KirkjubŠjarskˇli

KBS
Kirkjubæjarskóli
Klausturvegi 4
880 KIRKJUBÆJARKLAUSTUR
Sími: 487 4633
Heimasíða: www.kbs.is
Netfang: skoli@klaustur.is

Skólastjóri:
Katrín Gunnarsdóttir
Skerjavöllum 3
880 KIRKJUBÆJARKLAUSTUR

Netfang: skolastjori@klaustur.is
Sími: 487 4805

Leikskˇlinn KŠribŠr


Leikskólinn Kæribær

Skaftárvöllum
880 KIRKJUBÆJARKLAUSTUR

Sími: 487 4803
Netfang: leikskoli@klaustur.is
Vefslóð: www.kaeribaer.leikskolinn.is

Leikskólinn Kæribær hefur heilsdagsrými fyrir 32 börn. 

Leikskólastjóri:
Guðrún Sigurðardóttir

 

Klausturhˇlar hj˙krunar- og dvalarheimili

Klausturhólar

Klausturhólar  hjúkrunar- og dvalarheimili
Klausturhólum 3
880 Krkjubæjarklaustri
sími  487 4870

 
klausturholar@klaustur.is

Hjúkrunarforstjóri er Matthildur Pálsdóttir.

Klausturhólar er hjúkrunar og dvalarheimili á Kirkjubæjarklaustri. Heimilið er með 16 hjúkrunarrými, 2 dvalarrými og 1 dagvistarrými. Öll herbergin eru einbýli með snyrtingu og sturtu, stór og rúmgóð. Þar sem heimilið er allt á einni hæð eru góðir gangar þar sem hægt er að liðka sig og æfa. Ekki spillir útsýnið fyrir,  Vatnajökull í allri sinni dýrð er eins og málverk fyrir utan gluggann. Séu laus hjúkrunarrými eru þau nýtt til hvíldarinnlagna. Heilbrigðisstofnun Suðurlands og útskriftarteymi Landspítalans ganga þar fyrir að öllu jöfnu. Fallegur garður er við heimilið og aðstaða til útiveru góð.

Tˇnlistarskˇli

Tónlistarskóli Skaftárhrepps
Klausturvegi 4
880 KIRKJUBÆJARKLAUSTUR

Sími: 690 4519
Netfang: tonlist@klaustur.is 

Tónlistarskóli Skaftárhrepps er með aðstöðu í húsnæði Kirkjubæjarskóla og er mikil og góð samvinna milli skólanna. 

Skólastjóri tónlistarskólans er Zbigniew Zuchowicz

 

HÚra­sbˇkasafn

Bókasafnið

Héraðsbókasafn
Klausturvegi 4
880 KIRKJUBÆJARKLAUSTUR
Sími: 487 4808
Netfang: bokasafn@klaustur.is

Vetraropnun15. ágúst - 15. júní

  • Mánudaga     8.30 - 13:30
  • Þriðjudaga    8:30 - 13:30
  • Miðvikudaga 8:30 - 13:30 og 16:30-19:00
  • Fimmtudaga 8:30 - 13:30

Forstöðumaður

Björk Ingimundardóttir  

═■rˇttami­st÷­in

Íþróttamiðstöðin Kirkjubæjarklaustri
Klausturvegi 4
880 KIRKJUBÆJARKLAUSTUR

Netfang: itrottamidstod@klaustur.is

Vetraropnun 11 - 20 alla daga nema sunnudaga þá er opið 15 - 20

Sumaropnun  10 - 20 alla daga. 

Selt er ofan í sundlaugina til 19:30 og gert ráð fyrir að gestir í líkamsræktinni og sundlauginni yfirgefi húsið klukkan 20

Sími: 487 4656

Sundlaugin á Kirkjubæjarklaustri er við íþróttahúsið og Kirkjubæjarskóla. Gamla sundlaugin, sem byggð var árið 1974, var rifin vorið 2006 og byggð ný sundlaug og settir heitir pottar.  Íþróttahúsið var vígt haustið 2004 og hefur gerbreytt allri aðstöðu til íþróttaiðkunar í Skaftárhreppi.  Búningsklefar og þjónustubygging eru samnýtt af sundlaug og íþróttahúsi en með tengingunni varð til fullkomin íþróttamiðstöð.

Eftir að Sorporkustöðinni var lokað í desember 2012 var ákveðið að fá varmadælu til upphitunar á íþróttamannvirkjunum.  Þessi varmadæla hefur reynst ljómandi vel og skilar jafn góðri ef ekki betri nýtingu á raforku til upphitunar en sorporkustöðin hafði gert áður.

Skipulags- og byggingafulltr˙i

Klausturvegi 10
880 KIRKJUBÆJARKLAUSTUR

Skipulags- og byggingarfulltrúi er Ólafur E. Júlíusson

Netfang: bygg@klaustur.is

Skrifstofan er opin mánudaga til fimmtudaga frá 10 - 14 og föstudaga frá 10 - 13.

Þegar sótt er um byggingarleyfi þurfa eftirtalin gögn að fylgja:
1. Skrifleg byggingarleyfisumsókn, á þar til gerðu eyðublaði.
2. Aðaluppdrættir, byggingarnefndarteikning, í þríriti, sbr. 18. gr. byggingarreglugerðar nr. 441/1998, árituð af aðalhönnuði sem einnig er samræmingarhönnuður (sérteikningar mega berast síðar).
3. Skráningartafla fyrir húsið.
4. Staðfesting á því að hönnuður sé með löggildingu og gilda ábyrgðartryggingu, sbr. 47. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Það sama á við um alla hönnuði sem að verkinu koma.
5. Vottun frá Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins (Rb), Brunamálastofnun ríkisins eða öðrum viðurkenndum aðilum, sbr. 120 gr. byggingarreglugerðar nr. 441/1998, sé t.d. um að ræða verksmiðjuframleidd einingahús, innlend eða innflutt.
6. Byggingareining (húseining, húshluti, byggingarhluti) sem framleidd er í verksmiðju eða á verkstæði og ætlað er ákveðið sérhæft hlutverk í byggingu skal ávallt bera vottun samkvæmt ákvæðum í gr. 120.
7. Frístundahúsi eða sambærilegu húsi sem byggt er utan lóðar skal fylgja vottorð frá byggingarfulltrúa þess svæðis sem það er byggt á.

Fundir Skipulags og byggingarnefndar eru að jafnaði fyrsta mánudag í hverjum mánuði. Gögn sem taka á fyrir á fundi þurfa að berast í síðasta lagi á föstudegi fyrir fund. Eftir að uppdrættir hafa verið samþykktir í Skipulags og byggingarnefnd þarf m.a. eftirfarandi að liggja fyrir áður en byggingarleyfi er gefið út og framkvæmdir geta hafist:


1. Sveitarstjórn hefur staðfest samþykkt Skipulags- og byggingarnefndar um veitingu byggingarleyfis og byggingarfulltrúi hefur áritað aðaluppdrætti.
2. Staðfesting á greiðslu byggingarleyfisgjalda eða að samið hafi verið um greiðslu þeirra.
3. Áritun byggingarstjóra sem ber ábyrgð á að verkið sé unnið samkvæmt samþykktum uppdráttum á þar til gerðu eyðublaði, sbr. 51. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
4. Byggingarstjóri skal framvísa staðfestingu frá tryggingarfélagi á því að hann hafi í gildi ábyrgðartryggingu.
5. Byggingarstjóri skal í samráði við húsbyggjanda ráða iðnmeistara að verkinu, hvern á sínu sviði og senda inn ábyrgðaryfirlýsingu þeirra á þar til gerðu eyðublaði.
6. Séruppdrættir skulu berast eftir því sem við á hverju sinni.
7. Samþykki meðeigenda s.br. 43. gr. laga nr. 73/1997.

Ekki er hér um tæmandi upplýsingar að ræða heldur aðeins vakin athygli á því helsta sem væntanlegur húsbyggjandi þarf að vita.

Skylt er að úttektir fari fram nema um annað hafi verið samið og skal lokaúttekt alltaf fara fram í samræmi við 53. gr. byggingarreglugerðar nr. 441/1998. Viðstaddir lokaúttekt skulu vera byggingarfulltrúi slökkviliðsstjóri og byggingarstjóri og skal meisturum og hönnuðum tilkynnt um úttektina og geta þeir verið viðstaddir óski þeir þess.

Byggingarstjóri skal við lok framkvæmda staðfesta skriflega að byggt hafi verið í samræmi við samþykkta uppdrætti, lög og reglugerðir.Skipulags- og byggingarfulltrúi Skaftárhrepps

KirkjubŠjarstofa

Kirkjubæjarstofa Rannsóknar- og fræðasetur

Kirkjubæjarstofa er rannsókna- og fræðasetur á sviði náttúrufars, sögu og menningar.

Klausturvegi 2

880 Kirkjubæjarklaustur

S: 487 4645

netfang: kbstofa@simnet.is

FÚlags- og skˇla■jˇnusta Rangßrvalla- og Vestur- Skaftafellssřslu

www.felagsogskolamal.is 

Félags- og skólaþjónusa Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu er rekin í tveimur deildum.  Annarsvegar félagsmáladeild, á Suðurlandsvegi 1-3 á Hellu og skólaþjónustudeild, á Ormsvelli 1 á Hvolsvelli.

Byggðasamlag um félagsþjónustu í Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslum tók til starfa á árinu 2003. Að byggðasamlaginu standa Ásahreppur, Rangárþing ytra, Rangárþing eystra, Mýrdalshreppur og Skaftárhreppur en sá síðast nefndi gekk að fullu í samlagið um áramótin 2005-2006. Fyrsti félagsmálastjórinn tók til starfa í ágúst árið 2003 og árið 2005 var bætt við einu stöðugildi félagsráðgjafa. Árið 2009 var síðan ráðinn deildarstjóri heimaþjónustu, fyrir öll sveitarfélögin, í 90 % stöðu hjá Félagsþjónustunni. Seint á árinu 2011 var bætt við 40% staða félagsráðgjafa í málefnum fatlaðra, en málaflokkurinn var settur frá ríki til sveitafélaga áramótin 2010-2011.
Sími félagsþjónustunnar er 487-8125 og netfang er katrin@felagsmal.is 

Við skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu starfa 4 starfsmenn í 3,1 stöðugildi, stjórnandi/kennsluráðgjafi grunnskóla, sálfræðingur, kennsluráðgjafi leikskóla og talmeinafræðingur. Sálfræðingurinn er staðsettur í húsnæði félagsþjónustunnar að Suðurlandsvegi 1 – 3 á Hellu, s. 487-8125, en aðrir starfsmenn eru í húsnæði skólaþjónustunnar að Ormsvelli 1 á Hvolsvelli, s. 4878107. Netfangið er skolamal@skolamal.is .

 

Að byggðarsamlaginu standa fimm aðildarsveitarfélög en þau eru:
Ásahreppur, Rangárþing Ytra, Rangárþing Eystra, Mýrdalshreppur og Skaftárhreppur

Íbúafjöldi á þjónustusvæðinu árið 2013 er 4.349 skv. Hagstofu Íslands og skiptist hann milli sveitarfélaga á eftirfarandi hátt: Ásahreppur 191, Rangárþing ytra 1518, Rangárþing eystra 1735 , Mýrdalshreppur 462 og Skaftárhreppur 443.
Á svæðinu starfa fimm leikskólar og fimm grunnskólar. Heilsugæslustöðvar eru fjórar og eru hluti af Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Vegalengd enda á milli á þjónustusvæðinu eru miklar, frá Þjórsá í vestri að Lómagnúp í austri. Algengast er að starfsmenn ferðist á milli þéttbýliskjarna á svæðinu en einnig eru ferðir um sveitirnar nokkuð algengar. 

Sl÷kkvist÷­in KirkjubŠjarklaustri

Slökkvistöðin Kirkjubæjarklaustri
Iðjuvöllum 5
880 KIRKJUBÆJARKLAUSTRI

Sími: 487 4717
Brunaútkall: 112

Slökkvilið Skaftárhrepps hefur yfir að ráða tveimur slökkvibílum. Slökkviliðsstjóri sér um viðhald slökkvitækja og almenna  
þjónustu.

Slökkviliðsstjóri:
Bjarki V. Guðnason
Maríubakka
880 KIRKJUBÆJARKLAUSTUR

Sími: 869 5877

netfang: bjarkig@klaustur.is

Sorporkust÷­

Sorporkustöð
Klausturvegi 4
880 KIRKJUBÆJARKLAUSTUR

Sími: 487 4876

26. mars 2003 tók umhverfisráðherra formlega í notkun nýja sorporkustöð á Kirkjubæjarklaustri. Tilurð sorporkubrennslu á Kirkjubæjarklaustri á sér nokkurn  
aðdraganda. Eftir miklar vangaveltur um heppilegustu lausnir á afsetningu sorps var endanlega ákveðið árið 1998 að gera tilraun með háhitabrennslu sorps, sem jafnframt myndi leysa af hólmi svartolíubrennslu, sem um áratugaskeið hafði verið notuð til upphitunar á skólahúsnæði staðarins.
Keypt var sorporkuvél frá fyrirtækinu Hoval í Lichtenstein, sem tekin var í notkun árið 1999 og var henni komið fyrir í gám á skólalóðinni. Ekki var talið ráðlegt að ráðast í uppbyggingu varanlegs húsnæðis fyrir starfsemina á þeim tíma, menn vildu sjá starfsemina virka áður en í slíkt væri ráðist. Á ýmsu gekk í glímu við alls kyns barnasjúkdóma og efasemdaraddir. Reynslan herti menn þó í að halda áfram og árið 2001 var hafist handa við að skipta um jarðveg undir væntanleg mannvirki á lóðinni. Hús var reist sumarið 2002 og ný vél keypt síðastliðið haust.

Með tilkomu nýrrar og afkastameiri vélar, sem eins og eldri vélin kemur frá Hoval í Lichtenstein, er gert ráð fyrir að hægt verði að eyða öllu brennanlegu sorpi, sem til fellur í sveitarfélaginu og e.t.v. eitthvað umfram það. Nýverið er farið að sækja brennanlegt sorp úr öllu sveitarfélaginu. Sorpið er sótt heim að dyrum og ekki er gert ráð fyrir að reka nema einn hefðbundinn gámavöll, sem staðsettur er á Kirkjubæjarklaustri.
Ekki er tekið við lífrænu sorpi úr dreifbýlinu og söfnunartíðni er þar lág, safnað er einu sinni á 4 vikna fresti. Þessi lága söfnunartíðni ræðst af því hversu byggðin er dreifð og vegalengdir miklar. Í þéttbýlinu er sorp sótt vikulega og tekið við lífrænu sorpi hjá þeim, sem ekki jarðgera sjálfir, og það jarðgert miðlægt.

Afköst gömlu vélarinnar eru 500 kg af sorpi á dag og orkuframleiðsla 195 KW.
Uppgefin afköst nýju vélarinnar eru 1200 - 1400 kg af sorpi á dag og orkuframleiðsla 440 KW. Samanlagt eru uppgefin afköst beggja vélanna því rúmlega 0,6 MW
Nýja vélin hitar vatn sem er í 40 þúsund lítra miðlunargeymi. Frá geyminum er vatnið síðan leitt inn á hitakerfi skóla og sundlaugar. Þegar orkuvélin er ekki í gangi og hitastig í miðlunargeyminum fellur niður fyrir ákveðið mark tekur rafmagnstúpa við en gamli olíuketillinn er jafnframt til staðar ef á þarf að halda.

Búið er að steypa grunn og gólfplötu fyrir íþróttahús við hliðina á sorporkustöðvarhúsinu og er fyrirhugað að nýta varmann frá sorporkustöðinni til upphitunar á því húsi sem fyrirhugað er að reisa síðar á þessu ári. Annars vegar verður um að ræða venjulega vatnsofnahitun , en jafnframt er fyrirhugað að setja upp loftvarmaskipti, sem flytja mun varmann sem myndast frá vélinni yfir í íþróttahúsið. Þegar vélin er í notkun er hitastig upp við loft ofan við vélina iðulega milli 50 og 60 gráður. Með loftvarmaskiptinum er fyrirhugað að nýta þennan hita, sem við núverandi aðstæður glatast.

Við uppsetningu á þessum nýja ofni hefur það verið haft að leiðarljósi að gera þessa stöð að fullkominni endurnýtingarstöð. Það er ekki einungis förgun úrgangs sem hér fer fram heldur er öll orka nýtt sem fellur til við brennsluna.

Sorporkustöðinni var lokað 12. desember 2012 og þar með var sorpbrennslu hætt í Skaftárhreppi.

Gjaldskrá vegna sorphirðu í Skaftárhreppi getur þú nálgast hérna.

Umsjón með sorphirðu í Skaftárhreppi:
Íslenska Gámafélagið.