359. fundur sveitarstjórnar, 24. maí 2013.

Fundargerð.

Sveitarstjórn Skaftárhrepps fundaði föstudaginn 24. maí 2013. 
Fundur hefst kl. 1300 á Kirkjubæjarstofu.

Þetta er 359. fundur sveitarstjórnar, 6. fundur ársins 2013.

Fundargerð er tölvuskráð af sveitarstjóra og er 2 blaðsíður.

 

Guðmundur Ingi oddviti, býður fundarmenn velkomna.

Mættir undirritaðir sveitarstjórnarmenn ásamt Eygló Kristjánsdóttur, sveitarstjóra. 
Þorsteinn Kristinsson boðaði forföll.

Oddviti óskar eftir breytingu á dagskrá að við málefnaskrá bætist

Málefni til umfjöllunar/afgreiðslu
2.  Erindi frá Framkvæmdasýslu ríkisins um úthlutun lóðar fyrir Þekkingarsetur á Kirkjubæjarklaustri.
3. Erindi frá Kirkjubæjarstofu um uppsetningu úti ljósmyndasýningar.

 

Dagskrárbreyting samþykkt.

Dagskrá                                                                                                          

I.                   Málefni til umfjöllunar/afgreiðslu.

 

1.        Ársreikningur Skaftárhrepps 2012, seinni umræða.

Ársreikningurinn var til fyrri umræðu 17. maí 2013, undirritaður af sveitarstjóra. 
Í A- hluta rekstrarreiknings kemur fram að heildartekjur voru 353,9 mkr. þar af 186,6 mkr. skatttekjur, 96,7 mkr. úr Jöfnunarsjóði og aðrar tekjur 70,6 mkr.  Rekstrargjöld voru 336,7 mkr. með afskriftum.  Afskriftir í A hluta voru 11 mkr. Heildartekjur samstæðu voru 366,2 mkr. rekstrargjöld 343,2 mkr. þar af 14,7 mkr. í afskriftir.  Fjármagnsgjöld voru 20,7 mkr. og rekstrarniðurstaða samstæðu var jákvæð um 2,2 mkr. 
Niðurstaða efnahagsreiknings sýnir eignir samstæðu samtals 541,8 mkr, skuldir og skuldbindingar eru samtals 312,8 mkr. Eigið fé samtals 228,9 mkr. Veltufé frá rekstri samstæðu var 27  mkr. Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum 0 mkr.  Afborganir langtímalána námu 99,3 mkr,  ný lán 101 mkr.

Sveitarstjórn samþykkir ársreikning 2012 samhljóða og staðfestir hann með undirritun sinni.

2.    Erindi frá Framkvæmdasýslu ríkisins um úthlutun lóðar fyrir Þekkingarsetur á Kirkjubæjarklaustri.
Framkvæmdasýsla ríkisins óskar eftir fyrir hönd Vatnajökulsþjóðgarðs og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins að væntanlegu þekkingarsetri verði úthlutað lóð á Kirkjubæjarklaustri í samræmi við þá staðsetningu sem sátt er um og sett er fram á teikningu Arkís arkitekta dagsettri í apríl 2013.

Sveitarstjórn samþykkir umbeðið erindi og felur oddvita að ganga frá málinu hvað varðar aðra landeigendur.


3.    Erindi frá Kirkjubæjarstofu um uppsetningu úti ljósmyndasýningar.

 Kirkjubæjarstofa óskar eftir að fá leyfi til að setja upp ljósmyndasýningu við félagsheimilið Kirkjuhvol með ljósmyndum eftir Snorra Baldursson þjóðgarðsvörð. 

Sveitarstjórn samþykkir að sýningin standi á umræddum stað þar til framkvæmdir vegna Þekkingarseturs hefjast.


II. Samþykkt fundargerðar / Fundarslit


Fundargerð lesin upp, samþykkt og árituð. Fundi slitið kl.  14:00

 

Næsti fundur boðaður með dagskrá þriðjudaginn 11. júní 2013  kl. 11:00.

 

 

 

____________________________
Guðmundur Ingi Ingason.

____________________________
Þórunn Júlíusdóttir.

____________________________
Jóhannes Gissurarson.

____________________________
Jóhanna Jónsdóttir.