351. fundur sveitarstjórnar Skaftárhrepps 8. október 2012

Fundargerð.

Sveitarstjórn Skaftárhrepps fundaði mánudaginn 8. október 2012. 
Fundur hófst kl. 1300 í ráðhúsi Skaftárhrepps.

Þetta er 351. fundur sveitarstjórnar, 10. fundur ársins 2012.

Fundargerð er tölvuskráð af sveitarstjóra og er 4 blaðsíður.
Þorsteinn, starfandi oddviti, býður fundarmenn velkomna.

Mættir undirritaðir sveitarstjórnarmenn ásamt Eygló Kristjánsdóttur, sveitarstjóra.   
Guðmundur Vignir Steinsson 2. varamaður Ó lista mættur vegna leyfis Guðmundar Inga.

Sveitarstjóri og oddviti greina frá gangi mála frá síðasta fundi.

Dagskrá

Málefni til umfjöllunar/afgreiðslu.

1.        Veraldarvinir, boð um samstarf á árinu 2013, bréf dagsett 18. september 2012.  (2012.09.031).
Erindinu vísað til afgreiðslu umhverfis- og náttúruverndarnefndar og menningarmálanefndar.

2.        Samtök sveitarfélaga á Suðurlandi, SASS.  Aðalfundarboð 2012, (2012.09.054).
Skaftárhreppur hefur rétt til setu tveggja fulltrúa, starfandi oddviti og 2. varaoddviti verða aðalfulltrúar og sveitarstjóri með seturétt.  Jóhanna Jónsdóttir og Þórunn Júlíusdóttir tilnefndar varafulltrúar.

3.        Rekstur almenningssamgangna á Suðurlandi, erindi frá SASS og Strætó b.s. dags. 17. september 2012. (2012.09.058).
Sveitarstjórn fagnar góðum rekstri almenningssamgangna á Suðurlandi.  Sveitarstjórn vill þó leggja áherslu á að íbúum Suðurlands alls verði þjónað eins vel og mögulegt er.  Leggja þarf vinnu í að nemendur framhaldsskóla sem og aðrir geti nýtt sér áætlunarferðir Strætó b.s.
Sveitarstjóra falið að koma ábendingum þess efnis til SASS og Strætó b.s.

4.      Málstefna sveitarfélaga skv. 130. gr. sveitarstjórnarlaga, fyrirspurn frá innanríkisráðuneyti dags. 21. september 2012. (2012.09.059).
Skaftárhreppur hefur ekki enn sett sér málstefnu.  Nýju sveitarstjórnarlögin hafi falið í sér fjölmörg ný verkefni fyrir sveitarfélögin (fjármálareglur, siðareglur, nýjar samþykktir, endurskoðun samninga um samstarfsverkefni, o.m.fl.). Eðlilegt er að innleiðing laganna taki tíma og sveitarfélögin þurfi, rétt eins og ráðuneytið, að forgangsraða verkefnum innan þess ferlis.  Skaftárhreppur mun m.a. líta til þeirrar fyrirmyndar sem muni felast í málstefnu sem sett verður fyrir Stjórnarráðið.

5.        Embætti skipulags- og byggingafulltrúa Skaftárhrepps.
Anton Kári Halldórsson skipulags- og byggingafulltrúi hefur sagt starfi sínu lausu frá 1. október 2012.   Sveitarstjóra falið að semja við Anton Kára um starfslok og óska eftir að hann sinni áfram einstökum verkefnum s.s. stýrihópi um málefni Skaftár.  Sveitarstjóra og oddvita falið að kanna hagkvæmar leiðir til að halda starfi skipulags- og byggingafulltrúa í Skaftárhreppi.  
Antoni Kára þökkuð þau störf sem hann hefur unnið fyrir Skaftárhrepp undanfarin þrjú ár og óskar sveitarstjórn honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.

6.        Sorporkustöð Skaftárhrepps, stöðumat.
Lagt fram minnisblað Mannvits um kosti og galla þeirra möguleika sem Skaftárhreppur hefur til förgunar á sorpi.  Miðvikudaginn 10. október á sveitarstjórn fundartíma með Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra um stöðu mála.

7.        Fjárhagsáætlun Skaftárhrepps 2013 – 2016.
Lagðar eru fram forsendur að fjárhagsáætlun.
Lagðar fram tillögur að gjaldskrárbreytingum og verða þær sendar til umræðu í nefndum og stofnunum sveitarfélagsins. 
Fyrri umræða fjárhagsáætlunar 2013 – 2016 verður á nóvemberfundi sveitarstjórnar.

Til endurfjármögnunar og lækkunar á greiðslubyrði sveitarfélagsins vegna lánasamninga:

Sveitarstjórn Skaftárhrepps samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 59.000.000 kr., fimmtíu og níu milljónir,  til 22 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja  fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til endurfjármögnunar lána sem tekin voru vegna byggingar íþróttahúss og sundlaugar, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

 

Jafnframt er sveitarstjóra heimilað að skuldbreyta tveimur lánum hjá Lánasjóði sveitarfélaga

samtals að fjárhæð 44.000.000 kr., fjörtíu og fjórar milljónir, til 22 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum.  Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.  Er lánið tekið til endurfjármögnunar lána sem eru með uppgreiðsluheimild, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

 

Gert er ráð fyrir að endurfjármögnun þessi lækki greiðslubyrði sveitarfélagsins um 8 – 9 milljónir á ársgrundvelli.

 

Fundargerðir til samþykktar.

Engar fundargerðir nefnda Skaftárhrepps hafa borist frá síðasta sveitarstjórnarfundi.

III.             Fundargerðir til kynningar.

1.      Félagsmálanefnd Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu,
Lögð fram til kynningar fundargerð 24. fundar félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu frá 27. september 2012.

2.      Barnaverndarnefnd Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu.
Lögð fram til kynningar fundargerð 121. fundar barnaverndarnefndar Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu frá 12. september 2012.

3.      Atvinnuþróunarfélags Suðurlands, 2012.09.037.
Lögð fram til kynningar fundargerð 309. fundar stjórnar Atvinnuþróunarfélags Suðurlands frá 5. september 2012.  Sameiginlegur fundur með SASS.

4.      Atvinnuþróunarfélags Suðurlands, 2012.09.038.
Lögð fram til kynningar fundargerð 310. fundar stjórnar Atvinnuþróunarfélags Suðurlands frá 10. september 2012.

5.      Samband sveitarfélaga á Suðurlandi, SASS, 2012.09.025.
Lögð fram til kynningar fundargerð 458. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurlandi frá 14. september 2012.

6.      Samband sveitarfélaga á Suðurlandi, SASS, 2012.09.035.
Lögð fram til kynningar fundargerð 459. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurlandi frá 21. september 2012.

7.      Hula b.s. sorpsamlag 2012.09.017.
Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar  Hulu b.s.frá 12. september 2012.

8.      Hula b.s. sorpsamlag, 2012.09.018.
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Hulu b.s. frá 12. september 2012.

9.      Samband íslenskra sveitarfélaga, 2012.09.016.
Lögð fram til kynningar fundargerð 799. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 7. september 2012.

10.  Stjórn Félagsþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu.
Lögð fram til kynningar fundargerð 54. fundar stjórnar Félagsþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu frá 25. september 2012.

11.  Skólaskrifstofa Suðurlands, 2012.09.022.
Lögð fram til kynningar fundargerð 141. fundar stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands frá 13. september 2012.

12.  Stýrihópur um Rammaskipulag að Fjallabaki.
Lögð fram til kynningar fundargerð 8. fundar stýrihóps um rammaskipulag að Fjallabaki frá 11. september 2012.

13.  Þjónustusvæði málefna fatlaðra á Suðurlandi.
Lögð fram til kynningar fundargerð 8. fundar stjórnar þjónustusvæðis málefna fatlaðra á Suðurlandi frá 14. september 2012.

14.    Þjónustusvæði málefna fatlaðra á Suðurlandi.
Lögð fram til kynningar fundargerð 9. fundar stjórnar þjónustusvæðis málefna fatlaðra á Suðurlandi frá 21. september 2012.

 

IV.             Annað kynningarefni.

1.         Markaðsstofa Suðurlands, 2012.09.012
Lögð fram til kynningar framvinduskýrsla Markaðsstofu Suðurlands fyrir apríl til september 2012.

2.        Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu, 2012.09.023.
Lögð fram til kynningar greinargerð félagsmálastjóra Félagsþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu um ósk Árborgar um stofnun byggðasamlags um fasteignir sem notaðar eru til þjónustu vegna málefna fatlaðra, dags. 12. september 2012.

3.        Samband Íslenskra sveitarfélaga.
Lögð fram umsögn um drög að frumvarpi til laga um náttúruvernd rituð af Guðjóni Bragasyni sviðsstjóra lögfræði- og velferðarsviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 26. september 2012.

 


V. Samþykkt fundargerðar / Fundarslit


Fundargerð lesin upp, samþykkt og árituð. Fundi slitið kl.  17:30
Næsti fundur boðaður með dagskrá mánudaginn 12. nóvember 2012  kl. 13:00.

 

____________________________
Þorsteinn M. Kristinsson

____________________________
Jóhannes Gissurarson

____________________________
Þórunn Júlíusdóttir

____________________________
Guðmundur V. Steinsson

____________________________
Jóhanna Jónsdóttir