═■rˇttama­ur ßrsins og umhverfisver­laun 2005

 

Íþróttamaður ársins í Skaftárhreppi árið 2005 var heiðraður á Héraðsbókasafninu á Kirkjubæjarklaustri 23. desember við mikinn mannfögnuð.

Tilnefndir voru fimm íþróttamenn sem íþróttamaður ársins:

Guðlaugur Kjartansson tilnefndur eftir ábendingu, Harpa Jóhannesdóttir tilnefnd af Ungmennafélaginu Skafta, Kristín Lárusdóttir tilnefnd af Hestamannafélaginu Kóp, Sigurður Gunnarsson tilnefndur af Ungmennafélaginu Ármanni og Þórunn Bjarnadóttir tilnefnd eftir ábendingu.

Þórunn Bjarnadóttir hlaut verðlaunin.

Einnig fór fram umhverfisverðlaunaveiting Skaftárhrepps árið 2005 við sama tækifæri. Fyrir fegursta umhverfi sveitarbæjar hlutu Valdimar Erlingsson og Unnur Þórðardóttir verðlaunin fyrir Grund í Meðallandi. Verðlaun fyrir fegurstu lóð hlutu Rúnar Páll Jónsson og Rannveig Bjarnadóttir fyrir lóðina að Skaftárvöllum 8 á Kirkjubæjarklaustri.