Vígsla sparkvallar

Glæsilegur sparkvöllur, sem reistur var að frumkvæði Knattspyrnusambands Íslands, var formlega vígður á lóð Kirkjubæjarskóla á Kirkjubæjarklaustri fimmtudaginn 24. nóvember 2005. Viðstaddir voru fulltrúar frá KSÍ, starfsmenn og nemendur Kirkjubæjarskóla og leikskólans Kærabæjar, fulltrúar frá sveitarfélaginu og íbúar.