347. fundur sveitarstjórnar Skaftárhrepps 15. maí 2012

Fundargerð.

Sveitarstjórn Skaftárhrepps fundaði þriðjudaginn 15. maí 2012. 
Fundur hefst kl. 1300 í ráðhúsi Skaftárhrepps.

Þetta er 347. fundur sveitarstjórnar, 6. fundur ársins 2012.

Fundargerð er tölvuskráð af sveitarstjóra og er  4 blaðsíður.

 

Guðmundur Ingi oddviti, býður fundarmenn velkomna.

Mættir undirritaðir sveitarstjórnarmenn ásamt Eygló Kristjánsdóttur, sveitarstjóra. 

Sveitarstjóri og oddviti greina frá gangi mála frá síðasta fundi.
Sveitarstjóri greinir frá niðurstöðu á forathugunum á Meðallandssandi þar sem hugmynd var að vinna segulagnir úr sandi.  Ekki verður um frekari rannsóknir að ræða.

 

Dagskrá

Málefni til umfjöllunar/afgreiðslu.

1. Ábyrgðaryfirlýsing vegna Hulu b.s. urðunarstaðar á Skógarsandi, 15. maí 2012. 2012.05.021
Sveitarstjórn undirritar ábyrgðarlýsinguna.
Sveitarstjórn Skaftárhrepps kallar eftir heildstæðri stefnu frá ríkisvaldinu í sorpmálum á landinu öllu.

2. Siðareglur kjörinna fulltrúa í Skaftárhreppi, maí 2012. 2012.05.022

Siðareglurnar samþykktar og verða sendar innanríkisráðuneyti til staðfestingar.

3. Fundarboð aðalfundar Eldvilja ehf., skipan fulltrúa Skaftárhrepps, tölvupóstur dags. 5. maí 2012. 2012.05.023

Sveitarstjórn samþykkir að Þorsteinn M. Kristinsson 1. varaoddviti mæti á fundinn.

 

4. Boð um stofnaðild Erróseturs, mars 2012. 2012.05.024

Sveitarstjórn samþykkir að vera stofnaðili að Errósetri, með 10.000 kr. stofnframlagi.

 

5. Sorporkuver á Suðurlandi bréf frá Ingvari Níelssyni, mars/apríl 2012. 2012.05.019

Sveitarstjórn móttekur erindið.

 

6. Ítrekun athugasemda vegna skerts rennslis lindarvatns í Landbroti, bréf frá Erlendi Björnssyni, formanni veiðifélags Grenlækjar, 28. apríl 2012. 2012.05.017
Þórunn Júlíusdóttir lýsir yfir vanhæfi sínu og víkur af fundi.

 

Sveitarstjórn vísar erindinu til stýrihóps um málefni Skaftár og beinir þeim tilmælum til hópsins að hraða vinnu við tillögugerð til lausnar á því stórvægilega vandamáli sem íbúar í Landbroti og Meðallandi glíma við.

 

Þorsteinn óskar bókunar:
„Um leið og ég ítreka afstöðu mína frá 329. fundi, þá fagna ég því að sveitarstjórn líti á málið sem stórvægilegt vandamál og ætli að beina þeim tilmælum til stýrihópsins að hraða vinnunni.  Ég vil benda á að ef það verður ekki gert, blasir við frekari eyðilegging á mjög mikilvægum hlunnindum í Skaftárhreppi."

 

Þórunn kemur inn á fundinn aftur.

 

7. Ársreikningur Skaftárhrepps 2011, seinni umræða.

Ársreikningurinn var til fyrri umræðu 8. maí 2012, undirritaður af sveitarstjóra. 
Í A- hluta rekstrarreiknings kemur fram að heildartekjur voru 359,9 mkr. þar af 168,9 mkr. skatttekjur, 90,9 m kr. úr Jöfnunarsjóði og aðrar tekjur 100,1 mkr.  Rekstrargjöld voru 309,5 mkr. með afskriftum.  Afskriftir í A hluta voru 11 mkr. Heildartekjur samstæðu voru 368 mkr. rekstrargjöld 320,2 mkr. þar af 16,5 mkr. í afskriftir.  Fjármagnsgjöld voru 29,9 mkr. og rekstrarniðurstaða samstæðu var jákvæð um 17,9 mkr. 
Niðurstaða efnahagsreiknings sýnir eignir samstæðu samtals 530,6 mkr, skuldir og skuldbindingar eru samtals 303,8 mkr. Eigið fé samtals 226,8 mkr. Veltufé frá rekstri samstæðu var 49,6 mkr. Fjárfesting í varanlegum fjármunum -3,5 mkr. en söluverð seldra rekstrarfjármuna 3,7 mkr. Afborganir langtímalána námu 31,7 mkr.

Sveitarstjórn samþykkir ársreikning 2011 samhljóða og staðfestir hann með undirritun sinni.

 

8. Rammaskipulag fyrir fjallabakssvæðið / hálendið vestan og norðan Mýrdalsjökuls.

Í ljósi betri niðurstöðu nýsamþykkts ársreiknings samþykkir sveitarstjórn að taka þátt í verkefninu og tilnefnir Anton Kára Halldórsson skipulags- og byggingafulltrúa og Eygló Kristjánsdóttur sveitarstjóra í samstarfshópinn.

 

9. Mótun stefnu um lagningu raflína í jörð. Beiðni um athugasemdir og ábendingar vegna þingsályktunartillögu - erindi frá síðasta fundi.

Sveitarstjórn Skaftárhrepps þakkar fyrir að fá að koma að mótun stefnu um lagningu raflínu í jörðu.

Innan sveitarfélagsins hefur verið  unnið að því á undanförnum árum að leggja rafmagn í jörðu sem sannarlega hefur m.a. bætt ásýnd sveitarinnar.

Sveitarstjórn vill taka undir þar sem segir í þingskjali 567 um lagningu raflínu í jörð;

,,Þegar kemur að því að meta kosti og galla jarðstrengja annars vegar og loftlína hins vegar verður og að gera greinarmun á varanlegu og afturkræfu raski. Slíkt verður að meta út frá mismunandi umhverfisþáttum og þá taka tillit til áhrifa á landslag jafnt sem gróður og vistkerfi. Segja má að jarðrask vegna stórra jarðstrengja sé umtalsvert varanlegra en sem nemur lágmarksraski af vegslóða sem fylgir loftlínu. Í viðkvæmu vistkerfi og jarðminjum, svo sem um eldhraun eða mýrar, er til að mynda mikilvægt að jarðraski sé haldið í algjöru lágmarki. Á öðrum stöðum kann hins vegar að vera hægt að draga mjög úr jarðraski jarðstrengja með því að leggja þá um svæði sem þegar hefur verið raskað, svo sem meðfram samgöngumannvirkjum sem þegar eru fyrir hendi eða annars konar lögnum. Mikilvægt er að hugað sé tímanlega að línuleiðum í jörðu, til að mynda í tengslum við önnur mannvirkjabelti, svo sem vegstæði, til að draga sem mest úr heildaráhrifum vegna framkvæmda".

Eftir að hafa kynnt sér kosti þess og galla hvort æskilegra sé að flytja háspennu með loftlínu eða með jarðstreng telur sveitarstjórn Skaftárhrepps mjög mikilvægt að horft sé til umhverfisáhrifa í hvert skipti. Innan sveitarfélagsins Skaftárhrepps eru mjög mikilvægar ósnortnar landslagsheildir sem nauðsynlegt verður að umgangast af fullri ábyrgð.

 

10. Vinnandi vegur, verkefni í samvinnu við Vinnumálastofnun.

Lagt er fram minnisblað og áætlun oddvita þar sem listuð eru upp verkefni fyrir sumarið 2012.  Sérstaklega eru tiltekin verkefni við Kirkjuhvol, Skerjavelli og Kærabæ.

Sveitarstjórn samþykkir verkefnið á forsendum þess að samstarf verði við Vinnumálastofnun.

 

11. Samstarf við Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga.

Lagt er fram minnisblað sveitarstjóra frá fundi sveitarstjórnar með Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga þann 10. maí s.l.  Sveitarstjórn óskar eftir að samstarfið við nefndina haldi áfram og að gerður verði samstarfssamningur um tiltekin verkefni.  Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að óska eftir viðræðum við Arion banka og Lánasjóð sveitarfélaga um endurskoðun þeirra lánakjara sem sveitarfélagið hefur.  Einnig að sveitarstjóri leiti eftir viðræðum við mennta- og menningarmálaráðuneytið um eignarhald á Skerjavöllum 3 og 5.

 

12. Samningur um uppgræðslu í Hvammshrauni, maí 2012.

Sveitarstjórn sem landeigandi Ár samþykkir uppgræðslu í Hvammshrauni skv. fyrirliggjandi samningi og yfirlitsmynd.  Oddviti undirritar samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

 

13. Umsögn um 727.mál, tillaga til þingsályktunar. Áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 8.maí 2012.

Lögð er fram umsögn meirihluta sveitarstjórnar sem send var til nefndarsviðs Alþingis 7. maí s.l.
Þórunn óskar bókunar:
„Á síðustu vikum og mánuðum hefur verið að koma fram mikil andstaða íbúa Skaftárhrepps í garð þeirra virkjana sem um er að ræða í þessari umsögn.  Íbúar Skaftártungu hafa líst í ræðu og riti hvernig þessar framkvæmdir ógna hefðbundnum landbúnaði  og uppbyggingu ferðaþjónustu. Þá eru ófyrirséðar þær afleiðingar sem fyrirhugaðar framkvæmdir hafa á lífríki mikilvægra veiðivatna  s.s. Tungufljótsins, Skaftár og vatnasvæðis hennar.

Ég er ósammála öllum þessum virkjunum og tek ekki undir þessa umsögn. Ég óska eftir því að sveitarstjórn Skaftárhrepps  hvetji til framkvæmda innan sveitarfélagsins í sátt við íbúa þess og náttúru."

 

Fundargerðir til samþykktar.

1. 85. fundur Skipulags- og bygginganefndar, 14. maí 2012.

 • 1. Deiliskipulagsbreyting Hörgslandi 1
  afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
 • 2. Sandhóll, byggingarleyfisumsókn,
  afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
 • 3. Blágil, byggingarleyfisumsókn,
  afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
 • 4. Hamrafoss, byggingarleyfisumsókn,
  afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
 • 5. Hamrafoss, byggingarleyfisumsókn,
  afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.

Fundargerð nefndarinnar samþykkt.

 

2. 86. fundur Rekstrarnefndar Klausturhóla, 3. maí 2012.
Fundargerðin samþykkt.

 

3.    5. fundur Atvinnumálanefndar, 18. apríl 2012.
Fundargerðin samþykkt.

 

•III.             Fundargerðir til kynningar.

1. 140. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 9.mars 2012.

2. 141. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 26. apríl 2012.

3. 308. fundur Atvinnuþróunarfélags Suðurlands, 2. maí 2012.

4. 455. fundur stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurlandi, 13. apríl 2012.

5. Stjórnarfundur Hulu b.s. 4. maí 2012.

6. 796. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 27. apríl 2012.

 

•IV.             Annað kynningarefni.

1. Fyrirtaka máls E 51 / 2012 fyrir Héraðsdómi Suðurlands. 2012.05.025.

2. Boð í námsferð sveitarstjórna til Brussel 18. - 20. júní. 2012.05.026.

3. Samstarfssamningur, sumar 2012 um Skaftárstofu upplýsingamiðstöð.

 


V. Samþykkt fundargerðar / fundarslit.


Fundargerð lesin upp, samþykkt og árituð. Fundi slitið kl.  17:00.

Næsti fundur boðaður með dagskrá þriðjudaginn 12. júní 2012  kl. 13:00.

____________________________
Guðmundur Ingi Ingason
____________________________
Þórunn Júlíusdóttir
____________________________
Jóhannes Gissurarson.
____________________________
Þorsteinn M. Kristinsson
____________________________
Jóhanna Jónsdóttir