350. fundur sveitarstjórnar Skaftárhrepps 10. september 2012

Fundargerð.

Sveitarstjórn Skaftárhrepps fundaði mánudaginn 10. september 2012. 
Fundur hefst kl. 1300 í ráðhúsi Skaftárhrepps.

Þetta er 350. fundur sveitarstjórnar, 9. fundur ársins 2012.

Fundargerð er tölvuskráð af sveitarstjóra og er 4 blaðsíður.

 

Þorsteinn starfandi oddviti, býður fundarmenn velkomna.

Mættir undirritaðir sveitarstjórnarmenn ásamt Eygló Kristjánsdóttur, sveitarstjóra. 

Guðmundur Vignir 2. varamaður Ó lista mætir vegna leyfis Guðmundar Inga.

Sveitarstjóri og oddviti greina frá gangi mála frá síðasta fundi.


Dagskrá

I.  Málefni til umfjöllunar/afgreiðslu

1. Umsókn um framlengingu á yfirdráttarláni hjá Arion banka upp á kr. 30.000.000.
Skaftárhreppur kt. 480690-2069 sækir um framlengingu á yfirdráttarláni hjá Arion banka upp á krónur 30.000.000 (þrjátíumilljónir) á tékkareikningi 0317 - 26 - 1990. Sótt er um framlengingu til janúar 2013, eða þar til niðurstaða fæst í endurskipulagningu fjármála sveitarfélagsins í samvinnu við Eftirlitsnefnd sveitarfélaga. 
Sveitarstjóra, Eygló Kristjánsdóttur kt. 051274-3509, falið að ganga frá heimild þessari.

2. Ósk um tilnefningar til nýsköpunarverðlauna, erindi frá Fjármálaráðuneytinu dags. 16. ágúst 2012. (2012.08.047).
Sveitarstjórn leggur ekki til neinar tilnefningar í ár.

3. Tillaga að stofnun byggðasamlags, erindi frá sveitarfélaginu Árborg dags. 14. ágúst 2012. (2012.08.048).
Sveitarstjórn Skaftárhrepps getur ekki tekið þátt í stofnun byggðasamlags um fasteignir í Sveitarfélaginu Árborg sem nýttar eru í þágu fatlaðs fólks.

4. Umsókn um stofnun lóðar við Laka á Síðumannaafrétti, erindi frá forsætisráðuneytinu dags. 21. ágúst 2012. (2012.08.057).
Páll Þórhallsson f.h. forsætisráðuneytisins kt. 550169-1269 sækir um að stofna lóð úr Síðumannaafrétti ln. 219300, skv. meðfylgjandi uppdrætti. Sveitarstjórn samþykkir stofnun lóðarinnar og felur skipulags- og byggingafulltrúa að ljúka málinu.

5. Fundir með fjárlaganefnd, bréf dags. 3. september 2012. (2012.09.002).
Sveitarstjórn mun óska eftir fundi með fjárlaganefnd Alþingis í október 2012.
Til fundar við nefndina munu fara sveitarstjóri og starfandi oddviti.

6. Ósk um umsögn um frv. til náttúruverndarlaga, frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti dags. 3. september 2012. (2012.09.005).
Sveitarstjórn mun ekki senda inn umsögn um frumvarp til náttúruverndarlaga.

7. Tilnefning fulltrúa í stjórn jarðvangsins Kötlu Geopark.
Samkvæmt samþykktum Kötlu - jarðvangs eiga Skaftárhreppur og Kirkjubæjarstofa að tilnefna sameiginlega aðal- og varamann í stjórn jarðvangsins.

Tilnefnd eru Ingibjörg Eiríksdóttir aðalmaður og Jóhannes Gissurarson til vara. 

Sveitarstjórn Skaftárhrepps vill beina því til nýrrar stjórnar Kötlu jarðvangs að fundargerðir stjórnar verði gerðar aðgengilegar og komi til kynningar í stjórnum stofnaðilanna.

8. Fasteignin Klausturvegur 15.
Sveitarstjóri greinir frá að fyrirspurn hafi borist um kaup á fasteigninni að Klausturvegi 15. Sveitarstjórn vill, í ljósi fjárhagsstöðu sveitarfélagsins og von um að skrifstofa sveitarfélagsins geti innan fárra ára flutt í Þekkingarsetur á Kirkjubæjarklaustri, auglýsa húseignina að Klausturvegi 15 til sölu.
Sveitarstjóra falið að fá fasteignasölu til að annast auglýsingu og söluferli ef til þess kæmi. Eignin skal auglýst til sölu fram til 1. nóvember 2012 og skal þá skoðað efni þeirra tilboða sem hafa borist.

 

II. Fundargerðir til samþykktar.

1. 50. fundur æskulýðs- og íþróttanefndar, 21. ágúst 2012.
liður 1. e) Í ljósi upplýsinga sem borist hafa um listaverk á vegg íþróttamiðstöðvarinnar og framkvæmdaraðila verksins sem og fundargerðar skipulags- og bygginganefndar frá 30. júlí, liður 11, tekur sveitarstjórn þá ákvörðun að hætt verði við að ljúka listaverkinu og það verði fjarlægt.

Fundargerðin samþykkt.

2. 51. fundur æskulýðs- og íþróttanefndar, 29. ágúst 2012.
Fundargerðin samþykkt.

3. Fundargerð fjallskilanefndar Landbrots- og miðafréttar, 20. júní 2012.
Fundargerðin samþykkt.

4. Fundargerð fjallskilanefndar Landbrots- og miðafréttar, 14. ágúst 2012.
liður 4) Smölun heimalanda. - Í framhaldi af fundi með formönnum fjallskilanefnda í vor hefur erindi verið sent á alla landeigendur í sveitarfélaginu um smölun heimalanda, í því er eftirfylgni á smölun heimalanda varpað á fjallskilanefndir. Þar sem ekki eru starfandi fjallskilanefndir í Meðallandi og Fljótshverfi telur sveitarstjórn eðlilegt að funda með landeigendum á þessum svæðum um framkvæmd smalana á þeirra svæði.
Fundargerðin samþykkt.

5. 87. fundur rekstrarnefndar Klausturhóla, 4. september 2012.
Vegna liðar 2 í fundargerð mun sveitarstjórn óska eftir fundi með velferðarráðherra.
Fundargerðin samþykkt.

III. Fundargerðir til kynningar.

1. 143. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 31. ágúst 2012.

2. 140. fundur stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands, 30. ágúst 2012. (2012.08.058)

3. 5. fundur starfshóps um áhrifasvæði Skaftár, 23. apríl 2012.

4. 6. fundur starfshóps um áhrifasvæði Skaftár, 9. júlí 2012.

5. 2. fundur stýrihóps um rammaskipulag að Fjallabaki, 7. júní 2012.

6. 3. fundur stýrihóps um rammaskipulag að Fjallabaki, 21. júní 2012.

7. 4. fundur stýrihóps um rammaskipulag að Fjallabaki, 9. júlí 2012.

8. 5. fundur stýrihóps um rammaskipulag að Fjallabaki, 12. júlí 2012.

9. 6. fundur stýrihóps um rammaskipulag að Fjallabaki, 17. júlí 2012.

 

IV.             Annað kynningarefni.

1. Kveðja frá Velferðarvaktinni, 22. ágúst 2012. (2012.08.038).

2. Uppsögn fréttaritara, 31. ágúst 2012. (2012.09.003).
     Sveitarstjórn Skaftárhrepps mótmælir því að Ríkisútvarpið ohf. ætli ekki að halda úti fréttaritara á Suðurlandi.

3. Ársfundur Jöfnunarsjóðs, 3. september 2012. (2012.09.004).

4. Ungt fólk 1992 - 2012 æskulýðsrannsóknir, 29. ágúst 2012. (2012.09.007).

5. Ályktun frá Bláskógabyggð, 7. september 2012.

Sveitarstjórn Skaftárhrepps tekur heils hugar undir bókun sveitarstjórnar Bláskógabyggðar á fundi þeirra frá 6.september, varðandi umræður um hækkun virðisaukaskatts á sölu gistingar.  Ferðaþjónusta er í dag önnur af aðal atvinnugreinum í Skaftárhreppi og hefur á síðastliðnum árum verið helsti vaxtabroddur í viðkvæmu atvinnulífi sveitarfélagsins.  Illa ígrunduð hækkun virðisaukaskatts á gistingu, sem þessi, kemur til með að skaða rekstrarumhverfi ferðaþjónustunnar og þar með atvinnulíf í Skaftárhreppi.  Sveitarstjórn Skaftárhrepps hvetur eindregið til þess að ríkisstjórn Íslands hverfi frá þessum hugmyndum sínum. 


V. Samþykkt fundargerðar / Fundarslit

Fundargerð lesin upp, samþykkt og árituð. Fundi slitið kl.  16:35.

 Næsti fundur boðaður með dagskrá mánudaginn 8. október 2012  kl. 13:00.

   

____________________________
Þorsteinn M. Kristinsson

 ____________________________
Þórunn Júlíusdóttir

 ____________________________
Jóhannes Gissurarson.

 ____________________________
Guðmundur Vignir Steinsson.

 ____________________________
Jóhanna Jónsdóttir