358. fundur sveitarstjórnar, 17. maí 2013

Fundargerð.

Sveitarstjórn Skaftárhrepps fundaði föstudaginn 17. maí 2013. 
Fundur hefst kl. 1100 í Kirkjuhvoli, Kirkjubæjarklaustri.

Þetta er 358. fundur sveitarstjórnar, 5. fundur ársins 2013.

Fundargerð er tölvuskráð af sveitarstjóra og er 4 blaðsíður.

 

Guðmundur Ingi oddviti, býður fundarmenn velkomna.

Mættir undirritaðir sveitarstjórnarmenn ásamt Eygló Kristjánsdóttur, sveitarstjóra. 

Jóhanna Jónsdóttir boðaði forföll og mætir Guðmundur Vignir í hennar stað.  Þórunn Júlíusdóttir boðaði einnig forföll og mætir Bjarki Guðnason í hennar stað.

 

Oddviti óskar eftir breytingu á dagskrá,
málefni til umfjöllunar/afgreiðslu:
7.  Umsögn um leyfi fyrir aksturskeppni við Ásgarð 25. maí, frá sýslumanninum Hvolsvelli.

Dagskrárbreyting samþykkt.

Sveitarstjóri og oddviti greina frá gangi mála frá síðasta fundi.
Sveitarstjóri greinir frá því að Ólafía Davíðsdóttir hafi látið af störfum og Sunneva Kristjánsdóttir tekið við starfinu.  Sveitarstjórn þakkar Ólafíu samstarfið undanfarin ár og býður Sunnevu velkomna.  Elín fór í veikindaleyfi um miðjan mars og er von á henni til baka í byrjun júní.

Dagskrá

I.                   Málefni til umfjöllunar/afgreiðslu

1.        Erindi frá Kristbjörgu Hilmarsdóttur, dags. 17. mars 2013, um gjaldskrá sundlaugar.
Kristbjörg fer þess á leit við æskulýðs- og íþróttanefnd og sveitarstjórn að endurskoða vandlega gjaldskrá sundlaugar Skaftárhrepps.  Leggur hún til að aðgangseyrir verði hækkaður upp í að minnsta kosti 1.500 kr fyrir fullorðinn einstakling.
Æskulýðs- og íþróttanefnd tók erindi Kristbjargar einnig fyrir á fundi sínum þann 13. maí og vísaði í að gjaldskrár eru endurskoðaðar við fjárhagsáætlunargerð ár hvert.
Sveitarstjórn tekur undir með æskulýðs- og íþróttanefnd og vísar ákvörðun um hækkun gjaldskrár sundlaugar til fjárhagsáætlunargerðar.

2.        Erindi frá Gísla B. Gíslasyni, dags. 18. apríl 2013, um mögulega þjónustu við tæmingu rotþróa og holræsahreinsun.
Erindið kynnt, oddvita falið að ræða við bréfritara.

3.        Skólahreysti 2013, umsókn um styrk.
Skólahreysti leitar eftir stuðningi að upphæð 50.000 kr.
Unglingar í Kirkjubæjarskóla hafa tekið þátt í skólahreysti undanfarin ár með góðum árangri. 
Sveitarstjórn samþykkir að styrkja verkefnið um 3.000 kr fyrir hvern nemanda KBS á unglingastigi. 

4.        Beiðni um umsögn vegna fyrirhugaðra leyfisveitinga til gististaða, frá sýslumanninum í Vík, dags. 24. apríl 2013.
Sótt er um endurnýjun rekstrarleyfis fyrir Ferðaþjónustu og sumarhús ehf, Hörgslandi, kt. 711001-2630, endurnýjun rekstrarleyfis fyrir Gistiheimilið Hvol, Guðný M. S. Óskarsdóttur, Hvoli, kt. 300554-5639 og endurnýjun rekstrarleyfis fyrir Nonna og Brynjuhús, Kristbjörgu Hilmarsdóttur, kt.300664-4909 Þykkvabæjarklaustri.
Sveitarstjórn bendir á misræmi í einni umsókninni og felur sveitarstjóra að hafa samband við sýslumann um það.  Að öðru leiti gerir sveitarstjórn ekki athugasemd við leyfisveitingarnar.

5.        Skýrsla Mannvits um sorpförgun og kyndingu skólahúsnæðis og íþróttamannvirkja.
Þann 12. mars 2012 staðfesti umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir reglugerð nr. 294/2012 um breytingar á reglugerð nr. 739/2003 þar sem sérákvæði um starfandi brennslu- og sambrennslustöðvar er fellt brott.  Einnig var bætt inn í reglugerðina ákvæði til bráðabirgða II, um að starfandi brennslu- eða sambrennslustöð skuli uppfylla öll ákvæði reglugerðarinnar eigi síðar en 1. janúar 2013 ella loka fyrir þann tíma.  Vegna þessara breytinga hefur sveitarstjórn Skaftárhrepps látið vinna greinargerð um hvernig sorpförgun og kyndingu skólahúsnæðis geti verið háttað í framtíðinni.
Ljóst er að til að uppfylla öll ákvæði reglugerðarinnar þyrfti að endurnýja tækjabúnað Sorpbrennslu Skaftárhrepps algerlega og fjárfesta í mengunarvarna- og símælibúnaði. Miðað við þær upplýsingar, sem aflað hefur verið, þá kostar brennsluofn minnst, hreinsibúnaður meira og mælibúnaður, sem uppfyllir kröfur reglugerðarinnar mest. Verð mælibúnaðar er lítið háð afköstum brennslunnar. Nýr tækjabúnaður með fullnægjandi hreinsibúnaði fyrir stöðina kostar um 44,6 milljónir kr. en þá vantar símælibúnað.  Rekstrarkostnaður er svo töluverður á ári þar sem skipta þarf út síum,  kaupa úrfelliefni og aukalegar mælingar á dioxinum og furönum.

Samkvæmt skýrslu sem Mannvit vann fyrir Skaftárhrepp kemur í ljós að meiri langtíma hagræðing felst í því að fjárfesta í varmadælum sem hámarka nýtingu rafmagns til kyndingar á skólahúsnæðinu og íþróttamannvirkjum.  Fjárfesting í varmadælum fyrir skólahúsnæðið allt, íþróttahús og sundlaug er um 47 milljónir kr.  en rekstrarkostnaður sáralítill á ári.   Sparnaður yrði í rafmagnsnotkun því sé COP gildi 4 fyrir varmadælukerfi þýðir það að fyrir 1 kWh sem keypt er af rafmagni, skila 4 kWh sér til upphitunar.


Í ljósi þessa tekur sveitarstjórn Skaftárhrepps ákvörðun um að leita eftir tilboðum í varmadælukerfi til hitunar skólahúsnæðis, íþróttahúss og sundlaugar.
Flokkun sorps verði haldið áfram þar sem lífrænn úrgangur verður áfram notaður í moltugerð og endurvinnanlegur úrgangur sendur til endurvinnslu.  Boðað skal til fundar með Íslenska Gámafélaginu um samning um sorphirðu.


6.        Ársreikningur Skaftárhrepps 2012, fyrri umræða.
Einar Sveinbjörnsson endurskoðandi frá KPMG, gerir grein fyrir ársreikningi Skaftárhrepps 2012. Oddviti þakkar Einari fyrir greinargóða yfirferð. Ársreikningi vísað til síðari umræðu.

7.        Umsögn um leyfi fyrir aksturskeppni við Ásgarð 25. maí, frá sýslumanninum Hvolsvelli.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við leyfisveitinguna.

 

II.                Fundargerðir til samþykktar.

1.      91. fundur skipulags- og bygginganefndar, 7. maí 2013.
1. Deiliskipulag – Fjaðrárgljúfur. 
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
2. Deiliskipulag – Fagrifoss, Eldhraun og Dverghamrar.
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
3. Deiliskipulag – Hrífunes
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
4. Tillaga að breytingum á deiliskipulagi – Stjórnarsandi.
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
5.  Deiliskipulagsbreyting – Klausturvegur 1.
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
6. Deiliskipulagsbreyting – Hæðargarður.
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.

Jóhannes Gissurarson vék af fundi undir 8. lið fundargerðarinnar.
Fundargerðin í heild samþykkt.

2.      54. fundur æskulýðs- og íþróttanefndar, 13.maí 2013.
Fundargerðin samþykkt.


III.             Fundargerðir til kynningar.

1.      149. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 5. apríl 2013 – kynnt.

2.      466. fundur stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, 26. apríl 2013 – kynnt.

3.      6. fundur stjórnar Kötlu jarðvangs, ódagsettur, ásamt verkáætlun sumarsins 2013 og framvinduskýrslu – kynnt.

4.      805. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 15. febrúar 2013 – kynnt.

5.      Fundur Framkvæmdahóps um uppbyggingu ferðamannastaða í Skaftárhreppi, dags 30. apríl 2013.
Meðfylgjandi skýrsla um verkefni Kötlu jarðvangs í Skaftárhreppi og tillaga að rekstrarfyrirkomulagi salernisaðstöðu við Fjaðrárgljúfur
– kynnt.
Sveitarstjórn óskar eftir fundi með forsvarsmönnum Kötlu jarðvangs um framtíðarhorfur m.a. rekstrargrundvöll salerna
.

6.      58. fundur stjórnar félagsþjónustu Rangárvalla- og V- Skaftafellssýslu, dags. 23. apríl 2013      – kynnt.

7.      Fundargerð aðalfundar félagsþjónustu Rangárvalla- og V- Skaftafellssýslu, dags. 23. apríl 2013 – kynnt.

8.      Fundargerð aðalfundar Friðar og frumkrafta, dags. 22. mars 2013.  Meðfylgjandi er skýrsla stjórnar og ársreikningur – kynnt.

9.      Stjórnarfundur Hulu bs., 17. apríl 2013 – kynnt.

10.   

11.  Fundargerð aðalfundar Hulu bs. , 15. maí 2013 – kynnt.

12.  3. fundur félagsmálanefndar félagsþjónustu Rangárvalla- og V- Skaftafellssýslu, dags. 22. apríl 2013 – kynnt.

13.  3. fundur stjórnar þjónusturáðs um málefni fatlaðs fólks á Suðurlandi, dags. 24. apríl 2013        – kynnt.

14.  4. fundur stjórnar þjónusturáðs um málefni fatlaðs fólks á Suðurlandi, dags. 10. maí 2013         – kynnt.

 

IV.             Annað kynningarefni.

1.        Færsla Prestsbakkalínu 1 við Gígjukvísl, bréf frá Landsneti, ódags – kynnt.

2.        Framvinduskýrsla Markaðsstofu Suðurlands, janúar – mars 2013 – kynnt.
V. Samþykkt fundargerðar / Fundarslit


Fundargerð lesin upp, samþykkt og árituð. Fundi slitið kl.  15:45.

Aukafundur verður í sveitarstjórn föstudaginn 24. maí, kl. 11:00.

Næsti reglulegi fundur boðaður með dagskrá þriðjudaginn 11. júní 2013  kl. 11:00.

 

                 ____________________________
                 Guðmundur Ingi Ingason
 

____________________________
Bjarki V. Guðnason

____________________________
Jóhannes Gissurarson.

____________________________
Þorsteinn M. Kristinsson
____________________________
Guðmundur V. Steinsson