Stjˇrnsřsla
TÝmabundin ni­urfelling gatnager­argjalda

Vegna mikils skorts á íbúðarhúsnæði á Kirkjubæjarklaustri samþykkir sveitarstjórn að ekki verði innheimt gatnagerðargjöld af hálfu einstaklinga og verktaka á Kirkjubæjarklaustri. Þetta er gert á grundvelli lækkunarheimildar sem veita má samkvæmt 6. gr. laga um gatnagerðargjöld nr. 153/2006. Ákvæðið gildir fyrir nýbyggingar og miðast við að framkvæmdir hefjiist fyrir lok árs 2017.

Samþykkt á 403. fundi sveitarstjórnar Skaftárhrepps 8. desember 2016.