352. fundur sveitarstjórnar Skaftárhrepps 12. nóvember 2012

Fundargerð.

Sveitarstjórn Skaftárhrepps fundaði mánudaginn 12. nóvember 2012. 
Fundur hófst kl. 1300 í ráðhúsi Skaftárhrepps.

Þetta er 352. fundur sveitarstjórnar, 11. fundur ársins 2012.

Fundargerð er tölvuskráð af sveitarstjóra og er 5 blaðsíður.

 

Guðmundur Ingi býður fundarmenn velkomna.

Mættir undirritaðir sveitarstjórnarmenn ásamt Eygló Kristjánsdóttur, sveitarstjóra.   
Rannveig Bjarnadóttir 1. varamaður L lista mætt vegna leyfis Þórunnar Júlíusdóttur.

Sveitarstjóri og oddviti greina frá gangi mála frá síðasta fundi.
Í fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar 2013 – 2016, sem kynnt var 8. nóvember er lögð til fjárveiting í uppbyggingu Þekkingarseturs á Kirkjubæjarklaustri.  Samtals 870 milljónir kr., sem þó bíður þess að Fjárlög ársins 2013 verði samþykkt frá Alþingi.

 Fyrir sveitarfélagið Skaftárhrepp hefur Þekkingarsetur mikla þýðingu í uppbyggingu atvinnulífs, fölbreytileika starfa og eflingu ferðaþjónustu og rannsóknarstarfa á svæðinu.  Með góðri vinnu, eljusemi og eftirfylgni margra aðila hyllir loks í árangur. 

Sveitarstjórn þakkar öllu því fólki sem lagt hefur sín lóð á vogarskálarnar til að verkefnið hafi náð svona langt.  Ekki síst þakkar sveitarstjórn þá breiðu samstöðu sem myndast hefur um verkefnið bæði hjá sveitarstjórnum á Suðurlandi sem og öllum þingmönnum Suðurlands.

Oddviti óskar eftir breytingu á dagskrá:

Til umfjöllunar/afgreiðslu:
14. Erindi frá Þórunni Júlíusdóttur vegna ummæla á vef Landgræðslunnar.

Dagskrárbreyting samþykkt.

Dagskrá

I.  Málefni til umfjöllunar/afgreiðslu.

1.        SÁÁ, átakið Betra líf – mannúð og réttlæti, ósk um stuðning, bréf ódagsett (2012.10.053).
Sveitarstjórn samþykkir stuðningsyfirlýsingu við þær tillögur sem liggja að baki átakinu.

2.        Sameining félagsmála- og barnaverndarnefnda Félagsþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu, bréf frá stjórn félagsþjónustunnar dags 18. október 2012. (2012.10.065).
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að nefndirnar verði sameinaðar frá 1. janúar 2013.  Fulltrúi Skaftárhrepps í sameiginlegri nefnd er tilnefndur Sólveig Pálsdóttir og Sverrir Gíslason til vara.

3.        Skráning reiðleiða – kortasjá, ósk um fjárstuðning frá Landssambandi hestamannafélaga dags. 3. október 2012. (2012.10.051).
Sveitarstjórn getur ekki orðið við beiðni um fjárstuðning í verkefnið að svo stöddu.

4.        Beiðni um umsögn sveitarstjórnar vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisjarðarinnar Syðri- Steinsmýri í Meðallandi, skv. beiðni frá Skúla Baldurssyni og Ingunni Magnúsdóttur dagsett. 19. október 2012  (2012.10.067).
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd fyrir sitt leyti við fyrirhugaða sölu.
Sveitarstjóra falið að svara bréfinu með hliðsjón af 36. gr. laga nr 81/2004.

5.        Stofnun Náttúrustofu á suðausturlandi.
Sveitarfélögin Skaftárhreppur og Hornafjörður hafa unnið að því sameiginlega undanfarin ár að stofnuð verði Náttúrustofa suðausturlands.  Í fjárlagafrumvarpi ríkisins 2013 er gert ráð fyrir 17,1 milljón króna í verkefnið.  Sveitarstjórn samþykkir drög að fyrirliggjandi samstarfssamningi með ákveðnum breytingum t.a.m.að sveitarfélagið Hornafjörður sjái um rekstur stofunnar fyrstu árin.  Sveitarstjórn sér fyrir sér að starfsemi Náttúrustofunnar verði fyrst um sinn á Höfn en starfsstöð hennar muni síðar fá sitt rými innan  Þekkingarseturs á Kirkjubæjarklaustri. 

Sveitarstjóra falið að ganga frá samningi við sveitarfélagið Hornafjörð og umhverfis- og auðlindaráðuneytið um rekstur Náttúrustofu á Höfn og Kirkjubæjarklaustri.

6.        Ályktun frá Ferðamálafélagi Skaftárhrepps dagsett 16. október 2012.
Í ályktuninni eru þeim tilmælum beint til sveitarstjórnar að hún hefji markvissa vinnu við að skapa jákvæða ímynd fyrir sveitarfélagið sem fyrirmyndar áfangastað ferðamanna og vænlegan stað til búsetu. Einnig er lagt til að sveitarstjórn tilnefni í starfshóp til að leiða verkefnið.

Sveitarstjórn óskar eftir fundi með bréfritara til að ræða málið nánar.

7.        Styrkumsókn frá Kirkjubæjarstofu vegna verkefna árið 2013.
Erindinu vísað til vinnu við fjárhagsáætlun.

8.        Boð um viðræður um hugsanlega samvinnu um skipulags- og byggingarmál frá Rangárþingi eystra, dagsett 8. október 2012.
Sveitarstjórn þiggur boð um viðræður.  Fundur hefur verið ákveðinn seinna í nóvember.

9.        Fjallabakssvæðið norðan Mýrdalsjökuls lýsing vegna rammaskipulags Rangárþings ytra, Rangárþings eystra og Skaftárhrepps, dags 6. nóvember 2012.
Sveitarstjórn samþykkir lýsinguna fyrir sitt leyti og mælist til að stýrihópur verkefnisins auglýsi og kynni hana þegar allar sveitarstjórnir hafa afgreitt hana.  Lýsingin verði kynnt á heimasíðu Skaftárhrepps þegar hún verður auglýst.

10.    Tillaga að landsskipulagsstefnu 2013 – 2024 ásamt umhverfisskýrslu, auglýsing Skipulagsstofnunar.
Sveitarstjórn gerir ýmsar athugasemdir við þá stefnu sem sett er fram í tillögunni.   Sveitarstjóra falið að hafa samband við önnur sveitarfélög og samtök sveitarfélaga um  ritun umsagnar/athugasemda sem skilað verði til Skipulagsstofnunar fyrir 20. nóvember.

11.    Ákvörðun um álagningu 2013.
Útsvarshlutfall 2013 verði 14,48%

Fasteignagjöld skv. a- lið, íbúðir og útihús, 0,625%
Fasteignagjöld skv. b- lið, atvinnuhúsnæði, 1,32%
Fasteignagjöld skv. c- lið,opinbert húsnæði, 1,65%
Holræsagjald verði 0,25% af fasteignamati húss og lóðar á Kirkjubæjarklaustri.

Sorphirðu- og sorpeyðingargjöld verði skv. sérstakri gjaldskrá.

Gjalddagar fasteignagjalda verði 1. mars, 1. apríl, 1. maí, 1. júní, 1. júlí og 1. ágúst.
Eindagi verði 30 dögum eftir gjalddaga.
Gjalddagi er einn ef gjald er lægra en 15.000 kr.
Gjalddagar eru tveir ef gjald er lægra en 40.000 kr.

Samþykkt samhljóða.

12.    Viðauki, endurskoðun fjárhagsáætlunar Skaftárhrepps 2012.
Viðauki samþykktur.

13.    Fjárhagsáætlun Skaftárhrepps 2013 – 2016  fyrri umræða.
Hagræðingaraðgerðir og breytingar sem lagðar eru til skulu ræddar í viðeigandi nefndum.
Fjárhagsáætlun vísað til seinni umræðu.

14.    Erindi frá Þórunni Júlíusdóttur vegna ummæla á vef Landgræðslunnar mánudaginn 5. nóvember 2012.

Erindið rætt, fulltrúum Skaftárhrepps innan stýrihóps um málefni Skaftár falið að koma erindinu á framfæri innan stýrihópsins.

II.  Fundargerðir til samþykktar.

1.        Fundargerð menningarmálanefndar 12. ágúst 2012
Fundargerðin staðfest.

2.        Fundargerð menningarmálanefndar 27. september 2012.
Fundargerðin staðfest.

3.        Fundargerð menningarmálanefndar 3. október 2012.
Fundargerðin staðfest.

4.        Fundargerð fjallskilanefndar Skaftártunguafréttar, 12. júní 2012.
Fundargerðin staðfest.

5.        Fundargerð fjallskilanefndar Skaftártunguafréttar, 13. ágúst 2012.
Fundargerðin staðfest.
 

 

III.             Fundargerðir til kynningar.

1.      Félagsmálanefnd Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu,
Lögð fram til kynningar fundargerð 24. fundar félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu frá 8.nóvember 2012.

2.      Barnaverndarnefnd Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu.
Lögð fram til kynningar fundargerð 121. fundar barnaverndarnefndar Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu frá 31.október 2012.

3.      Samband sveitarfélaga á Suðurlandi, SASS, 2012.09.025.
Lögð fram til kynningar fundargerð 460. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurlandi frá 17.október 2012.

4.      Samband sveitarfélaga á Suðurlandi, SASS, 2012.09.035.
Lögð fram til kynningar fundargerð 461. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurlandi frá 5. nóvember 2012.

5.      Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu b.s..
Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar  Félagsþjónustu Rangárvalla og Vestur Skaftafellssýslu b.s.frá 3. október 2012.

6.      Samband íslenskra sveitarfélaga, 2012.10.071.
Lögð fram til kynningar fundargerð 800. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 26.október 2012.

7.      Stjórn Félagsþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu.
Lögð fram til kynningar fundargerð 55. fundar stjórnar Félagsþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu frá 3.október 2012.

8.      Stjórn Félagsþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu.
Lögð fram til kynningar fundargerð 56. fundar stjórnar Félagsþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu frá 15.október 2012.

 

IV.             Annað kynningarefni.

1.      Línudans, kynning á þjónustu fyrirtækis, (2012.10.050).  
Lagt fram til kynningar bréf frá framkvæmdastjóra Línudans ehf þess efnis að kynna þjónustu sem snýr að þróun og enduruppbyggingu raforkuflutningskerfa.

 
V. Samþykkt fundargerðar / Fundarslit


Fundargerð lesin upp, samþykkt og árituð. Fundi slitið kl.  18:36.

 

Næsti fundur boðaður með dagskrá mánudaginn 10.desember 2012  kl. 13:00.

 

____________________________
Guðmundur Ingi Ingason

____________________________
Þorsteinn M. Kristinsson
____________________________
Jóhannes Gissurarson

____________________________

Rannveig Bjarnadóttir

____________________________
Jóhanna Jónsdóttir