357. fundur sveitarstjórnar, 9. apríl 2013

Fundargerð.

Sveitarstjórn Skaftárhrepps fundaði þriðjudaginn 9. apríl 2013. 
Fundur hefst kl. 1100 í Kirkjuhvoli.

Þetta er 357. fundur sveitarstjórnar, 4. fundur ársins 2013.

Fundargerð er tölvuskráð af sveitarstjóra og er 3 blaðsíður.

 

Guðmundur Ingi oddviti, býður fundarmenn velkomna.

Mættir undirritaðir sveitarstjórnarmenn ásamt Eygló Kristjánsdóttur, sveitarstjóra. 

Sveitarstjóri og oddviti greina frá gangi mála frá síðasta fundi.
Sveitarstjóri greinir frá umsóknum um starf á skrifstofu Skaftárhrepps.

Oddviti óskar eftir breytingu á dagskrá, að við málefnaskrá bætist:
Málefni til umfjöllunar/afgreiðslu.
4.  Bréf til sveitarstjórnar frá Friði og frumkröftum um málefni Skaftárstofu – upplýsingamiðstöðvar, dags. 8. apríl 2013.

Dagskrárbreyting samþykkt.

Dagskrá

I.                   Málefni til umfjöllunar/afgreiðslu.

1.        Gerð kjörskrár vegna alþingiskosninga 27. apríl 2013.
Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að semja kjörskrá. Jafnframt er sveitarstjóra veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna Alþingiskosninga 27. apríl nk. í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis.

2.        Erindi frá Snorra Baldurssyni f.h. Vatnajökulsþjóðgarðs um boð um samkomulag um rekstur og viðhald skála í Blágiljum, Hrossatungum og við Leiðólfsfell, dags 20. mars 2013.
Sveitarstjórn samþykkir að gera samning við Vatnajökulsþjóðgarð um viðhald, minniháttar endurbætur og rekstur gangnamannaskála, tjaldsvæði og tilheyrandi aðstöðu í Blágiljum, gangnamannaskála og útisalernis í Hrossatungum og gangnamannaskála og útisalerni við Leiðólfsfell á Síðuafrétti.

Sveitarstjóra falið að ganga frá samningi þess efnis f.h. Skaftárhrepps við Vatnajökulsþjóðgarð.

 

3.        Þekkingarsetur á Kirkjubæjarklaustri, staðsetning og not sveitarfélagsins.
Litið hefur verið til staðsetningar Þekkingarseturs á Kirkjubæjarklaustri sunnan Klaustursvegar á svæði í kringum félagsheimilið Kirkjuhvol.  Sveitarfélagið hefur tryggt sér lóð undir húsbygginguna austan og sunnan við lóð Kirkjuhvols. 


Sveitarstjórn óskar eftir fundi með verkefnisstjórn Þekkingarseturs og verkefnisstjórn ríkisvaldsins til að ræða notkunarmöguleika setursins og framtíðarsýn.

 

4.        Bréf til sveitarstjórnar frá Friði og frumkröftum um málefni Skaftárstofu – upplýsingamiðstöðvar, dags. 8. apríl 2013.
Stjórn Friðar og frumkrafta – hagsmunafélags atvinnulífs í Skaftárhreppi, óskar eftir viðræðum við sveitarstjórn Skaftárhrepps um möguleika þess að félagið taki við rekstri og ábyrgð á starfsemi Skaftárstofu upplýsingamiðstöðvar þegar sumaropnunartíma hennar líkur 15. september.
Verkefnastjórn um Skaftárstofu upplýsingamiðstöð fjallaði um erindið á fundi sínum mánudaginn 8. apríl. 

Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og veitir sveitarstjóra umboð til viðræðna við stjórn Friða og frumkrafta um stuðning við að koma upplýsingamiðstöð ferðamanna á laggirnar á ársgrundvelli. 

II.                Fundargerðir til samþykktar.

1.      90. fundur Skipulags- og bygginganefndar, 4. apríl 2013.

1.         Kirkjubæjarklaustur – lýsing aðalskipulagsbreytingar
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.

2.         Hluti Mýrdalsjökuls – stofnun þjóðlendu.
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.

3.         Klausturvegur 1 – byggingarleyfi
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.

4.         Hruni – byggingarleyfi fyrir breytingum
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.

 

Fundargerðin samþykkt.

III.             Fundargerðir til kynningar.

1.      9. fundur starfshóps um málefni Skaftár, 14. febrúar 2013.
Fundargerðin kynnt.

2.      2. fundur stjórnar Náttúrustofu Suðausturlands, 18. janúar 2013.
Fundargerðin kynnt.

3.      13. fundargerð stýrihóps um Rammaskipulag að fjallabaki, 18. mars 2013.
Fundargerðin kynnt.

4.      148. fundur stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands, 25. mars 2013.
Fundargerðin kynnt.

5.      2. fundur Félagsmálanefndar Rangárvalla- og V- Skaftafellssýslu, 18. mars 2013.

Fundargerðin kynnt.

 

 

IV.             Annað kynningarefni.

1.        Ályktun um sundlaug Skaftárhrepps, frá aðalfundi Friðar og frumkrafta, 22. mars 2013.
Lagt fram til kynningar.

2.        Ályktun ungmenna frá ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði, 2.apríl 2013.
Lagt fram til kynningar.

 


V. Samþykkt fundargerðar / Fundarslit


Fundargerð lesin upp, samþykkt og árituð. Fundi slitið kl.  14:30.

 

Næsti fundur boðaður með dagskrá þriðjudaginn 14. maí 2013  kl. 11:00.

 


 

 

____________________________
Guðmundur Ingi Ingason

 

 

____________________________
Jóhanna Jónsdóttir  

 

 

____________________________
Jóhannes Gissurarson.

 

 

 ____________________________
Þorsteinn M. Kristinsson

 

____________________________
Þórunn Júlíusdóttir