FrŠ­slufer­ leikskˇlabarna og foreldra

Nemendur leikskólans Kærabæjar, auk leikskólastjóra, fóru laugardaginn 29. apríl 2006 í afskaplega fróðlega og skemmtilega ferð í Landbrot og Meðalland. Nýja fjósið í Eystra-Hrauni var heimsótt og boðið var uppá mjólk og kökur. Farið var í heimsókn að fyrirmyndarbýlinu að Syðri-Fljótum þar sem nýfædd lömb voru skoðuð, mæðgunarnar að Fljótum sýndu snilldartakta og allir fóru á hestbak. Grillið var kynt og snæddar voru pylsur. Að lokum var farið í heimsókn til Vilhjálms á Hnausum þar sem sagðar voru sögur í gamla fjósinu og smiðjan var skoðuð í krók og kima.