354. fundur sveitarstjórnar, 17. janúar 2013

Fundargerð.

Sveitarstjórn Skaftárhrepps fundaði fimmtudaginn 17. janúar 2013. 
Fundur hefst kl. 1300 í ráðhúsi Skaftárhrepps.

Þetta er 354. fundur sveitarstjórnar, 1. fundur ársins 2013.

Fundargerð er tölvuskráð af sveitarstjóra og er 4 blaðsíður.

 

Guðmundur Ingi oddviti, býður fundarmenn velkomna.

Mættir undirritaðir sveitarstjórnarmenn ásamt Eygló Kristjánsdóttur, sveitarstjóra. 

Bjarki Guðnason  2.varamaður L lista mættur í forföllum Þorsteins Kristinssonar.

Oddviti óskar eftir breytingu á dagskrá að við Málefni til umfjöllunar/afgreiðslu bætist:
10. Bréf frá forsætisráðuneytinu um greiðslu kostnaðar vegna fjárleitar um Tungnárfjallgarð austan Lónakvíslar allt að Vatnajökli, auk Fögrufjalla austan Útfalls.

11. Tilnefning varamanna L- lista í fræðslunefnd.

Breytingin samþykkt.

Sveitarstjóri og oddviti greina frá gangi mála frá síðasta fundi.
Sveitarstjóri greinir frá styrk sem ríkisstjórn tók ákvörðun um að veita síðastliðið vor til Skaftárhrepps vegna afleiðinga Grímsvatnagoss að fjárhæð 10 milljónir.

Dagskrá

Málefni til umfjöllunar/afgreiðslu

1.       Kaup á eignarhlut Lárusar Helgasonar í Klausturjörðinni.
Lögð fram drög að Afsali vegna sölu Lárusar Helgasonar til Skaftárhrepps á 2,5% eignarhlut sínum í óskiptri sameign jarðarinnar Kirkjubæjarklaustur. Eignarhluturinn nær ekki til húsakynna á eigninni og er seldur ásamt öllum tilheyrandi réttindum og er laus við allar kvaðir af hálfu seljanda.

 

Einnig eru lögð eru fram drög að Afsali vegna sölu Lárusar Helgasonar til Skaftárhrepps á öllum eignarhlut sínum í ógróinni landspildu á Stjórnarsandi, fast.nr. 219-0523, landnr. 163-454.  Eigninni hefur ekki verið skipt út úr þeirri fasteign og því ekki hlotið sérstakt fastanúmer né landnúmer.  Eignarrétti verður því þinglýst sem kvöð á fasteigninni Stjórnarsandur.

Þessi kaup rúmast innan fjárhagsáætlunar Skaftárhrepps árið 2013

 

Sveitarstjórn samþykkir að kaupa eignarhlut Lárusar Helgasonar.
Oddvita falið að ganga frá kaupunum.


2.       Reglur um ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk.
Félagsþjónusta Rangárvalla- og V.Skaftafellssýslu hefur lagt fram sameiginlegar reglur um ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk á þjónustusvæði félagsþjónustunnar.
Sveitarstjórn samþykkir reglurnar fyrir sitt leiti.

3.       Reglur um félagslega liðveislu.
Félagsþjónusta Rangárvalla- og V.Skaftafellssýslu hefur lagt fram sameiginlegar reglur um félagslega liðveislu á þjónustusvæði félagsþjónustunnar.
Sveitarstjórn samþykkir reglurnar fyrir sitt leiti.

4.       Samningur um myndun þjónustusvæðis um málefni fatlaðra.
Þrettán sveitarfélög á Suðurlandi mynda sameiginlega þjónustusvæði Suðurlands um þjónustu við fatlaða.  Félagsþjónustusvæðin þrjú á Suðurlandi mynda grunneiningar þjónustusvæðisins.

Sveitarstjórn samþykkir samninginn fyrir sitt leiti.
Sveitarstjórn samþykkir að Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri Rangárþings eystra verði fulltrúi félagsþjónustusvæðis Rangárvalla- og vestur Skaftafellssýslu í þjónusturáði.


5.       Reglur um heimsendingu matar á þjónustusvæði félagsþjónustu.
Félagsþjónusta Rangárvalla- og V.Skaftafellssýslu hefur lagt fram sameiginlegar reglur um heimsendingu matar á þjónustusvæði félagsþjónustunnar.
Sveitarstjórn samþykkir reglurnar fyrir sitt leiti.

6.       Ákvörðun um leigu á húsnæði að Klausturvegi 15.
Lögð eru fram drög að leigusamningi við ÁTVR vegna leigu á Klausturvegi 15, 880 Kirkjubæjarklaustri. 
Þórunn vill leggja fram athugasemdir við það ferli sem átt hefur sér stað við ákvörðun á leigu húsnæðisins.  Ákvörðun og kynning um leigu hússins hafi ekki farið fram á réttan hátt.
Samningurinn samþykktur með þremur atkvæðum, tveir sitja hjá.
Sveitarstjóra falið að ganga frá samningnum.

7.       Aðild að rammasamningskerfi Ríkiskaupa fyrir árið 2013.
Sveitarstjórn samþykkir að vera áfram aðili að rammasamningskerfi Ríkiskaupa.

8.       Staða sorporkustöðvarinnar.
Skaftárhreppur hefur skilað til umhverfis- og auðlindaráðuneytis andmælum vegna áforma ráðuneytisins að hafna undanþágu fyrir starfrækslu Sorporkustöðvar Skaftárhrepps næstu tvö árin.  Svar vegna andmælanna hefur ekki borist frá ráðuneytinu.
Áfram verður haldið með að skoða möguleika á nýtingu tækjabúnaðar stöðvarinnar.

9.       Samkomulag við Mýrdalshrepp um skipulags- og byggingamál.
Samkomulag hefur náðst við Mýrdalshrepp um ráðningu Vigfúsar Þórs Hróbjartssonar byggingarfræðings til að gegna stöðu fulltrúa í skipulags- og byggingamálum fyrir bæði sveitarfélögin.   Jafnframt verði gert samkomulag við Rangárþing eystra um aðstoð frá skipulags- og byggingafulltrúa þeirra.  Stefnt er að stofnun byggðasamlags Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps, um skipulags- og byggingarmál um áramót 2013 – 2014.
Samkomulagið samþykkt og sveitarstjóra falið að ganga frá málinu.

10.    Bréf frá forsætisráðuneytinu, dags. 15. janúar 2013, um greiðslu kostnaðar vegna fjárleitar um Tungnárfjallgarð austan Lónakvíslar allt að Vatnajökli, auk Fögrufjalla austan Útfalls.
Sveitarstjóra falið að leita lögfræðilegs álits á afstöðu ráðuneytisins og jafnframt falið að svara erindinu innan tilskilins tímafrests.

11.    Tilnefning varamanna L- lista í nefndir.
Unnur Magnúsdóttir og Anton Kári Halldórsson varamenn í fræðslunefnd hafa bæði flutt af svæðinu og eru í þeirra stað tilnefnd Gísli Kjartansson og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir nýir varamenn.

Ingibjörg Eiríksdóttir fulltrúi L lista hefur einnig flutt af svæðinu og mun Rúnar Jónsson taka sæti hennar í atvinnumálanefnd.  Bjarki Guðnason verði nýr varamaður.

 

 

Fundargerðir til samþykktar.

1.     89. fundur rekstrarnefndar Klausturhóla, 27. desember 2012.
Fundargerðin samþykkt.

2.     90. fundur rekstrarnefndar Klausturhóla, 16. janúar 2013.
Fjárhagsáætlun 2013 fyrir Klausturhóla samþykkt samhljóða.
Fundargerðin samþykkt, oddvita falið að skrifa undir samkomulag vegna leigugreiðslna.

3.     fundur umhverfis- og náttúruverndarnefndar,  29. nóvember 2012.
Fundargerðin samþykkt.

III.            Fundargerðir til kynningar.

1.     Fundur í stjórn Hulu b.s., 7. janúar 2013.
Fundargerðin kynnt ásamt bréfi umhverfisráðuneytis þar sem áformað er að hafna beiðni um undanþágu frá starfsleyfi fyrir urðunarstaðinn á Skógarsandi.

 

IV.           Annað kynningarefni.

1.       27. landsþing Sambands sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar boð á 27. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga er verður haldið á Grand hóteli í Reykjavík 15. mars 2013.
Oddviti og sveitarstjóri sækja þingið fyrir hönd Skaftárhrepps.

  


V. Samþykkt fundargerðar / Fundarslit


Fundargerð lesin upp, samþykkt og árituð. Fundi slitið kl.  17:00

 

Næsti fundur boðaður með dagskrá þriðjudaginn 12.febrúar 2013  kl. 13:00.

 


____________________________
Guðmundur Ingi Ingason

____________________________
Þórunn Júlíusdóttir

____________________________
Jóhannes Gissurarson

____________________________
Bjarki Guðnason

____________________________
Jóhanna Jónsdóttir