17. júní 2005 á Kirkjubćjarklaustri

17. júní var haldinn hátíðlegur á Kirkjubæjarklaustri árið 2005 í blíðskaparveðri. Hátíðarhöld tókust vel en fleira fólk hefur einhverntíma sést við slíkt tækifæri.

Skrúðganga fór frá Skaftárskála í lögreglufylgd að íþróttahúsinu og í og við íþróttahúsið voru ræðuhöld, veitingar og leikir fyrir börn og fullorðna.

Hestamannafélagið Kópur og ungmennafélagið Ármann sáu um undirbúning og framkvæmd hátíðarhaldanna.