356. fundur sveitarstjórnar, 12. mars 2013

Fundargerð.

Sveitarstjórn Skaftárhrepps fundaði þriðjudaginn 12. mars 2013. 
Fundur hefst kl. 1300 í Kirkjuhvoli.

Þetta er 356. fundur sveitarstjórnar, 3. fundur ársins 2013.

Fundargerð er tölvuskráð af sveitarstjóra og er  5 blaðsíður.

 

Guðmundur Ingi oddviti, býður fundarmenn velkomna.

Mættir undirritaðir sveitarstjórnarmenn ásamt Eygló Kristjánsdóttur, sveitarstjóra. 

Sveitarstjóri og oddviti greina frá gangi mála frá síðasta fundi.

Oddviti óskar eftir breytingu á dagskrá, að við málefnaskrá bætist:

Málefni til umfjöllunar/afgreiðslu.
6.  Boð á aðalfund Friðar og frumkrafta 22. mars 2013.
7.  Boð á aðalfund Eignarhaldsfélags Suðurlands hf. 21. mars 2013.

Fundargerðir til kynningar.
7.  465. fundur stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, 8. mars 2013.
8.  57. fundur stjórnar Félagsþjónustu Rangárvalla og Vestur- Skaftafellssýslu, 8. mars 2013.

Dagskrárbreyting samþykkt.

Dagskrá

I.                   Málefni til umfjöllunar/afgreiðslu.

1.        Afskriftarbeiðni þing- og sveitarsjóðsgjalda frá sýslumanninum í Vík í Mýrdal, 5. mars 2013.
Lögð fram afskriftarbeiðni vegna afskrifta þing- og sveitarsjóðsgjalda að upphæð kr. 9.739.816 sem skiptist þannig :
3.270.524 kr. höfuðstóll skulda og 6.469.292 kr. í dráttarvexti .
Afskriftarbeiðni samþykkt.

2.        Ósk um umsögn vegna fyrirhugaðra leyfisveitinga, frá sýslumanninum í Vík, 11. febrúar 2013.
Leyfisveiting til Þuríðar Á. Jónsdóttur kt. 190849-3339, Giljalandi, Skaftártungu, Skaftárhreppi, sótt er um nýtt leyfi til reksturs gististaðar í flokki II.

 Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við leyfisveitinguna.


3.        Erindi um endurbætur vega að Galta sunnan Lakagíga, bréf frá Snorra Baldurssyni þjóðgarðsverði, 6. mars 2013. 
Í erindinu kemur fram að mat starfsmanna á vestursvæði þjóðgarðsins, sé afar mikilvægt að bæta samgöngur að Lakagígum, ekki síst nú þegar hillir undir gestastofu þjóðgarðs á Klaustri, sem vafalítið mun leggja áherslu á Skaftárelda í sýningu sinni.  Óskað er eftir því að sveitarstjórn taki málið til umræðu og bóki afstöðu til þess hvort hún sé fylgjandi bættum samgöngum að Lakagígum og þá einnig hvora leiðina, þ.e. núverandi leið eða leið upp með Þverá og Miklafelli, sé rétt að lagfæra.
Sveitarstjórn er sammála mati starfsmanna Vatnajökulsþjóðgarðs að bæta þurfi samgöngur að Lakagígasvæðinu.  Sveitarstjórn telur heppilegra að fyrst verði lögð áhersla á vestari leiðina, þ.e. veg F206, þá leið sem nú telst aðalleið að Lakagígum.

4.        Viðauki við fjárhagsáætlun 2013, vegna fjármuna frá ríkisstjórn Íslands í kjölfar Grímsvatnagoss.
Á síðasta ári samþykkti ríkisstjórn Íslands viðbótarframlag til Skaftárhrepps að upphæð 10 milljónir kr. samkvæmt tillögu samráðshóps ráðuneytisstjóra um viðbrögð við náttúruhamförum.

Lögð er til eftirfarandi skipting til viðhalds húsa.

      Kirkjubæjarskóli.....................................       3.000.000 kr
      Kæribær leikskóli...................................       1.500.000 kr.
      Kirkjuhvoll félagsheimili.........................      1.500.000 kr.
      Klausturhólar – hjúkrunarheimili...........        2.000.000 kr.
      Skerjavellir 1 .........................................           300.000 kr.
      Skerjavellir 3 .........................................        1.0
00.000 kr.
      Slökkvilið ...............................................         700.000 kr.


Tillagan samþykkt samhljóða.

5.        Tilnefning aðalfulltrúa Skaftárhrepps í sameiginlega nefnd barnaverndar- og félagsmála á vegum Félagsþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu.
Afgreiðslu frestað.

6.        Boð á aðalfund Friðar og frumkrafta 22. mars 2013.
Guðmundur Ingi Ingason situr aðalfundinn og fer með atkvæði Skaftárhrepps á fundinum.

7.        Boð á aðalfund Eignarhaldsfélags Suðurlands hf. 21. mars 2012.
Jóhannes Gissurarson situr aðalfundinn og fer með atkvæði Skaftárhrepps á fundinum.

 

II.                Fundargerðir til samþykktar.

1.      89. fundur Skipulags- og bygginganefndar, 2. mars 2013.

1. mál Tillaga að deiliskipulagsbreytingu við Klausturveg 1.
     Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.

2. mál Breyting á aðalskipulagi Skaftárhrepps 2010 – 2022 vegna Þekkingarseturs.
     Meirihluti Skipulags- og bygginganefndar hafnaði beiðni Framkvæmdasýslu ríkisins um að viðkomandi svæði V-4 verði breytt úr svæði til verslunar og þjónusturýmis í útivistarsvæði Ú-2.  Gísli Kjartansson og Valgerður Erlingsdóttir skila séráliti og samþykkja að lóðinni verði breytt í útivistarsvæði en samþykkja þó ekki að slík breyting verði óafturkræf til framtíðar.
    
Sveitarstjórn samþykkir beiðni Framkvæmdasýslu ríkisins um að viðkomandi svæði V-4 verði breytt úr svæði til verslunar og þjónusturýmis í útivistarsvæði Ú-2.
Samþykkt með 4 atkvæðum.

Jóhannes óskar bókunar.
„Ég stend við afgreiðslu meirihluta skipulags- og byggingarnefndar, sem hafnaði beiðni Framkvæmdasýslu ríkisins um að svæði V-4 verði fellt út og breytt í opið svæði Ú-2. 
Samkvæmt núgildandi aðalskipulagi hefur það verið stefna sveitarfélagsins að þétta byggð á Kirkjubæjarklaustri, þrátt fyrir erfið skilyrði til uppbyggingar þéttbýlisins.  Þar á meðal er staðsetning væntanlegs þekkingarseturs engin undantekning.  Sú mikla framkvæmd sem framundan er, hlýtur að skapa aukin tækifæri til hverskyns uppbyggingar, sem þá mun kalla eftir athafnasvæði.
Lóðir hafa fram til þessa ekki legið á lausu í þéttbýlinu.  Því tel ég óráðlegt að fella umrætt verslunar- og þjónustusvæði út af skipulaginu.“

3. mál Vatnajökulsþjóðgarður – byggingarleyfisumsókn.
     Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.

4. mál Vatnajökulsþjóðgarður – byggingarleyfisumsókn.
     Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.

Fundargerðin í heild staðfest.

 

2.      53. fundur Æskulýðs- og íþróttanefndar, 6. mars 2013.
Fundargerðin staðfest.

3.      92. fundur rekstrarnefndar Klausturhóla, 11. mars 2013.
Fundargerðin staðfest.

 

III.             Fundargerðir til kynningar.

1.      148. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 22. febrúar 2013.
Lögð fram til kynningar fundargerð 148. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 22. febrúar 2013.

2.      464. fundur stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, 8. febrúar 2013.
Lögð fram til kynningar fundargerð 464. fundar stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga frá 8. febrúar 2013.

3.      804. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 1. mars 2013.
Lögð fram til kynningar fundargerð 804. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 1. mars 2013.

4.      146. fundur stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands, 15. febrúar 2013.
Lögð fram til kynningar fundargerð 146. fundar stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands frá 15. febrúar 2013.

5.      147. fundur stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands, 27. febrúar 2013.
Lögð fram til kynningar fundargerð 147. fundar stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands frá 27. febrúar 2013.

6.      9. fundur stýrihóps um málefni Skaftár, 14. febrúar 2013.
Fundargerð barst ekki.

7.      465. fundur stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, 8. mars 2013.
Lögð fram til kynningar fundargerð 465. fundar stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga frá 8. mars 2013.

8.      57. fundur stjórnar Félagsþjónustu Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu, 8. mars 2013
Lögð fram til kynningar fundargerð 57. fundar stjórnar Félagsþjónustu Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu frá 8. mars 2013.

 

IV.             Annað kynningarefni.

1.        Bréf Umhverfis- og auðlindaráðuneytis til Mannvits vegna erindis um undanþágu frá starfsleyfi fyrir urðunarstað HULU bs. á Skógarsandi.
Lagt fram til kynningar.

2.        Bréf Þóris Kjartanssonar til Matvælastofnunar um girðingu og niðurlagningu varnarlínu búfjársjúkdóma á Mýrdalssandi.

Lagt fram til kynningar.
Sveitarstjórn tekur undir erindi bréfritara og hvetur Matvælastofnun að fjarlægja girðinguna eins og lög gera ráð fyrir.

3.        Kynning á lýsingu og drögum að breytingu aðalskipulags Mýrdalshrepps 2009 – 2025, efnistaka og varnargarðar í Múlakvísl.
Lagt fram til kynningar.

4.        Samþykkt sveitarfélagsins Árborgar um eflingu skólastarfs og úrsögn úr byggðasamlagi um Skólaskrifstofu Suðurlands.

Lagt fram til kynningar.
Sveitarstjórn Skaftárhrepps lýsir yfir miklum vonbrigðum með þá ákvörðun Árborgar, frá 20. febrúar s.l., að segja sig úr Skólaskrifstofu Suðurlands. Með ákvörðun Árborgar er verið að slíta mjög góðu og mikilvægu samstarfi sveitarfélaga um sérfræðiþjónustu á Suðurlandi. Það er skoðun sveitarstjórnar Skaftárhrepps, að Skólaskrifstofa Suðurlands hafi verið máttarstólpi í þjónustu við nemendur, fjölskyldur og skólastarf á starfssvæði skrifstofunnar.

 


V. Samþykkt fundargerðar / Fundarslit


Fundargerð lesin upp, samþykkt og árituð. Fundi slitið kl.  17:00.

 

Næsti fundur boðaður með dagskrá þriðjudaginn 9. apríl 2013  kl. 11:00.

 

 

 

____________________________
Guðmundur Ingi Ingason

____________________________
Þórunn Júlíusdóttir

____________________________
Jóhannes Gissurarson.

 ____________________________
Þorsteinn M. Kristinsson

____________________________
Jóhanna Jónsdóttir