349. fundur sveitarstjórnar Skaftárhrepps 13. ágúst 2012

Fundargerð.

Sveitarstjórn Skaftárhrepps fundaði mánudaginn 13. ágúst 2012. 
Fundur hefst kl. 1300 í ráðhúsi Skaftárhrepps.

Þetta er 349. fundur sveitarstjórnar, 8. fundur ársins 2012.

Fundargerð er tölvuskráð af sveitarstjóra og er 5 blaðsíður.

 

Guðmundur Ingi oddviti, býður fundarmenn velkomna.

Mættir undirritaðir sveitarstjórnarmenn ásamt Eygló Kristjánsdóttur, sveitarstjóra. 

Sveitarstjóri og oddviti greina frá gangi mála frá síðasta fundi.

Dagskrá

Málefni til umfjöllunar/afgreiðslu

1.        Styrkumsókn til handa Vísinda- og rannsóknarsjóði Suðurlands frá Fræðslunetinu, dags. 11. júní 2012. (2012.06.026).
Beðið er um styrk til sjóðsins, Suðurlandi til framdráttar, með árlegu framlagi í fimm ár.   Sveitarstjórn getur ekki orðið við beiðninni að þessu sinni.

2.        Beiðni um umsögn vegna Landsáætlunar um meðhöndlun úrgangs 2013-2024 frá umhverfisráðuneytinu, dags. 15. júní 2012. (2012.06.039).

Sveitarstjórn tekur undir orð Guðjóns Bragasonar og Lúðvíks Gústafssonar í minnisblaði til verkefnastjórnar um úrgangsmál og allra sveitarfélaga, dagsett 18. júlí 2012,   um umsögn um drög að landsáætlun um úrgang .  Þar segir m.a.:

„Áætlunin er full bjartsýni og sett eru háleit markmið en áætlunin líður að nokkru fyrir það að tengingu við raunveruleikann er áfátt.  Í henni er um of einblínt á flokkun og söfnun úrgangs en að mestu er látið liggja milli hluta hvað gera á síðan við efnin og ekki síður hvað einstakar tillögur og markmið munu kosta hið opinbera og þar með skattgreiðendur. Hefði verið til mikilla bóta ef gerð hefði verið kostnaðar- og ábatagreining þannig að val á leiðum væri augljósara og réttlætanlegra.

Sem dæmi má taka að rætt er um að urðun úrgangs verði einvörðungu 25% af heildarmagni árið 2015, 15% árið 2020 og 5% árið 2025.  Ekki er hins vegar gerð nein tilraun til að meta hvaða afleiðingar þetta getur haft eða hvaða tæknilegu útfærslur eru mögulegar. Það að setja fram markmið um að draga úr urðun úrgangs verður ekki til þess að úrgangurinn hverfi.  Til að ná þeim markmiðum sem að er stefnt þarf því fjárfestingar sem gætu hæglega kostað tugi milljarða.“

Jafnframt vill sveitarstjórn Skaftárhrepps benda á að rekin hefur verið metnaðarfull stefna í sorpeyðingarmálum sveitarfélagsins undanfarinn áratug.  Þar hefur sífellt betri flokkun heimilissorps og sorps frá fyrirtækjum verið hvað umfangsmest.  Flokkað hefur verið í þrjá flokka þar sem lífrænn úrgangur og endurvinnanlegt hefur verið tekið frá og það sem eftir stendur verið brennt í brennsluofni og orkan notuð til kyndingar skólahúsnæðis og íþróttamannvirkja.  Einungis hefur aska úr brennsluofninum verið urðuð og hefur hún verið innan við 5% af heildarmagni sorps í Skaftárhreppi.

Nú blasir við sá veruleiki að vegna reglugerðarbreytingar umhverfisráðherra verði sorpeyðingarstöð Skaftárhrepps lokað.  Þrátt fyrir mikinn árangur í minnkun á losun mengandi efna í útblæstri stöðvarinnar og rannsókn Umhverfisstofnunar, frá 2011,  á mengun í jarðvegi, í fólki og í búfénaði, þar sem sýnt er að mengun á Kirkjubæjarklaustri er langt undir þeim mörkum sem miðað er við, er sveitarstjórn Skaftárhrepps nú á byrjunarreit hvað meðhöndlun úrgangs varðar.

3.        Styrkumsókn frá MS félaginu, dags. 21. júní 2012. (2012.06.059).
Beðið er um kr. 50.000 til að gera félaginu kleift að greiða kostnað við leigu og rekstur íbúðar að Sléttuvegi 9 í Reykjavík. 
Skaftárhreppur sér sér ekki fært að veita umbeðna upphæð en samþykkir að veita 20.000 kr. til reksturs íbúðarinnar.


4.        Erindi frá Ástu Sverrisdóttur, dags. 29. júní 2012. (2012.06.066).
Ásta óskar eftir að nokkur atriði úr samþykkt um stjórn og fundarsköp Skaftárhrepps, sem samþykkt var af félagsmálaráðuneytinu 12. apríl 2006, verði rædd á fundi sveitarstjórnar og umræður færðar til bókar í fundargerð.

Eygló fór yfir atriði í bréfinu sem listuð eru svo sem fundarboð sveitarstjórnar og hvernig staðið er að umræðum og afgreiðslu á lokuðum fundum sveitarstjórnar.  Einnig spyr Ásta um hvort til séu fundargerðir frá fundum sem haldnir voru í framhaldi af því að varð að fresta ákvörðun um söluna [á jörðinni Á], og hvort gögn þar að lútandi séu tiltæk.  Eygló greinir frá að fundargerðir voru ekki skráðar og að gögn frá þeim fundum  séu ekki til.
Guðmundur bendir á að enginn sveitarstjórnarmaður hafi kannast við að hafa lekið upplýsingum um efni kauptilboðs á jörðinni Á.  Fleiri en sveitarstjórnarmenn hafi haft upplýsingar um efni kauptilboðsins.
Þorsteinn leggur til að sveitarstjórn breyti vinnuferli sínu varðandi sölu eigna sveitarfélagsins. 
Jóhanna tekur undir með Þorsteini að breyta þurfi vinnuferli okkar varðandi sölu eigna og spyr hvort til séu staðlaðar reglur um sölu eigna sveitarfélaga.
Þórunn rekur sögu undangenginna ára með sölu eigna sveitarfélagsins, að sagan sýni okkur að nauðsynlegt er að setja verklagsreglur um málið.
Jóhannes segir að ákveðin mistök hafi greinilega orðið og nauðsynlegt fyrir okkur að taka þetta til skoðunar.

Sveitarstjóra falið að athuga hvort til séu hjá öðrum sveitarfélögum eða Sambandi íslenskra sveitarfélaga reglur um sölu eigna eða leigu eigna sveitarfélaga.


5.        Ósk um samþykki á breytingum á samþykktum (skipulagsskrá) jarðvangsins Kötlu Geopark, dags. 8. ágúst 2012. (2012.08.005).
Óskað er eftir samþykki fyrir að fjölga í stjórn jarðvangsins Kötlu Geopark úr þremur í fimm og að Háskólafélag Suðurlands komi inn með tvo stjórnarmenn en það er jafnframt ábyrgðaraðili IPA styrks jarðvangsins.

Sveitarstjórn samþykkir breytingarnar.


6.        Tillaga um hljóðupptöku á sveitarstjórnarfundum, frá Þorsteini M. Kristinssyni, dags. 8. ágúst 2012.  (2012.08.006).
Þorsteinn hefur formála að erindinu, hann hefur látið skoða tæknibúnað til hljóðritunar.
Þorsteini falið að finna búnað á hagstæðum kjörum skv. fjárhagsáætlun lið, sveitarstjórn, tölvu og tölvubúnaður (21011-2813).


7.        Ársreikningur hjúkrunarheimilisins Klausturhóla 2011. (2012.08.007).
Samkvæmt rekstrarreikningi er tap af rekstri heimilisins að fjárhæð 10,4 millj. kr en á árinu 2010 nam hagnaður 16,7 millj.kr. Þessi niðurstaða er að teknu tilliti til arfs sem heimilinu barst.  Rekstrarniðurstaðan án arfsins er neikvæð um 10,9 millj. á árinu 2011 og á árinu 2010 nam tap 6,3 millj. kr.  Vistgjöld námu 110,9 millj. kr á árinu 2011 en námu 113,2 millj. kr á árinu 2010.  Rekstrargjöld fyrir fjármunatekjur og fjármagnsgjöld námu 137,8 millj. kr. en námu 128,4 millj. kr. á árinu 2010.  Á árinu 2011 eru gjaldfærðar um 7,2 millj. kr. sem heimilið var dæmt til að greiða fyrrverandi hjúkrunarforstjóra vegna ólögmætrar uppsagnar.
Sveitarstjórn samþykkir ársreikninginn.

Sveitarstjórn fer þess á leit að vinna við fjárhagsáætlun og ársreikning Skaftárhrepps og Klausturhóla verði framvegis gerð samhliða. 


8.        Rekstrarstaða Skaftárhrepps, 6 mánaða staða 2012.
Rekstrarstaða Skaftárhrepps 6 mánaða, án innri viðskipta, er á áætlun miðað við fjárhagsáætlun 2012.  Brýnt er að gæta ýtrasta aðhalds áfram.

9.        Daggjöld á afrétti 2012.
Sveitarstjórn samþykkir að daggjöld á afrétti verði óbreytt frá síðasta ári, framreiknuð samkvæmt vísitölu neysluverðs án húsnæðiskostnaðar í júlí 2012.  Daggjöld 2011 voru 12.046 kr. og vísitala í júlí 2011 379,9 stig, vísitala í júlí 2012 var 397,2 stig og verða daggjöld því 12.595 kr. árið 2012.


10.    Sorporkustöð,  sorpmál Skaftárhrepps framtíðarhorfur.
Fyrir liggur minnisblað frá Mannvit verkfræðistofu þar sem einsýnt þykir að Sorporkustöð Skaftárhrepps muni ekki uppfylla skilyrði sem felast í breytingu á reglugerð 739/2003.

Í tengslum við samkomulag sem gert var við innanríkisráðherra dags. 10. júlí 2012 um frekari vinnu með Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, óskar  sveitarstjórn eftir  úttekt á kostum og fjárskuldbindingum við:
            a)  nýjan brennsluofn sem uppfyllir öll skilyrði reglugerðar 739/2003,
            b)  akstur með sorpið í Kölku sorpeyðingarstöð Suðurnesja, eða
            c)   urðun sorps, á Stjórnarsandi, Skógarsandi eða í Álfsnesi.

 

Einnig þarf að kanna kostnað og fjárskuldbindingar við nýja kyndingu á skólahúsnæði og íþróttamannvirkjum á Kirkjubæjarklaustri. 
Kanna þarf kosti við borun eftir heitu vatni, varmadælur, rafmagn, olíukyndingu svo  og viðarkyndingu í núverandi ofni.  

Jafnframt óskar sveitarstjórn eftir fundi með umhverfisráðherra um málefni Sorporkustöðvarinnar í Skaftárhreppi.


11.    Erindi frá Friði og frumkröftum ásamt Ferðamálafélagi Skaftárhrepps um samstarf vegna Unique Iceland – Suðurland sem Icelandair og Markaðsstofa Suðurlands standa að, dags. 9. ágúst 2012. (2012.08.012)
Sveitarfélagið  er aðili að Markaðsstofu Suðurlands, Kötlu Jarðvangi og Friði og frumkröftum og leggur til þeirra árleg framlög.   Sveitarstjórn líst vel á verkefnið en getur ekki takið þátt í því með umbeðnu  fjárframlagi. 

 

 

Jóhanna Jónsdóttir víkur af fundi.

Fundargerðir til samþykktar.

 

1.      86. fundur Skipulags- og bygginganefndar, 30.júlí 2012. (2012.07.034)

 

1.      mál: Tillaga að deiliskipulagi fyrir Nunnuklaustrið á Kirkjubæ.

Afgreiðsla: Engar athugasemdir bárust við tillöguna á auglýsingartíma.Telst því deiliskipulagstillagan samþykkt.
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.

2.    mál: Tillaga að deiliskipulagi fyrir fiskeldi í landi Botna.

Afgreiðsla: Engar athugasemdir bárust við tillöguna á auglýsingartíma. Skv. umsögn Heilbrigðiseftirlits var bætt við tillöguna upplýsingum um fráveitu og setþró. Telst því deiliskipulagstillagan samþykkt.
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.

3.         mál: Sléttaból 2 / Hraunból – Landskipti.

Afgreiðsla: Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin.

Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.

4.         mál: Hlíð II – Landskipti.

Afgreiðsla: Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin.

Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.

5.         mál: Borgarfell 1 og 3 – Byggingarleyfisumsókn.

Afgreiðsla: Samþykkt. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afla fullnægjandi gagna og ljúka málinu.

Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt, byggingarfulltrúa falið að sækja um undanþágu skv. 1.tl. ákvæða til bráðabirgða í Skipulagslögum nr. 123, frá 2010.

6.         mál: Borgarfell 1 og 3 lóð – Byggingarleyfisumsókn.

Afgreiðsla: Samþykkt. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ljúka málinu.
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt

Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt, byggingarfulltrúa falið að sækja um undanþágu skv. 1.tl. ákvæða til bráðabirgða í Skipulagslögum nr. 123, frá 2010.

 

Fundargerðin í heild samþykkt.

 III.             Fundargerðir til kynningar.

1.      22. fundur félagsmálanefndar Rangárvalla- og V. Skaftafellssýslu, 21. júní 2012.
Lagt fram til kynningar.

2.      120. fundur barnaverndarnefndar Rangárvalla- og V. Skaftafellssýslu, 27. júní 2012.
Lagt fram til kynningar.

3.      798. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 29. júní 2012. (2012.07.006).
Lagt fram til kynningar.

4.      23. fundur félagsmálanefndar Rangárvalla- og V. Skaftafellssýslu, 7. ágúst 2012.
Lagt fram til kynningar.

5.      2. fundur stjórnar jarðvangsins Katla Geopark, 18. júní 2012. (2012.08.009).
Lagt fram til kynningar.

6.      3. fundur stjórnar jarðvangsins Katla Geopark, 25. júní 2012. (2012.08.010).
Lagt fram til kynningar.

IV.             Annað kynningarefni.

1.        Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands, mál nr. E-51/2012 RW gegn Skaftárhreppi, dómssátt,    dags. 20. júní 2012. (2012.06.044). 
Lagt fram til kynningar.

2.        4. aðalfundur Háskólafélags Suðurlands ehf., dags. 14. júní 2012. (2012.06.027).
Lagt fram til kynningar.

3.        Boð um ráðgjafaþjónustu frá Centra fyrirtækjaráðgjöf, dags. 13. júní 2012. (2012.06.032).
Lagt fram til kynningar.

4.        Minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga um drög að landsáætlun um úrgang, dags. 18. júlí 2012. (2012.07.027).
Lagt fram til kynningar.

5.        Afgreiðsla styrkbeiðni Félags eldri borgara í Skaftárhreppi, dags. 23. júlí 2012. (2012.07.043).
Lagt fram til kynningar.

6.        Boð á fjármálaráðstefnu Samb. ísl. sveitarfélaga og boð á ársþing SASS, dags 10.ágúst 2012. (2012.08.013)

Lagt fram til kynningar.

 

 


V. Samþykkt fundargerðar / Fundarslit


Oddviti óskar leyfis frá 23. ágúst til loka október 2012.  1. varaoddviti mun gegna skyldum oddvita á meðan.

Fundargerð lesin upp, samþykkt og árituð. Fundi slitið kl.  18:30.

 

Næsti fundur boðaður með dagskrá mánudaginn 10.september  2012  kl. 13:00

 

 

____________________________
Guðmundur Ingi Ingason

____________________________
Þorsteinn M. Kristinsson 
 

____________________________
Jóhannes Gissurarson.
____________________________
Þórunn Júlíusdóttir
____________________________
Jóhanna Jónsdóttir