355. fundur sveitarstjórnar, 12. febrúar 2013

Fundargerð.

Sveitarstjórn Skaftárhrepps fundaði þriðjudaginn 12. febrúar 2013. 
Fundur hefst kl. 1300 í Kirkjuhvoli.

Þetta er 355. fundur sveitarstjórnar, 2. fundur ársins 2013.

Fundargerð er tölvuskráð af sveitarstjóra og er 5 blaðsíður.

 

Guðmundur Ingi oddviti, býður fundarmenn velkomna.

Mættir undirritaðir sveitarstjórnarmenn ásamt Eygló Kristjánsdóttur, sveitarstjóra. 

Sveitarstjóri og oddviti greina frá gangi mála frá síðasta fundi.

Oddviti óskar eftir breytingu á dagskrá, að við málefnaskrá bætist:
Málefni til umfjöllunar/afgreiðslu.
            7.  Umsögn um frumvarp til laga um náttúruvernd, 429. mál.
8.  Samstarf um umferðar- og öryggisáætlun, erindi frá sýslumanninum á Hvolsvelli, dags. 9. janúar 2013.

Fundargerðir til kynningar.
12.  8. fundur stýrihóps um málefni Skaftár, 20. nóvember 2012.

Dagskrá

I.                   Málefni til umfjöllunar/afgreiðslu

1.        Yfirdráttarheimild Klausturhóla.
Sveitarstjórn Skaftárhrepps samþykkir að ábyrgjast yfirdráttarheimild fyrir hjúkrunarheimilið Klausturhóla að upphæð kr. 5.000.000, fimm milljónir, til eins árs.

2.        Erindi frá Byggðastofnun um boð um samstarf, dagsett 22. janúar 2013.
Byggðastofnun boðar til samstarfs um málefni Skaftárhrepps á líkum nótum og gert hefur verið á Raufarhöfn og lýst er í erindinu.  Aðferðafræðin felur í sér að leitast er við að leiða fram vilja og skoðanir íbúanna sjálfra, og leita lausna á þeirra forsendum í samvinnu við sveitarfélagið, landshlutasamtök sveitarfélaganna, atvinnuþróunarfélag, ríkisvaldið, brottflutta íbúa og aðra sem vilja láta sig framtíð byggðarlagsins varða. 
Fyrstu skref í slíku ferli væru skipun verkefnisstjórnar.
 Sveitarstjórn fagnar erindinu og vill gjarnan taka þátt í verkefninu með Byggðastofnun.

3.        Erindi frá Heilsuleikskólanum Kærabæ.
Nú stefnir í að í haust komi inn á leikskólann 5 börn fædd á árinu 2012,  þar af leiðandi verði  mjög þröngt á starfsemi leikskólans.   Því sé mikilvægt að fundið verði húsnæði sem hentar stækkandi starfsemi.
Oddvita ásamt skólastjórum grunnskóla og leikskóla er falið að koma með tillögu að lausn málsins  fyrir næsta sveitarstjórnarfund.

4.        Landskipti Tungu .
Eigendur Ytri – Tungu og Tungu/Tungulax óska eftir staðfestingu sveitarstjórnar á landskiptum og stærðum jarðanna skv. fyrirliggjandi gögnum.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við landskiptin eða breytta stærð jarðanna, en tekur ekki afstöðu til landamerkja við aðliggjandi jarðir.

5.        Áætlun Símans um að 53 þéttbýlisstaðir fái Ljósnet Símans á árinu.
Skv. frétt á mbl.is 28. janúar 2013 hefur Síminn sett fram áætlun um að 53 þéttbýlisstaðir fái Ljósnet Símans á árinu.  Kirkjubæjarklaustur er ekki inni á þeirri áætlun eitt þéttbýlisstaða á Suðurlandi þrátt fyrir að ljósleiðari liggi meðfram þjóðvegi 1 í sveitarfélaginu.
Sveitarstjórn vekur athygli á orðum Sævars Freys Þráinssonar forstjóra Símans þar sem hann segir: „Við vitum hve mikilvægt er fyrir sveitarfélög landsins að sitja ekki eftir á tækniöld, því fjarskipti skipa lykilsess í grósku samfélaga og farsæld fyrirtækja.  Við gerum því okkar besta svo fjarskiptin stýri ekki byggðaþróuninni í landinu heldur skapi tækifæri fyrir landsmenn að hasla sér völl þar sem þeir vilja helst.“
Sveitarstjórn harmar að Kirkjubæjarklaustur sé ekki inni á áætluninni og óskar svara frá Símanum um ástæður þess.


6.        Tilnefning aðalfulltrúa Skaftárhrepps í sameiginlega nefnd barnaverndar- og félagsmála á vegum Félagsþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu.
Tilnefningunni frestað til næsta fundar.

7.        Umsögn um frumvarp til laga um náttúruvernd, 429. mál.
Lögð eru fram drög að umsögn og samþykkt að senda hana inn til nefndarsviðs Alþingis.

8.        Samstarf um umferðar- og öryggisáætlun, erindi frá sýslumanninum á Hvolsvelli, dags. 9. janúar 2013.  Óskað er eftir að sveitarstjórnir skipi fulltrúa í vinnuhóp sem starfi að þessum málum með lögreglu sé vilji til að taka þátt í þessu verkefni.
Sveitarstjórn lýsir vilja til að taka þátt í samstarfinu og skipar sveitarstjóra sem fulltrúa Skaftárhrepps í samstarfsnefndinni.

 

II.                Fundargerðir til samþykktar.

1.      88. fundur Skipulags- og bygginganefndar, 4.febrúar 2013.

2. mál Eldgjá – deiliskipulag
     Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
3. mál Langisjór – deiliskipulag
     Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
4. mál Áningastaður í Eldhrauni – deiliskipulag
     Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
5. mál Fjaðrárgljúfur – deiliskipulag
     Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
6. mál Dverghamrar – deiliskipulag
     Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
7. mál Fagrifoss – deiliskipulag
     Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
8. mál Hæðargarður – deiliskipulagsbreyting
     Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.

9. mál Kirkjubæjarklaustur – Lýsing aðalskipulagsbreytingar
     Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
Fundargerðin í heild staðfest.

 

2.      91. fundur rekstrarnefndar Klausturhóla, 6. febrúar 2013.
Fundargerðin staðfest.

3.      126. fundur fræðslunefndar, 31. janúar 2013.
Fundargerðin staðfest.

 

III.             Fundargerðir til kynningar.

1.      147. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 18.janúar 2013.
Lögð fram til kynningar fundargerð 147. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 18. janúar 2013.

2.      463. fundur stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, 18. janúar 2013.
Lögð fram til kynningar fundargerð 463. fundar stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga frá 18. janúar 2013.

3.      803. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 25. janúar 2013.
Lögð fram til kynningar fundargerð 803. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 25. janúar 2013.

4.      1. fundur stjórnar Náttúrustofu suðausturlands, 4. janúar 2013.
Lögð fram til kynningar fundargerð 1. fundar stjórnar Náttúrustofu suðausturlands frá 4. janúar 2013.


5.      4. fundur stjórnar Kötlu jarðvangs, 12. september 2012.
Lögð fram til kynningar fundargerð 4. fundar stjórnar Kötlu jarðvangs frá 12. september 2012.


6.      5. fundur stjórnar Kötlu jarðvangs, 29. janúar 2013.
Lögð fram til kynningar fundargerð 5. fundar stjórnar Kötlu jarðvangs frá 29. janúar 2013.

7.      145. fundur stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands, 18. janúar 2013.
Lögð fram til kynningar fundargerð 145. fundar stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands frá 18. janúar 2013.

8.      9. fundargerð stýrihóps um Rammaskipulag að fjallabaki, 6. nóvember 2012.
Lögð fram til kynningar fundargerð 9. fundar stýrihóps um Rammaskipulag að fjallabaki frá 6. nóvember 2012.

9.      10. fundargerð stýrihóps um Rammaskipulag að fjallabaki, 28. nóvember 2012.
Lögð fram til kynningar fundargerð 10. fundar stýrihóps um Rammaskipulag að fjallabaki frá 28. nóvember 2012.

10.  11. fundargerð stýrihóps um Rammaskipulag að fjallabaki, 13. desember 2012.
Lögð fram til kynningar fundargerð 11. fundar stýrihóps um Rammaskipulag að fjallabaki frá 13. desember 2012.

11.  12. fundargerð stýrihóps um Rammaskipulag að fjallabaki, 22. janúar 2013.
Lögð fram til kynningar fundargerð 12. fundar stýrihóps um Rammaskipulag að fjallabaki frá 22. janúar 2013.

12.  8. fundur stýrihóps um málefni Skaftár, 20. nóvember 2012.
Lögð fram til kynningar fundargerð 8. fundar stýrihóps um málefni Skaftár frá 20. nóvember 2012.

 

  

IV.             Annað kynningarefni.

1.        Sóknaráætlun Suðurlands 2013- drög.
Lagt fram til kynningar.

2.        Samningur um byggingu Þekkingarseturs á Kirkjubæjarklaustri milli Umhverfis- og auðlindaráðuneytis og Framkvæmdasýslu ríkisins.
Lagt fram til kynningar.

3.        Skýrsla KPMG til sveitarstjóra vegna endurskoðunar.
Lagt fram til kynningar.

  

 


V. Samþykkt fundargerðar / Fundarslit


Fundargerð lesin upp, samþykkt og árituð. Fundi slitið kl.  17:30.

 

Næsti fundur boðaður með dagskrá þriðjudaginn 12. mars 2013  kl. 13:00.

 

  

 

____________________________
Guðmundur Ingi Ingason

____________________________
Þórunn Júlíusdóttir

____________________________
Jóhannes Gissurarson.

 ____________________________
Þorsteinn M. Kristinsson

____________________________
Jóhanna Jónsdóttir