími félagsþjónustunnar er 487-8125 og netfang er katrin@felagsmal.is 

Við skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu starfa 4 starfsmenn í 3,1 stöðugildi, stjórnandi/kennsluráðgjafi grunnskóla, sálfræðingur, kennsluráðgjafi leikskóla og talmeinafræðingur. Sálfræðingurinn er staðsettur í húsnæði félagsþjónustunnar að Suðurlandsvegi 1 – 3 á Hellu, s. 487-8125, en aðrir starfsmenn eru í húsnæði skólaþjónustunnar að Ormsvelli 1 á Hvolsvelli, s. 4878107. Netfangið er skolamal@skolamal.is .

 

Að byggðarsamlaginu standa fimm aðildarsveitarfélög en þau eru:
Ásahreppur, Rangárþing Ytra, Rangárþing Eystra, Mýrdalshreppur og Skaftárhreppur

Íbúafjöldi á þjónustusvæðinu árið 2013 er 4.349 skv. Hagstofu Íslands og skiptist hann milli sveitarfélaga á eftirfarandi hátt: Ásahreppur 191, Rangárþing ytra 1518, Rangárþing eystra 1735 , Mýrdalshreppur 462 og Skaftárhreppur 443.
Á svæðinu starfa fimm leikskólar og fimm grunnskólar. Heilsugæslustöðvar eru fjórar og eru hluti af Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Vegalengd enda á milli á þjónustusvæðinu eru miklar, frá Þjórsá í vestri að Lómagnúp í austri. Algengast er að starfsmenn ferðist á milli þéttbýliskjarna á svæðinu en einnig eru ferðir um sveitirnar nokkuð algengar.