348. fundur sveitarstjórnar Skaftárhrepps 12. júní 2012

Fundargerð.

Sveitarstjórn Skaftárhrepps fundaði þriðjudaginn 12. júní 2012. 
Fundur hófst kl. 1000 í ráðhúsi Skaftárhrepps.

Þetta er 348. fundur sveitarstjórnar, 7. fundur ársins 2012.

Fundargerð er tölvuskráð af sveitarstjóra og er 3 blaðsíður.

Guðmundur Ingi oddviti, býður fundarmenn velkomna.

Mættir undirritaðir sveitarstjórnarmenn ásamt Eygló Kristjánsdóttur, sveitarstjóra. 

Oddviti óskar eftir breytingu á dagskrá að við málefnaskrá bætist:

Málefni til umfjöllunar / afgreiðslu,
3. d. Ályktun frá aðalfundi Eldvatna - samtaka um náttúruvernd í Skaftárhreppi, 7. júní 2012. 

Fundargerðir til samþykktar,
2.  Fundargerð menningarmálanefndar, 23. apríl 2012.

Fundargerðir til kynningar,
6.  Fundargerð 1. fundar stýrihóps um rammaskipulag að Fjallabaki, 30. maí 2012.

Dagskrárbreyting samþykkt.

Sveitarstjóri og oddviti greina frá gangi mála frá síðasta fundi.

Dagskrá

I. Málefni til umfjöllunar/afgreiðslu.

 1. Kjör oddvita sveitarstjórnar Skaftárhrepps. (2012.06.019)
  Kosning oddvita og varaoddvita sem nú fer fram á grundvelli nýrra sveitarstjórnarlaga gildir til loka yfirstandandi kjörtímabils sveitarstjórnar.

  Guðmundur Ingi Ingason kjörinn oddviti,
  Þorsteinn M. Kristinsson kjörinn 1. varaoddviti,
  Jóhannes Gissurarson kjörinn 2. varaoddviti.
   
 2. Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðrar efnistöku í grjótnámi austan við Dýralæki [Dýralækjarkvísl] á Mýrdalssandi, frá Vegagerðinni, dags 6. júní 2012. (2012.06.021)
  Erindið samþykkt skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afla fullnægjandi gagna og gefa út framkvæmdaleyfi þegar þau hafa borist. Fyrirhugað grjótnám er í samræmi við gildandi aðalskipulag Skaftárhrepps.

 3. Ummæli sveitarstjóra í fréttatíma Stöðvar 2, 29. maí 2012.
  Sveitarstjórn harmar ummæli sveitarstjóra Skaftárhrepps, varðandi sauðfjárbúskap í landinu í viðtali á Stöð 2 þann 29. maí s.l. Ummælin kunna að hafa verið færð úr samhengi en sauðfjárrækt hefur alla tíð verið ein af grunnatvinnugreinum í sveitarfélaginu. Það er einróma álit sveitarstjórnar að hlúa þarf að landbúnaði og þeim tækifærum sem felast í honum í framtíðinni.

  a. Ályktun stjórnar félags sauðfjárbænda, 6. júní 2012. (2012.06.012)
       Vísað í bókun sveitarstjórnar.
  b.  Tölvupóstur frá Ástu Sverrisdóttur, 31. maí 2012. (2012.06.011)
       Vísað í bókun sveitarstjórnar, sveitarstjóra falið að svara spurningum erindisins.
  c.  Bréf frá Heiðu Guðnýju Ásgeirsdóttur, 7. júní 2012. (2012.06.010)
       Vísað í bókun sveitarstjórnar.
  d.  Ályktun frá aðalfundi Eldvatna - samtaka um náttúruvernd í Skaftárhreppi, 7. júní 2012.
       Vísað í bókun sveitarstjórnar.
   
  Sveitarstjóri óskar bókunar.
  Ég harma að orðaval mitt í ofangreindu viðtali hafi valdið ugg meðal sauðfjárbænda í Skaftárhreppi.  Markmið mitt var eingöngu að benda á þá stöðu sem atvinnulíf Skaftárhrepps er í í dag og að rekstrarumhverfi sauðfjárbúskapar sé ekki nógu hagstætt, líkt og ég benti á í grein í Dagskránni fimmtudaginn 10. maí.  Hafi mönnum sárnað orð mín biðst ég velvirðingar á því.    Eygló Kristjánsdóttir.

   
 4. Beiðni um tilnefningu í stjórn Styrktarfélags fyrir Heilsugæsluna á Klaustri, bréf frá Auðbjörgu Bjarnadóttur og Sólrúnu Ólafsdóttur, 5. júní 2012. (2012.06.020)
  Sveitarstjórn styður heilshugar við stofnun Styrktarfélags fyrir Heilsugæsluna á Klaustri, sveitarstjórn tilnefnir oddvita sveitarstjórnar í stjórn félagsins.

 5. Styrkbeiðni frá Félagi heyrnarlausra, 7. júní 2012. (2012.06.013)
  Sveitarstjórn getur því miður ekki orðið við beiðninni að þessu sinni.

 6. Bréf Skaftárhrepps til innanríkisráðherra um áframhaldandi vinnu með Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dags. júní 2012.
  Sveitarstjóra falið að fylgja málinu eftir og óska eftir fundi með innanríkisráðherra um framhald samstarfsins.

II. Fundargerðir til samþykktar.

 1. 124. fundur fræðslunefndar, 6. júní 2012.
  Fundargerðin samþykkt.
 2. Fundargerð menningarmálanefndar, 23. apríl 2012.
  Fundargerðin samþykkt.

III. Fundargerðir til kynningar.

 1. 138. fundur stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands, 28. mars 2012.
 2. 139. fundur stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands, 22. maí 2012.
 3. 142. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 1. júní 2012.
 4. 117. fundur barnaverndarnefndar Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu, 23. maí 2012.
 5. 797. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 25. maí 2012.
 6. 1. fundur stýrihóps um rammaskipulag að Fjallabaki, 30. maí 2012. 

IV.             Annað kynningarefni.

 1. Samfélag, atvinnulíf og íbúaþróun í byggðarlögum með langvarandi fólksfækkun, skýrsla Byggðastofnunar. (2012.06.015)
  Sveitarstjórn Skaftárhrepps deilir áhyggjum með skýrsluhöfundum um byggðaþróun í dreifbýli undanfarin ár. Skýrslan sýnir að leggja þarf vinnu í að snúa þessari neikvæðu þróun við og styrkja þarf atvinnuvegi landsbyggðarinnar.
 2. Fundarboð aðalfundar Háskólafélags Suðurlands haldinn þann 14.júní 2012. (2012.05.064)
 3. Dagur íslenskrar náttúru 16. september 2012, bréf Umhverfisráðuneytis dags. 30. maí 2012.
 4. Bréf Búnaðarfélags Leiðvallahrepps til RARIK, dags 23. maí 2012. Þriggja fasa rafmagn í Meðallandi, Vestur- Skaftafellssýslu. (2012.05.078)
  Sveitarstjórn tekur eindregið undir með bréfritara að nauðsynlegt er að koma á þrífösun rafmagns innan sveitarfélagsins til að styrkja möguleika á nýsköpun og til að jafna aðstöðu íbúanna til atvinnureksturs og búsetu.  

V. Samþykkt fundargerðar / Fundarslit

Fundargerð lesin upp, samþykkt og árituð. Fundi slitið kl.  12:40. 

Næsti fundur boðaður með dagskrá mánudaginn 13. ágúst 2012  kl. 13:00.

____________________________
Guðmundur Ingi Ingason

____________________________
Þórunn Júlíusdóttir

____________________________
Jóhannes Gissurarson.

____________________________
Þorsteinn M. Kristinsson

____________________________
Jóhanna Jónsdóttir