361. fundur sveitarstjórnar, 13. ágúst 2013
Fundargerð. Sveitarstjórn Skaftárhrepps fundaði þriðjudaginn 13. ágúst 2013.  Fundur hefst kl. 1300 í Kirkjubæjarstofu, Kirkjubæjarklaustri. Þetta er 361. fundur sveitarstjórnar, 8. fundur ársins 2013. Fundargerð er tölvuskráð af sveitarstjóra og er 4 blaðsíður.   Guðmundur Ingi oddviti, býður fundarmenn velkomna. Mættir undirritaðir sveitarstjórnarmenn ásamt Eygló Kristjánsdóttur, sveitarstjóra.  Þorsteinn Kristinsson boðaði forföll í hans stað mætir Bjarki Guðnason varamaður L-lista.  Oddviti óskar eftir breytingu á dagskrá að við málefnaskrá bætist:I. Málefni til umfjöllunar / afgreiðslu8. Tillaga vegna skólaþjónustu í Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu.9. Fundarboð aukaaðalfundar Félagsþjónustu Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu. Dagskrárbreyting samþykkt. Sveitarstjóri og oddviti greina frá gangi mála frá síðasta fundi. Dagskrá I.                   Málefni til umfjöllunar/afgreiðslu 1.        Ársreikningur Klausturhóla 2012, ásamt endurskoðunarbréfi.Samkvæmt rekstrarreikningi er tap af rekstri heimilisins að fjárhæð 3 millj. kr en á árinu 2011var rekstrartap 10,4 millj.kr.  Vistgjöld námu 123 millj. kr á árinu 2012 en námu 110,8 millj. kr á árinu 2011.  Rekstrargjöld fyrir fjármunatekjur og fjármagnsgjöld námu 139,4 millj. kr. en námu 137,7 millj. kr. á árinu 2011.  Sveitarstjórn samþykkir og áritar ársreikninginn. 2.        Beiðni frá sýslumannsembættinu í Vík um afskrift fyrndra þing- og sveitarsjóðsgjalda.Sveitarstjórn samþykkir að afskrifa umræddar kröfur. 3.        Beiðni frá sýslumannsembættinu í Vík um afskrift þing- og sveitarsjóðsgjalda v.dánarbús.Sveitarstjórn samþykkir að afskrifa umræddar kröfur. 4.        Ákvörðun um daggjöld á afrétti 2013.Sveitarstjórn samþykkir að daggjöld á afrétti verði óbreytt frá síðasta ári, framreiknuð samkvæmt vísitölu neysluverðs í júlí 2013.  Daggjöld 2012 voru 12.595 kr. og vísitala í júlí 2012 397,2 stig, vísitala í júlí 2013 var 412,4 stig og verða daggjöld því 13.077 kr. árið 2013. Jafnframt vill sveitarstjórn minna á 23.grein fjallskilasamþykktar V-Skaft  þar sem segir: Hver eigandi eða umráðamaður lands er skyldur til að smala heimaland sitt eigi síðar en viku fyrir auglýstan hrútafellingardag sem er 1. nóvember og það eins þó landeigandi eða umráðamaður eigi þar ekki fjárvon sjálfur. Vanræki einhver að smala heimaland sitt, getur sveitarstjórn látið smala það á hans kostnað og greiðir hann að auki sekt samkv. ákvæðum 20.gr. 5.        Erindi frá SASS um styrki til atvinnulífs og stefnu í atvinnumálum.SASS hyggst hefja vinnu í haust við skýrari stefnu í atvinnumálum fyrir Suðurland allt en jafnframt að aðstoða einstök sveitarfélög og/eða minni svæði sveitarfélaga við greiningu á stöðu atvinnulífs og mótun atvinnustefnu.Sveitarstjórn fagnar áformum SASS og óskar eftir að fá að vera samstarfsaðili í verkefninu. 6.        Erindi frá Björgunarsveitinni Kyndli um styrk vegna fasteignagjalda.Sveitarstjórn samþykkir að veita styrk til björgunarsveitarinnar sem samsvarar fasteignagjöldum af fasteigninni að Iðjuvöllum 3. 7.        Fundarboð aukaaðalfundar Skólaskrifstofu Suðurlands.Boðað er til aukaaðalfundar föstudaginn 23. ágúst kl. 14:00. Þorsteinn Kristinsson og Jóhannes Gissurarson mæta fyrir hönd Skaftárhrepps, Jóhanna Jónsdóttir verður varafulltrúi. 8.        Tillaga vegna skólaþjónustu í Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu.Tillagan felur í sér að samkomulagi um byggðarsamlagið Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu, sem nú rekur félagsþjónustuna á svæðinu, verði breytt þannig að innan þess verði starfandi tvær sjálfstæðar deildir, félagsþjónustudeild og skólaþjónustudeild.Sveitarstjórn samþykkir tillöguna. 9.        Fundarboð aukaaðalfundar byggðarsamlagsins Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu.Boðað er til aukaaðalfundar þriðjudaginn 20. ágúst kl. 16:30.    Jóhanna Jónsdóttir mætir fyrir hönd Skaftárhrepps, Jóhannes Gissurarson verður varafulltrúi. Bjarki víkur af fundi. II.                Fundargerðir til samþykktar. 1.      93. fundur Skipulags- og bygginganefndar, 2.júlí 2013.1.  Kirkjubæjarklaustur – tillaga að aðalskipulagsbreytingu     Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.     Unnið verði að því að finna nýjan stað fyrir verslunar og þjónustusvæði í stað V4. Fundargerðin í heild samþykkt. 2.      93. fundur Rekstrarnefndar Klausturhóla, 4. júlí 2013.Fundargerðin í heild samþykkt. 3.      127. fundur Fræðslunefndar, 10. júlí 2013.Málefni beggja skólastiga – nýting skólahúsnæðis.Fræðslunefnd leggur til að sveitarstjórn hefji vinnu við að skoða skipulag húsnæðis með það að markmiði að kanna kosti og galla þess að sameina skólastarfsemi sem starfrækt er í sveitarfélaginu í einu húsnæði.Sveitarstjórn samþykkir að vísa málefnum skólahúsnæðisins til fjárhagsáætlunargerðar fyrir 2014. Málefni Kirkjubæjarskóla – skóladagatal.Sveitarstjórn samþykkir framlagða tillögu um skóladagatal en með áherslu á að ekki verði aukið við þær fjárheimildir sem ákveðnar voru við fjárhagsáætlunargerð ársins 2013. Fundargerðin í heild samþykkt. 4.      94. Fundur Skipulags- og bygginganefndar, 12. ágúst 2013. 4.  Eldgjá – staðfesting deiliskipulagstillögu.Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt. 5.  Langisjór – staðfesting deiliskipulagstillöguAfgreiðsla nefndarinnar samþykkt. 6. Hluti Vatnajökuls – stofnun þjóðlenduAfgreiðsla nefndarinnar samþykkt. 7. Hestamannafélagið Kópur – deiliskipulag.Sveitarstjórn tekur vel í erindi félagsins og óskar eftir frekari viðræðum við félagsmenn um hugmyndir þeirra að nýju svæði. Fundargerðin í heild samþykkt. III.             Fundargerðir til kynningar. 1.      807. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 28. júní 2013.Kynnt. 2.      150. fundur stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands, 28. júní 2013.Kynnt. 3.      5. fundur Félagsmálanefndar Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu, 24. júní 2013.Kynnt. 4.      Sameiginlegur fundur héraðsnefnda Rangæinga og V-Skaftafellssýslu, 16. júní 2013. Kynnt. 5.      88. Fundur Héraðsnefndar Vestur-Skaftafellssýslu, 16. júní 2013.Kynnt. 6.      151. fundur stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands, 8. ágúst 2013. Kynnt.   IV.             Annað kynningarefni. 1.        Niðurstöður sýnatöku neysluvatns.Kynnt. 2.        Samningur um framkvæmdir við Fjaðrárgljúfur og rekstur salerna.Kynnt.   V. Samþykkt fundargerðar / Fundarslit Oddviti óskar leyfis frá 27. ágúst til 1. október 2013. Þorsteinn Kristinsson, 1. varaoddviti mun gegna skyldum oddvita á meðan. Fundargerð lesin upp, samþykkt og árituð. Fundi slitið kl.  16:00   Næsti fundur boðaður með dagskrá þriðjudaginn 10. september 2013  kl. 13:00.       ____________________________Guðmundur Ingi Ingason ____________________________Þórunn Júlíusdóttir ____________________________Jóhannes Gissurarson. ____________________________Bjarki V. Guðnason ____________________________Jóhanna Jónsdóttir