353. fundur sveitarstjórnar, 10. desember 2012

Fundargerð.

Sveitarstjórn Skaftárhrepps fundaði mánudaginn 10. desember 2012. 
Fundur hófst kl. 1300 í ráðhúsi Skaftárhrepps.

Þetta er 353. fundur sveitarstjórnar, 12. fundur ársins 2012.

Fundargerð er tölvuskráð af sveitarstjóra og er 6 blaðsíður.

 

Guðmundur Ingi býður fundarmenn velkomna.

Mættir undirritaðir sveitarstjórnarmenn ásamt Eygló Kristjánsdóttur, sveitarstjóra.   

Sveitarstjóri og oddviti greina frá gangi mála frá síðasta fundi.

Oddviti óskar eftir breytingu á dagskrá:

Til umfjöllunar/afgreiðslu:
12. Beiðni um lausn frá störfum í skipulags- og bygginganefnd, frá Pálma Harðarsyni.
      Skipan nýrra fulltrúa í nefndina.

Fundargerðir til staðfestingar
6.   Fundargerð 87. fundar skipulags- og bygginganefndar frá 3. desember 2012.
7.   Fundargerð 88. fundar rekstrarnefndar Klausturhóla frá 23. nóvember 2012.

Dagskrárbreyting samþykkt.

Dagskrá

I.                   Málefni til umfjöllunar/afgreiðslu.

1.        Lánasjóður sveitarfélaga, staðfesting lántöku sbr. fundargerð 351. fundar, 8. október 2012.

Sveitarstjórn Skaftárhrepps staðfestir hér með lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 101.000.000 kr., í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að endurfjármagna lán nr. 0651141 (15 m.kr.) og 0801032 (27 m.kr.) hjá Lánasjóðnum sem tekin voru vegna byggingar íþróttahúss og sundlaugar sem og lán hjá öðrum lánveitendum að fjárhæð 59 milljónir sem tekin voru í sama tilgangi, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er staðfest fullt og ótakmarkað umboð Eyglóar Kristjánsdóttur kt. 051274-3509, f.h. Skaftárhrepps til þess að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

 

2.        Eldvarnarátak slökkviliðs og sjúkraflutningamanna, styrkbeiðni.
Félagar í Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna heimsæka nemendur í 3. bekk grunnskóla landsins, fræða þá um eldvarnir og gefa þeim kost á að taka þátt í Eldvarnagetraun.

Sveitarstjórn samþykkir að styrkja verkefnið um 5.000 kr pr. nemanda í 3ja bekk Kirkjubæjarskóla, skólaárið 2012-2013.

3.        Beiðni um umsögn sveitarstjórnar vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisjarðarinnar Hraunbæjar í Álftaveri, skv. beiðni frá Eyvindi Albertssyni fyrir hönd Bjarna Þorbergssonar dagsett. 13. október 2012.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd fyrir sitt leyti við fyrirhugaða sölu.
Sveitarstjóra falið að svara bréfinu með hliðsjón af 36. gr. laga nr 81/2004.

 

4.        Auka aðalfundur Sambands sunnlenskra sveitarfélaga 14. desember 2012.

Samkvæmt kjörbréfum munu  Jóhannes Gissurarson og Jóhanna Jónsdóttir mæta sem fulltrúar Skaftárhrepps á aðalfundinn ásamt sveitarstjóra.

 

5.        Þátttaka í samstarfsverkefninu RICE, sem leitt er af Austurbrú með þátttöku, Þekkingarnets Þingeyinga, Nýheima og Kirkjubæjarstofu.

Sveitarstjórn samþykkir að vera bakhjarl Kirkjubæjarstofu í verkefninu RICE sem Austurbrú mun leiða, um rannsóknir og aukna þjónustu og menntunarmöguleika á dreifbýlum svæðum.

 

6.        Náttúrustofa Suðausturlands, samþykktir og skipun í stjórn.

Drög að samþykktum Náttúrustofu Suðausturlands samþykktar.  Í stjórn er tilnefndar Eygló Kristjánsdóttir sveitarstjóri og Þórunn Júlíusdóttir til vara.  Fyrsta stjórn Náttúrustofu Suðausturlands ses. skal kosin á stofnfundi og er kjörtímabil hennar til loka kjörtímabils sveitarstjórna í júní 2014.

 

7.        Erindi frá Arnfríði Jóhannesdóttur og Örvari Kolbeinssyni.

Jóhannes Gissurarson lýsir vanhæfi sínu og víkur af fundi.

 

Sveitarstjórn tekur vel í erindið og felur sveitarstjóra að leita umsagnar Álftveringa og lögformlegra stofnanna og ljúka málinu.

 

Jóhannes kemur aftur inn á fundinn.

 

8.        Kaup á 2,5% eignarhlut í jörðinni Kirkjubæjarklaustur af Lárusi Helgasyni.

Skaftárhreppi hefur boðist að kaupa 2,5% eignarhlut í jörðinni Kirkjubæjarklaustur (fastanr. 218-9872) svo og ógróna landsspildu á Stjórnarsandi (landnr. 163454) af Lárusi Helgasyni.  Jörðin hefur verið óskipt um áratuga skeið og hefur sú staða gert sveitarfélaginu erfitt fyrir með skipulagningu þéttbýlisins Kirkjubæjarklausturs. 

 

Vegna samkomulags sveitarstjórnar Skaftárhrepps og innanríkisráðherra, frá 11. júlí 2012,  um fjárhagslegar aðgerðir og eftirlit á grundvelli 83. gr laga nr 138/2011 hefur sveitarstjórn skuldbundið sig til 15. janúar 2013, til að stöðva fjárfestingar á vegum sveitarfélagsins og draga úr viðhalds- og endurnýjunarverkefnum eins og kostur er.

 

Af þeim ástæðum óskar sveitarstjórn eftir því að undirskrift kaupsamnings fari fram eftir 15. janúar 2013.

9.        Gjaldskrá sorpgjalda.

Lögð eru fram drög að endurgerðri gjaldskrá.
Lagt er til að sorpgjald íbúða skiptist í tvennt,  sorphirðugjald kr. 14.000 og sorpeyðingargjald kr. 5000 pr. sorpílát.
Lagt er til að sorpgjald frístundahúsa skiptist í tvennt, sorpeyðingargjald kr. 5000  og sorphirðugjald 4.200 kr þar sem það á við.
Lagt er til að sorpgjald atvinnurekstrar og lögbýla skiptist í tvennt, sorphirðugjald kr. 27.000 og sorpeyðingargjald kr. 1.250 pr m 3 ,sem miðast við sorpílát og losun þeirra.

Ný gjaldskrá samþykkt, sveitarstjóra falið að auglýsa hana í B-deild stjórnartíðinda.

 

10.    Gjaldskrá fráveitu.

Þau gjöld sem hingað til hafa verið nefnd holræsagjöld skulu hér eftir heita fráveitugjöld.

Lögð eru fram drög að Gjaldskrá fyrir fráveitu.  Fráveitugjald skal innheimt fyrir fráveitu á Kirkjubæjarklaustri og  nema 0,25% af álagningarstofni.  Álagningarstofn skal vera fasteignamat húsa, mannvirkja, lóða og landa skv. lögum um skráningu og mat fasteiga nr. 6/2001 með síðari breytingum.

Gjaldskráin samþykkt, sveitarstjóra falið að auglýsa hana í B-deild stjórnartíðinda.

 

11.    Fjárhagsáætlun 2013 – 2016, seinni umræða. 

Fjárhagsáætlun 2013 fyrir samantekin reikningsskil A- og B-hluta gerir ráð fyrir að skatttekjur verði 184,86 mkr, framlög jöfnunarsjóðs 86 mkr og aðrar tekjur 54,8 mkr. Laun og launatengd gjöld eru áætluð 130,8 mkr, önnur rekstrargjöld 152,1 mkr og afskriftir 16,7 mkr. Niðurstaða án fjármagnsliða er áætluð jákvæð 26,2 mkr, rekstrarniðurstaða í heild er jákvæð um 5 mkr.

Eignir eru samtals áætlaðar 515,1 mkr, skuldir og skuldbindingar 300,5 mkr og eigið fé því 214,6 mkr. handbært fé í  árslok er áætlað 18,3 mkr.

Áætlunin 2014 – 2016 gerir ráð fyrir 2,5% verðbótum á verðtryggðar langtímakröfur og langtímaskuldir. Reiknað er með óbreyttum árlegum skatttekjum og að hagræðing í rekstri málaflokka skili tilætluðum árangri á tímabilinu.

Ekki er gert ráð fyrir neinum nýframkvæmdum og litlum fjárfestingum.
Áætlunin 2014 gerir ráð fyrir jákvæðri heildarrekstrarniðurstöðu kr. 25.097 þús.
Áætlunin 2015 gerir ráð fyrir jákvæðri heildarrekstrarniðurstöðu kr. 24.569 þús.
Áætlunin 2016 gerir ráð fyrir jákvæðri heildarrekstrarniðurstöðu kr. 23.570 þús.

 

Fjárhagsáætlun 2013 – 2016 samþykkt.

 

12.    Beiðni um lausn frá störfum í skipulags- og bygginganefnd, frá Pálma Harðarsyni.
Skipan nýrra fulltrúa í nefndina.

 

Jóhanna Jónsdóttir lýsir vanhæfi sínu og víkur af fundi.

 

Sveitarstjórn þakkar Pálma fyrir unnin störf í nefndinni.

Sveitarstjórn leggur til að varamaðurinn Guðbrandur Magnússon  verði aðalmaður og nýr varamaður verði Sigurlaug Jónsdóttir.

Jóhanna kemur aftur inn á fundinn.

  

II.                Fundargerðir til samþykktar.

1.        52. fundur æskulýðs- og íþróttanefndar, 27. nóvember 2012.
Fundargerðin staðfest.

 

2.        125. fundur fræðslunefndar, 29. nóvember 2012.

Fundargerðin staðfest.

 

3.        Fundargerð fjallskilanefndar Álftaversafréttar, 26. ágúst 2012.

Fundargerðin staðfest.

 

4.        Fundargerð fjallskilanefndar Álftaversafréttar ásamt fjárhagsáætlun 2013, 2. desember 2012.
Fundargerðin staðfest.

 

5.        Fundargerðir fjallskilanefndar Skaftártunguafréttar, 23. ágúst og 25. nóvember 2012.
Fundargerðirnar staðfestar.

6.        Fundargerð 87. fundar skipulags- og bygginganefndar, 3. desember 2012.
1. mál.  Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna gerðar tveggja varnargarða í Hvammshrauni.
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.       
2. mál.  Geirland – ósk um stækkun lóðar.
Skipulags- og bygginganefnd gerir ekki athugasemd við stækkun lóðarinnar.
Sveitarstjórn staðfestir stækkun lóðarinnar og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ganga frá málinu.

Fundargerðin í heild samþykkt.

 

7.    Fundargerð 88.fundar rekstrarnefndar Klausturhóla, 23. nóvember 2012.
Í fundargerð kemur fram að stefnt sé að því að ljúka fjárhagsáætlun fyrir 15. janúar 2013.
Fundargerðin samþykkt.

 

III.             Fundargerðir til kynningar.

1.      Félagsmálanefnd Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu,.
Lögð fram til kynningar fundargerð 25. fundar félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu frá 5.desember 2012.

2.      Barnaverndarnefnd Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu.
Lögð fram til kynningar fundargerð 122. fundar barnaverndarnefndar Rangárvalla- og Vestur-  Skaftafellssýslu frá 5. desember 2012.

3.      Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, SASS.
Lögð fram til kynningar fundargerð 462. fundar stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, frá 29. nóvember 2012.

4.      Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, SASS.
Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, frá 18. og 19.október 2012.

5.      Samband íslenskra sveitarfélaga.
Lögð fram til kynningar fundargerð 801. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 23.nóvember 2012.

6.      Starfshópur um áhrifasvæði Skaftár.
Lögð fram til kynningar fundargerð 7. fundar starfshóps um áhrifasvæði Skaftár frá 19.september 2012.

7.      Stjórn Skólaskrifstofu Suðurlands.
Lögð fram til kynningar fundargerð 143. fundar stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands frá 17.október 2012.

8.      Stjórn Skólaskrifstofu Suðurlands.
Lögð fram til kynningar fundargerð 144. fundar stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands frá 7.desember 2012.

9.      Heilbrigðisnefnd Suðurlands.
Lögð fram til kynningar fundargerð 145. fundar HES, frá 18. október 2012.

10.  Heilbrigðisnefnd Suðurlands.
Lögð fram til kynningar fundargerð 146. fundar HES, frá 23. nóvember 2012.

 

IV.             Annað kynningarefni.

1.      Bréf frá Samkeppniseftirlitinu, dagsett 29. nóvember 2012.
Í bréfinu er kynnt álit Samkeppniseftirlitsins nr. 1/2012, Gæta skal að samkeppnissjónarmiðum við útleigu og sölu húsnæðis á vegum hins opinbera.  Þar er þeim tilmælum beint til opinberra aðila, að þeir leiti tilboða í hlutlægu, málefnalegu og gagnsæju ferli þegar húsnæði eða önnur takmörkuð gæði eru seld eða leigð út til aðila sem stunda samkeppnisrekstur.

2.      Örar breytingar á farvegum Leirár, bréf frá Landgræðslunni til Almannavarnarnefndar Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu.
Í bréfinu er því beint til Almannavarnarnefndar að hún láti skoða og mæla aðstæður við upptök Leirár til að meta hvort ástæða sé til að freista þess að beina næsta Kötluhlaupi í ákveðinn farveg með varnargörðum.

 
V. Samþykkt fundargerðar / Fundarslit

Fundargerð lesin upp, samþykkt og árituð. Fundi slitið kl. 17:50.

 

Næsti fundur boðaður með dagskrá fimmtudaginn 17.janúar 2013  kl. 13:00.

 

 

____________________________
Guðmundur Ingi Ingason

____________________________
Þorsteinn M. Kristinsson

____________________________
Jóhannes Gissurarson

____________________________
Þórunn Júlíusdóttir

____________________________
Jóhanna Jónsdóttir